Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 275 tvíræð er afstaða sóknaraðila til stöðu sjúkra- hússlæknis, en þar um segir hann i bréfi til varnaraðila dags. 28.4. ’68: „Sú staða var stofn- uð og veitt algjörlega óháð þvi, hvaða læknar aðrir kynnu að koma til Húsavíkur, og mér vitanlega er enginn ágreiningur ríkjandi milli min annars vegar og sjúkrahússtjórnar og heil- brigðisyfirvalda hins vegar varðandi þá stöðu. Málið er því ekki á dagskrá i umræðum okkar á milli“ (dskj. nr. 12). Það er þvi bert, að á framkvæmdaráðsfund- inum 22.9. ’67 er ráðgerð breyting á stöðu yfirlæknis án þess að hafa samráð við hann áður. Og afstaða bæjarstjóra er ljós, því á þeim sama fundi lætur hann bóka eftirfarandi til- lögu: „Ef ekki næst samkomulag milli núver- andi lækna á Húsavík og Daníels Daníelssonar um starfsskiptingu og starfskjör, og ef líkur eru á því að þeir hverfi héðan úr starfi við það, að hann taki við störfum yfirlæknis spítalansi tel ég, að sjúkrahússtjórn beri að segja honum upp störfum” (dskj. nr. 39). Það er ósannað, að varnaraðilar hafi verið i vitorði með bæjarstjóra um uppsagnartillög- una, né heldur að þeim hafi verið kunnugt um, hvað var að gerast á ofangreindum fundi fram- kvæmdaráðs sjúkrahúss Húsavikur. En það má telja líklegt, að bæjarstjóri, sem var einn viðsemjenda varnaraðila, er þeir réðu sig til starfa á Húsavík, hefði ekki orðað uppsagnar- tillögu sína, eins og hann gerði, nema hann teldi það öruggt, að varnaraðilar yrðu áfram starfandi á Húsavík, þrátt fyrir það, að afstaða þeirra til starfsskiptingu á sjúkrahúsinu yrði þess valdandi, að sóknaraðili missti stöðu sína. Ef varnaraðilar telja, að bæjarstjóri hafi mis- skilið afstöðu þeirra til hugsanlegrar uppsagn- ar sóknaraðila, þá bar þeim að gera athuga- semd þar að lútandi þegar i stað, er þeim var kunnugt um uppsagnartillöguna. Með þ\i að gera það ekki, hafa þeir gerzt brotlegir við 1. og 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus. Það, að varnaraðilar réðu sig aðeins til eins árs með það fyrir augum að fara, ef ekki semd- ist við sóknaraðila, firrir þá ekki því að sýna ofangreinda háttvísi í viðskiptum við stéttar- bróður, allra helzt, þar sem þeir sátu áfram í störfum sínum eftir að þeim var orðin fullljós afstaða sóknaraðila til yfirlæknisstöðunnar. Sá varnagli 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus „nema slíkar ráðstafanir verði að teljast nauð- synlegar” getur ekki átt við hér, þar sem sókn- araðili er í löglega veittri stöðu og hefur hag- að sér í samræmi við gildandi reglur um slík- ar stöður. Þar um getur samþykkt á aðalfundi L.I. 1968 (dskj. nr. 27, fylgiskj. 10) heldur engu um þokað. 2. kceruatriöi: Það kemur ekki annað fram, en að Ingimar S. Hjálmarsson hafi verið í góðri trú um, að það væri aðstoðarlæknisbú- staður, sem hann tók á leigu og gerði leigu- samning um til 1/10 ’68. En á fundi bæjarráðs og stjórnar sjúkrahúss- ins 11.7. ’68 hlýtur Ingimari að hafa verið það ljóst, að hann byggi ekki í húsnæði aðstoðar- læknis, heldur sjúkrahúslæknis, og að verið var að gera tilraun til að hafa af sókr.araðila húsnæði, sem honum bar samkv. sjúkrahúslög- um með því að samþykkja að „engin breyting vcrði á húsnæðismálum Ingimars Hjálmars- sonir, læknis, meðan úrslit fást ekki í aðal- a.t, iðum á skipun læknamálanna“ (dskj. nr. 38). Með því að undirrita þessa fundargerð án fyrirvara um afgreiðslu máls þessa hefur Ingimar ekki auðsýnt stéttarbróður þann drengskap og háttvísi í ráðum og gerðum ser.i skylt er. En með því að Ingimar rýmdi hús- næðið áður en leigusamningurinn var útrunn- inn, sýndi hann nokkurn vilja á að hliðra til fyrir sóknaraðila, og það er ósannað, að deilan um húsnæðismálin sem slílc hafi skert atvinnu- öryggi sóknaraðila. 3. kæruatriöi: Þar standa fullyrðingar gegn fullyrðingum, en sannanir skorta, svo varnar- aðili Gísli G. Auðunsson verður eigi sakfelldur um þetta kæruatriði. Jf. kceruatriöi: Það er ósannað, að viðtölin við blaðamennina hafi verið að frumkvæði Gisla G. Auðunssonar, og verða þau því alger- lega á ábyrgð þeirra. 5. kœruatriöi: Þar eð varnaraðili Ingimar S. Hjálmarsson gerði engar athugasemdir við fundargerðina, er hún var samin, verður hún að teljast efnislega rétt. En þar segir m.a. um erindi varnaraðila: „En því miður er málum svo komið nú eftir tilkomu þriðja aðilans, að við Gísli höfum neyðzt til að segja upp störf- um okkar, sagði Ingimar” (dskj. nr. 33). I þessari tilvitnun úr ræðu varnaraðila kem- ur fram skortur á háttvísi i garð stéttarbróður og varðar við við 1. mgr. 13. gr. Codex Ethicus. C. kœruatriöi: Það, sem gerist á Jokastigi þessa máls, uppsögn á starfi sóknaraðila, er í beinu framhaldi af þvi, sem vofði yfir þegar á frumstigi þess og reifað var undir 1. kæru- atriði. Upp úr fundi stjórnar L.l. með deiluaðilum 27.8. ’68 er formlega stofnuð aðstoðarlæknis- staða við sjúkrahúsið á Húsavik og gerður samningur við varnaraðila 13.11. ’68, þar sem þeir eru ráðnir sameiginlega i þá stöðu skv. samningi milli L.R. og stjórnarnefndar ríkis- spítala frá 30. júní 1967. Samtírms gerður samningur við sóknaraðila í stöðu yfirlæknis. 1 þessum samningum er tekið til um skiptingu vakta milli læknanna, en að öðru leyti er verkaskipting ekki tilgreind, svo gera verður ráð fyrir, að hún hafi verið hugsuð eins og tíðkast almennt á spítölum ríkisins. 1 desember 1968 segja varnaraðilar upp starfi við sjúkrahúsið og í héraði frá 15.2. ’69 að telja. Um orsökina til uppsagnarinnar segir svo í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19.12. ’68, og sem undirrituð er m.a. af varnaraðilum: „Ástæðan mun vera ósamkomulag milli þeirra Daníels og raunar allt starf þeirra í héraðinu" (dskj. nr. 44). Það er greinilegt, að enn vakir fyrir varnaraðilum, að þeir geta ekki hugsað sér að starfa áfram á Húsavík nema í „nánu samstarfi", eins og þeir lýsa í dskj. nr. 9. Til þess að koma til móts við vamaraðila semur stjórn sjúkrahússins „reglugerð um störf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.