Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 237 Guðmundur T. Magnússon ATHUGUN Á GEÐVEIKUM BÖRNUM Á ÍSLANDI BÖRN FÆDD 1964—1973 INNGANGUR Á síðustu 20-—30 árum hafa orðið miklai framfarir við rannsóknir og greiningu á börnum með geðveikiseinkenni og hefur nú geðveiki, sem byrjar á barnsaldri, hlot- ið fastan sess, sem sérstök sjúkdómsgrein- ing.7 20 Það má fyrst og fremst þakka brautryðjendastarfi Leo Kanner í Balti- more í Bandaríkjunum, sem markaði tíma- mót á þessu sviði geðlæknisfræðinnar. Ár- ið 1943 birti hann grein, sem hann nefndi „Autistic Disturbance of Affective Con- tact“. Þar gaf hann greinargóða lýsingu á einkennum og ástandi 11 barna, sem hann hafði séð 5 árum áður. Þessi börn höfðu sýnt mjög fjarrænt ástand (extreme aloof- ness) frá byrjun lífsskeiðs, eða fyrir tveggja ára aldur og síðar urðu einkennin viðameiri. Seinna var sjúkdómsflækjan nefnd Kanner’s syndrome (infantil autis- mus).18 GREINING I kjölfar brautryðjendastarfs Kanner’s hafa margar tilraunir verið gerðar til að flokka geðveiki barna (childhood psy- chosis)1'12 20 og hafa menn orðið samméla um, að uppeldis-, félagslegir og greindar- farslegir þættir og heilaskemmd séu sam- verkandi í sjúkdómsmyndinni. Eigi að síð- ur vantar mikið á að flokkunin sé byggð á orsökum.18 Ljóst er orðið að sjúkdómsmyndin er önnur þegar geðveikiseinkenna verður vart á fyrstu 2 aldursárunum heldur en þegar fyrstu einkenna gætir á aldrinum 3ja til 5 ára og ennþá frábrugðnari verður sjúkdómsmyndin, þegar veikindin byrja eftir að barnið er komið á skólaaldur. Skipting í hina þrjá tiltölulega vel að- greindu undirfhópa er þannig gerð:14 1. (Infantile autism). Sjálfhverfa Fram kemur ákveðin sjúkdómsmynd (syndrome), sem er til staðar frá fæðingu eða byrjar næstum undantekningarlaust á fyrstu 30 mánuðum ævinnar. Viðbrögð við heyrnar- og sjónáreiti (stimuli) eru ó- eðlileg og venjulega eru miklir erfiðleikar með að skilja mælt mál. Börnin verða seint talandi og málfar þeirra einkennist af berg- málstali (ekkolalia), umskiptingu á orðum, chæfni til að nota flókin og afbrigðileg heiti og einnig er málið ófullkomiö mál- fræðilega séð. Venjulega er veruleg skerð- ing bæði á tali og tjáningu máls í félags- legu tilliti. Vandamálin í félagslegum sam- skiptum eru mest fyrir 5 ára aldur. Stöðug endurtekning á ákveðnu hegðunarmynstri er venjulega til staðar og þessu geta fvlgt óeðlilegar hreyfingar, mótstaða gegn breyt- ingum, börnin dragast að skringilegum hlutum og það er einhæfni og endurtekn- ing í leikathöfnum. Hæfileikinn til tákn- rænnar hugsunar og til skapandi leikja er minnkaður. Greindin er allt frá alvarleg- um greindarskorti til meðalgreindar eða vel það. 2. (Disintegrative psychosis) Einkenni eða truflanir, sem eftir eðli- lega eða næstum eðlilega þróun fyrstu 3—4 árin, koma fram sem missir á félags- legum þroska og á máli, ásamt miklum truflunum á tilfinningalífi, hegðun og í samskiptum við aðra. Missir á máli (loss of speech) og óhæfni til félagslegra sam- skipta gerisl venjulega á nokkrum mánuð- um. Þessu fylgir mikill óróleiki, einhæfni og endurteknimg á athöfnum (stereotype). í flestum tilfellum er greindarskerðing, en það er ekki nauðsynlegur hluti truflunar- innar. Þetta ástand getur verið tengt sjúk- dómum í heila, svo sem heilabólgum, en einnig getur það komið fram án þess að vitað sé um vefrænan heilasjúkdóm eða heilaskemmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.