Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 60
272 LÆKNABLAÐ1Ð FRÁ STJÖRN LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Þann 29. okt. 1970 kvað Gerðardómur Læknafélags Islands upp dóm í gerðar- dómsmálinu nr. 1/1970 Daníel Daníelsson gegn Gísla G. Auðunssyni og Ingimar S. Hj'álmarssyni og gagnsök. Dómurinn var ekki birtur á sínum tíma, og segir svo í ársskýrslu L.í. fyrir starfs- árið 1970—1971: ,,.... kæra Daníels Dam- elssonar á hendur Gísla G. Auðunssyni og Ingimar S. Hjálmarssyni. Dómur gekk í því máli, og voru dómendur ósammála. Hafa þeir Gísli og Ingimar óskað eftir end- urupptöku þessa máls, og sú ósk, skv. áliti lögfræðingsins, verið lögð fyrir Gerðar- dóm, en ekki lokið. Af þessum sökum er ekki tímabært að birta niðurstöður Gerð- ardóms í máli þessu.“ Stjórn L.í. hefur í tilefni bréfs lögmanns Daníels Danielssonar, dags. 15.09. 1977, fjallað um mál þetta. Stjórnin telur rétt, að niðurstöður gerð- ardómsmála séu birtar í Læknablaðinu og hefur óskað eftir þvi við ritstjóra Lækna- blaðsins að þessi dómur verði birtur. GERÐARDÓMUR LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Gerðardómsmálið nr. 1/1970: Daníel Daníelsson gegn Gísla G. Auðunssyni og Ingimari S. Hjálmarssyni og gagnsök. Þingfest: 18.06. 1970 Þinghald: 05.10. 1970 Dómur: 29.10. 1970 Þingbók, bls. 3—5, 5—10, 13—15. Ár 1970, fimmtudaginn 29. október, var gerðardómur Læknafélags Islands háður í Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Dómendur voru allir mættir, beir Jón Steffen- sen, formaður dómsins, Grímur Jónsson, Is- leifur Halldórsson, Ólafur Bjarnason og Þórð- ur Harðarson. Barst ritstjórn 12/10 1977. Fyrir var tekið Gerðardómsmálið nr. 1/1970: Daníel Daníelsson gegn Gísla G. Auðunssyni og Ingimari S. Hjálmarssyni og gagnsök. Var nú kveðinn upp svofelldur dómur: Með kæru ds. 14. ágúst 1969 kærði Daníel Daníelsson, sjúkrahúslæknir á Húsavík, til stjórnar Læknafélags Islands læknana Gísla G. Auðunsson og Ingimar S. Hjálmarsson, báða til heimilis á Húsavík, fyrir brot á Codex Ethicus og lögum Læknafélags Islands og óskaði jal'n- framt eftir þvi, að gerðardómur Læknafélags íslands fengi málið til afgreiðslu. Með bréfi, ds. 16. desember 1969, sendi stjórn Læknafélags Is- lands gerðardómi L.í. kæruna til úrskurðar svo og bréf Ingimars S. Hjálmarssonar til stjórnar Læknafélags Islands, ds. 5.9. 1969, þar scm ósk- að var, að stjórnin kannaði hugsanlegt brot Daníels á Codex Ethicus. Að lokinni gagnasöfnun og munnlegum mál- flutningi 5. október sl. var málið tekið til dóms. Dómkröfur: Sóknaraðiii, Daníel Daníelsson, gerir þessar kröfur: 1) r.ð varnaraðilar verði dæmdir i þau þyngstu viðurlög, sem Codex Ethicus og iög Læknafélags Islands heimila. 2) I gagnsókn krefst sóknaraðili sýknu. Varnaraðili, Ingimar S. Hjálmarsson, gerir þessar kröfur: 1) I aðalsök að hann verði sýkn- aður. 2) 1 gagnsök, að gerðardómurinn leggi mat á kæruatriðin og afgreiði þennan þátt málsins eftir því sem honum þætti hæfa. Varnaraðili, Gísli G. Auðunsson, krefst sýknu. Málsatvik: Á útmánuðum 1966 var formlega stofnuð og auglýst laus til umsóknar staða sjúkrahúslækn- is við sjúkrahúsið á Húsavík, en þá var nýtt sjúkrahús í smíðum á staðnum. Sóknaraðili, sem hafði þá verið héraðslæknir í Húsavíkur- héraði og jafnframt gegnt sjúkrahúslæknis- störfum þar síðan 1959, var eini umsækjandi um stöðuna. Heilbrigðismálaráðuneytið mælti með því, að honum yrði veitt embættið, enda færi hann utan, hið skemmsta um ems árs skeið, til þess að búa sig undir stöðuna. Sjúkra- hússtjórnin réði þá sóknaraðila sjúkrahúslækni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.