Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 245 Ólafur Stephensen EITRUN AF VÖLDUM TRICYCLISKRA GEÐDEYFÐARLYFJA EINKENNI OG MEÐFERÐ Notkun tricycliskra geðdeyfðarlyfja hefur farið vaxandi á undanförnum árum, hér á landi sem annars staðar í heiminunt. 1 11 17 Jafnframt hefur fjölgað eitrunartil- fellum af völdum þessara lyfja, jafnit hjá börnum sem fullorðnum.1 -I! 14 15 Tricyclisk geðdeyfðarlyf geta valdið mjög alvarlegum eitrunareinkennum og dauðsföll hafa verið tíð af þeirra völdum.10 13 17 Að undanförnu hefur víða verið lýst góðum árangri af notkun fýsóstigmin salicylats gegn þessari eitrun.3 10 1415 18 Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á þessari mjög svo alvarlegu eitrun hjá börnum. í því augnamiði er lýst helztu atriðum úr sjúkraskrám þeirra barna, sem lögð hafa verið inn á Barnaspítala Hrings- ins síðast liðin 5 ár vegna meintrar eitrun- ar af völdum tricycliskra geðdeyfðarlyfja. Greint er frá því er fýsóstigmín salisylati var fyrst beitt gegn þessari eitrun á Barna- spítala Hringsins. EFNIVIÐUR Á 5 ára tímabili, á árunum 1972—1976 voru 18 börn lögð inn á Barnaspítala Hringsins vegna meintrar eitrunar af völd- um tricycliskra geðdeyfðarlyfja. (Tafla I. Börnin voru á aldrinum 1 5/12—5 9/12 ára. Flest þeirra eða 67 % voru á aldrinum 1—3 ára. í hópnum voru 11 stúlkur og 7 drengir. Níu börn voru talin hafa tekið inn imi- pramín, 6 amítriptylím og 3 nortriptylín. Reynt var að gera sér grein fyrir, hversu stór lyfjaskammturinn var í hverju ein- stöku tilfelli miðað við líkamsþyngd. Þar sem ekki var getið um þyngd sjúklings í sjúkraskrá, var miðað við meðalþyngd við- komandi aldursflokks. í 8 tilfellum reynd- ist ekki unnt að fá fram upplýsingar um lyfjaskammt. Tiu börn höfðu væg eitrunareinkenni. Flest höfðu einhverja truflun á meðvitund ásamt hröðum hjartslætti. Roði í andliti og víð sjáöldur voru einnig algeng ein- kenni. Þrjú börn, sjúkl. no. 1, 2 og 6 höfðu mikil einkenni eitrunar. Þau voru öll djúpt meðvitundarlaus og fengu endurtekin krampaköst. Ennfremur fengu þau marg- víslegar hjartsláttartruflanir. Eitt þessara barna lézt af völdum eitrunar, 1 8/12 ára telpa, sem hafði tekið inn óþekkt mag'n af imípramíni. Fimm börn fengu aldrei nein eitrunareinkenni. Sjúkrasaga no. 17 Sjúklingur er 5 4/12 ára gamall drengur, búsettur i nágrenni Reykjavíkur. Heilsufar hans hafði verið ágætt. Dag einn var tekið eftir þvi r.ö drengurinn var sljór og reikull í spori. Við nánari athugun kom í ljós, að hann hafði komist i lyfjaglas með tabl. tryptizoli mg. 25 og hugsanlega tekið inn allt að 10 töflum eða 250 mg. Þetta myndi samsvara 13 mg./kg. Drengurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Við komu þangað var hann sljór og syfjaður. Gerð var magaskolun og mátti greina töfluleifar í skolvökvanum. Þar sem ástand drengsins versnaði, var hann lagð- ur inn á Barnaspítala Hringsins. Við komu þangað, u.þ.b. 4 klst. eftir lyfjaátið, var blóð- þrýstingur 110/60, hjartsláttur 140—150/min., hiti 37°. Öndun var óhindruð og litarháttur góður. Meðvitund var skert, en sjúkiingur opnaði augun er nafn hans var nefnt. Við- brögð við sársauka voru eðlileg. Sjáöldur voru víð. Tonus var aukinn í útlimum. Babinski viðbragð var jákvætt. Fljótlega var ljóst, að ástand sjúklings fór versnandi. Meðvitund ckertist og viðbrögð gegn ytra áreiti minnk- uðu. Eftir að sjúklingur hafði verið tengdur hjartarafsjá, var honum gefið fýsóstigmin 0,5 mg. í æð x4 á rúmri klukkustund. Þegar gefiö hafði verið 1 mg. drógust sjáöldur sjúklings saman, hjartsláttur féll niður í 100/mín. og sjúklingur vaknaði og sagði til nafns og heim- ilisfangs. Þetta ástand hélzt i u.þ.b. 30 mín, en þá varð hjartsláttur á ný hraðari og með- vitund skertist. Með því að gefa að nýju 0,5 mg. fýsóstigmín i æð, fengust innan 2ja mín. áhrif á hjartslátt og meðvitund. Sjúklingur var að því búnu fluttur á gjörgæzludeild. Lífsmörk héldust stöðug, ekki bar á hjartsláttaróreglu og sársaukaskyn var óskert. Þótti því ekki ástæða til frekari fýsóstigmin meðferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.