Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 10
242 LÆKNABLAÐIÐ í öðru lagi kenningar þar sem lögð er á- hersla á, að það sé aðstaða og uppeldi barnsins í félagslega og andlega trufluðu umhverfi, sem séu mikilvægustu þættirnir í svo cheppilegri þróun. í þriðja lagi eru kenningar sem ganga út frá því, að samspil sé milli vefrænna galla og margháttaðra ytri umhverfisað- stæðna, sem ráði mestu um hið eiginlega orsakasamhengi. í sambandi við eftirrannsóknir hefur verið sýnt fram á, með allsterkum rökum, að líffræðilegir þættir séu lang sennileg- asta orsökin og skemmdin (lesio) sé líkleg til að vera viðvarandi (static) og hafi myndast á meðgöngu eða í frumbernsku.0 11 Bent hefur verið á, að álíta megi, að flest, ef ekki öll alvarlega geðveik börn, sem eru mjög verulega greindarskert, fái einkenni, sem séu afleiðing heilaskemmdar.11 Stað- reyndin er samt sú, að börn með mestar beilaskemmdir eru ekki alvarlega geðveik, en það gefur aftur á móti til kynna, að ef þarna væri að finna eitthvað óeðliiegt, van- sköpun eða skemmd í heilavef, eða við starfsemi heilans hjá geðveiku barni hlýtur það að vera mjög staðbundið og sérstakt. í eðli sínu.-1 Á seinni árum hafa rannsóknir einmitt beinst sérstaklega að því hvers eðlis og hvernig þessi truflun hjá veiku börnunum sé til komin. Seinkun á talþroska og notkun máls, skilningsskortur og óhæfni til að nema merkingu orða, sem komi fram sem greindarskerðing og leiði af sér felagslega erfiðleika og hegðunarbreytingar hjá flest- um alvarlega geðveikum börnum,15 hefur verið talið benda til þess að um skyntrufl- anir geti verið að ræða.12 21 Samt sem áður er ekki vissa fyrir því 'hvort slíkt sé full- nægjandi orsök fyrir einkennum, eða um- hverfisáhrif eða truflun á þroska persónu- leikans þurfi að koma til. Aftur á móti hafa kenningar um að einvörðungu sé orsaka að leita í umhverfisástæðum og í persónu- galla foreldra og vanrækslu. fengið lítinn stuðning. í seinni tíma athugun hefur kom- ið fram, að mistekist hefur að finna mark- tæka veika þætti í félagslegu- og uppeldis- legu tilliti.1112 Það má heita augljóst, að það sem við finnum hjá þessum alvarlega geðveiku börnum eru fyrst og fremst miklir erfið- leikar vegna tal- og máltruflana, greindar- skorts og skynjunargalla snemma ævi og eru því næstum vafalaust aðalþættirnir í sjúkleika (pathogenesis) þessara alvarlegu geðveiku barna. LOKAORD Eg tel að draga megi þær ályktanir af athugun minni, að hér á landi sé að finna mjög svipaða tíðni á geðveiki barna og í öðrum löndum. Hlutföll eru lí>, þegar bornar eru saman líkur á heilaskemmd og greindarfarsástandi. Samanburðurinn er byggður á viðurkenndri skilgreiningu á geðveiki hjá börnum, svipuðum barr.a- fjölda í athugunarhóp og svipuðum aðferð- um beitt við leit. Sumir athugendur1 2 hafa litið á þessa skilgreiningu á geðveiki barna, sem hér hefur verið notuð, sem skilgreiningu í þrengri merkingu, og þeir hafa jafnframt fundið næstum jafnstóran hóp barna með geðveikiseinkenni eða skilmerki (criteria), sem eru vægari, færri og oft tímabundin og eru talin jaðra við geðveiki (Borderline Psychosis) eða geðveikishátterni (Atypical Psychosis), en athugun mín náði ekki til þessa hóps. Ástæða er til að ætla að jafnaðarlega megi búast við að finna hér á landi tvö alvarlega geðveik börn á ári til jafnaðar og sennilega tvö börn með vægari geðveik- iseinkenni, ef hafðar eru í huga erlendar athuganir. Mikilvægt er að þessi veiku börn fáist sem fyrst til skoðunar og greiningar og því hefi ég viljað vekja athygli á þessu vandamáli. SUMMARY ChUdhood Psychoses in Iceland. This article describes a survey of childhootl psychoses in this country, including children born 1964—1973. The author finds the preva- lence of infantile autism and disintegrative psychosis to be 4.4 per 10.000 in these ago groups (census day: July 1, 1976). HEIMILDASKRÁ 1. Aagaard K.E., Hiorth H. (1974). Psykotiske barn i Oslo Vest. Hovedoppgave ved Psyko- logisk Institut, Oslo. 2. Brask H.B. (1970). A Prevalence Investi- gation of Childhood Psychosis, paper given at the 16th Scandinavian Congress of Psy- chiatry.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.