Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 12
58 LÆKNABLAÐIÐ RÁÐSTEFNA LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR UM HEILBRIGÐISMÁL Dagana 9. til 10. maí 1975 efndi Lækna- félag Reykjavíkur til ráðstefnu um heil- brigðismál. Aðalmarkmið ráðstefnunnar var að ræða framtiðarskipulag heilbrigðis- þjónusitu utan sjúkrahúsa í Revkjavík og nágrenni. Heimilislæknaþjónusta í Reykja- vík hefur verið með svipuðu sniði um árabil þrátt fyrir mjög breytta staðhætti, og er mönnum því almennt ljóst, að nú- verandi skipulag er úrelt og breytinga þörf. Hugmyndir um hópstarf lækna og annarra heilbrigðisstétta eru ekki nýjar af nálinni og hafa læknar oft rætt um hóp- starf lækna og heilbrigðisstétta, en segja má að þessi mál hafi fyrst komizt á fram- kvæmdastig í Reykjavík með tilkomu laga um heilbrigðisþjónustu 1973, þar sem gert er ráð fyrir skiptingu Reykjavíkur í heilsu- gæzluumdæmi og að þar skuli rísa heilsu- gæzlustöðvar. Stjórn Læknafélags Reykja- víkur ákvað því að efna til ráðstefnu, þar sem rætt yrði hlutverk og skipulag heilsu- gæzlustöðva, og leitast við að bjóða fólki úr öllum heilbrigðisstéttum og fá þannig fram sjónarmið allra þeirra, sem að heil- brigðismálum vinna. Haldin voru allmörg framsöguerindi og fer úrdráttur úr þeim hér á ef'tir. Jafn- framt voru myndaðir 6 starfshópar, sem hver um sig fjallaði um ákveðið svið heilsugæzlu og eru einnig birtar glefsur úr niðurstöðum starfshópanna. Gestur ráðstefnunnar var dr. Donald J Rice, framkvæmdastjóri kanadíska heim- ilislæknafélagsins, og flutti hann 2 erindi. Matthías Bjarnason, heilbrigðismálaráð- herra, ávarpaði ráðstefnugesti. Læknafé- lagið naut fjárhagsstuðnings frá borgar- stjórn og vill stjórn læknafélagsins þakka þann stuðning og áhuga, sem borgaryfir- völd sýndu ráðstefnunni. Starfssvið og skipulag heilsugæzlustöðva er enn ekki skýrt afmarkað, en vonandi verða niðurstöður þessarar ráðstefnu gagn- legar við skipulagningu þeirra. Reynslan mun vafalaust skera úr um ýmis atriði varðandi starfssvið heilsugæzlustöðva í borginni. Markmið þeirra hlýtur að vera bætt þjónusta við almenning og bætt starfsskilyrði allra þeirra sem að heilsu- gæzlu starfa. Mjög mikilvægt er að náið samband læiknis og sjúklings haldist á þessum stöðv- um, þannig að fólk hafi eftir sem áður sinn heimilislækni, en verði ekki númer á stofnun. Þá væri verr farið en heima setið. Giuðmundur Oddsson EIN LÆKNINGA- OG RANNSÓKNAR- STÖÐ FYRIR ALLA REYKJAVÍK Örn Bjarnason, skólayfirlæknir, setti ráðstefnuna og rakti hugmyndir um hóp- starf lækna. Hann minnti á, að fyrir 35 árum lögðu læknarnir Theódór Skúlason og Björn Sigurðsson til í L.R. að komið yrði á fót einni lækninga- og rannsóknar- stöð fyrir alla Reykjavík. Eftir setningu nýrra læknaskipunarlaga árið 1965 ræddu yngri læknar á opinberum vettvangi um hópstarf lækna og hugmyndir sínar um heilsugæzlu, en þær voru að miklu leyti sniðnar eftir brezkum fyrirmyndum. Jafn- framt komu þeir á hópstarfi víða um land og hefur það lengst staðið samfellt síðan 1966 á Húsavík. Örn sagði, að af skipulagi heilsugæzlu- stöðvanna, sem teknar eru til starfa úti á landi, mætti ýmislegt læra, en fráleitt væri að taka það skipulag óbreytt upp í Reykja- vilí. ,,Á höfuðborgarsvæðinu þarf að fella þjónustu heilsugæzlustöðva að þjónustu annarra heilbrigðisstofnanna, og það verð- ur verkefni okkar þessa tvo daga að ræða á hvern hátt við teljum að sumum þessara þátta verði bezt fyrir komið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.