Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 6
238 LÆKNABLAÐIÐ 3. (Schizophrenia childhood type). Geðklofi í bernsku Einkenni koma mjög sjaldan fram fyrir 11 ára aldur og li'kjast geðklofa, sem kem- ur fyrir hjá unglingum og fullorðnum. GREINING OG MAT Á EFNIVIÐ MÍNUM: Til sjúkdómsgreiningar í athugun minni voru þessar undirflokkanir og skilgrein- ingar notaðar við kliniskt mat, en jafn- framt voru notaðir hinir níu punktar Mildred Creak til grekidngar geðveiki barna,3 410 en þó aðallega við úrvinnsiu gagna, svo sem sjúkraskýrslna og annara upplýsinga. Önnur veigamikil atriði voru fyrir hendi til að stuðla að réttri greiningu: Skoðun barnalækna, skoðun með tilliti til tauga- sjúkdómseinkenna, heyrmar- og sjónpróf- un, sálfræðipróf, mat á tilfinninga-, atferl- is- og félagsþroska, upplýsingar um upp- eldi og aðstæður í umhverfi, almennar þvag- og blóðrannsóknir, phenylketonuria próf, aminosýrumynd í þvagi eða blóði, heilarit (stundum svefnrit), litningapróf og röntgenrannsóknir. Við greiningu og mat, sem byggt er upp á þennan hátt, vinnur saman sérhæft starfslið (sálfræðingar, félagsráðgjafar, barnalæknar, barnageðlæknar, taugasjúk- dómalæknar og rannsóknarfólk). Nauðsyr.- legt er að endurmeta oft sjúkdómsgrein- ingu, þar sem rétt greimt barn með ein- kenni geðveiki getur verið með margvísleg líffræðileg afbrigði og búið við breytilegar umhverfisaðstæður, sem síðan hefur áhrif á sjúkdómsmynd. AÐFÖNG Faraldsfræðilegar athuganir á geðveik- um börnum hafa á sl. 10—15 árum verið unnar 1 flestum löndum Norðurálfu, svo að það virtist vissulega tímabært að ráðast í slíka athugun hér á landi, í einu fámenn- asta þjóðfélagi heims (íbúatala landsins 219.033, 01.12.75). Fyrir rúmum 5 árum var komið á fót geðdeild fyrir börn. Við það varð gerbreyting á þeirri aðstöðu, sem þurfti til rannsókna, greiningar og með- ferðar barna með geðræna kvilla. Athugun mín á geðvei'kum börnum á íslandi var gerð á fyrri hluta þessa árs og miðast við 01.07.76, sem athugunardag (census day). Athugunin takmarkaðist við börn fædd á árunum 1964—1973, bæði árin meðtalin, og var leitað að þessum börnum víðsvegar meðal áður þekktra barna með svipuð einkenni og önnur einkenni er þóttu gefa tilefni til nánari skoðunar. Flest barnanna, sem komu í lokaathugunarhóp- inn, hafa verið greind áður. Með það í huga, að langsennilegast væri að börnin hefðu einhvern tíma vistast á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum, var farið yfir sjúkraskrár á barnadeildum sjúkrahúsa í landinu, þar sem sjúkdóms- greiningin var geðveiki (psychosis) og/eða vangefni (mental retardation), einnig var farið yfir sjúkraskrár Kópavogshælis, at- huguð spjaldskrá geðverndardeildar barna í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og upp- lýsinga leitað á dvalarstöðum barnanna. Að lokum mátti finna sjúkraskrár flestra þessara barna í spjaldskrá Geðdeildar Barnaspítala Hringsins og voru þær yfir- farnar og gert endurmat með tiiliti til sjúkdómsgreiningar. Á þennan hátt telst mér til að finna megi 19 börn með alvar- leg geðveikiseinkenni, sem uppfylltu áður- greind atriði í greiningu. TÍÐNI Athugun mín náði til 19 barna með al- varleg geðveikiseinkenni og öll börnin í athugunarhópnum höfðu haft einkenni fyrir 5 ára aldur. Athugunarhópurinn skiptist í infantile autism 15, disintegra- tive psychosis 4, schizophrenia 0. í erlend- um athugunum er hlutfallið autism/psy- chosis 3—4/1 - 111 og svipað reynist hér. Jafnan er erfitt um samanburð, þar sem athugunarhópurinn er lítill og þess vegna hef ég kosið að ræða um börnin sem einn ‘hóp, enda oft í erlendum athug- unum þessir 2 undirhópar teknir saman. 2 9 10 Af börnum á íslandi fæddum 1964— 1973 eru 43.205 á lífi 01.12.75 og þar sem í athugunarhópnum eru 19 börn, reynist algengi vera 4.4/10.000, en við þennan barnafjölda er jafnan miðað í erlendum athugunum, er flestar21 sýna, að 4-5/10.000 reynast hafa alvarleg geðveikiseinkenni. Til samanburðar eru teknar fram tölur yfir algengi (tiðni) fná erlendum athugun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.