Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 72
282
LÆKNABLAÐJÐ
þegar við fæðingur blár og hrcyfingarlaus og
grét ekki. Hann var þegar i stað lagður á
endurlifgunarborð og blásið í hann hreinu súr-
efni, og fékk þá skjótt eðlilegan litarhátt og
góða öndun. Hjartsláttartíðni var meðan á
þessu stóð meira en 100 á mínútu. Barnið var
sett í hitakassa og fékk næringu í naflastrengs-
æð. Eftir u.þ.b. 6 klst. fór að bera á millirifja-
inndráttum og erfiðri öndun. Litarháttur varð
bláleitur og sýrubasajafnvægi sýndi pH 7.13,
PCOl> 48 mmHg og standard bikarbonat 14
mEq/1. Bikarbonat var gefið og barnið var
lagt í öndunarvél, sem stillt var á 2 lítra af
súrefni og 1 lítra af lofti. Innöndunarþrýsting-
ur mældist hár eða 40 cm HoO. Sýrubasajafn-
vægi var eðlilegt og POj 60 mmHg eftir um
1 klst. Á 3ja degi var greinilega hækkað sýru-
stig af völdum loftskiptatruflunar (respira-
torisk acidosis) með PCOo 110 mmHg, pH 7.06
og standard bikarbonat 17,5 mEq/1. Þess vegna
var öndunin aukin í 3% lítra með 60% súr-
efnisinnihaldi og tíðnin í 50 á mínútu. Þar að
auki var komið á jákvæðum, stöðugum in;i-
öndunarþrýstingi, sem svaraði til 7cm. HoO.
Honum batnaði við þetta og eftir 4 klst. mæld-
ist PCO2 58 mmHg, pH 7.39 og standard
bikarbonat 28 mEq/1, PO2 60 mmHg á 60%
súrefni. Á 4. degi var öndunarvélin stillt eins
og áður. Rtg.mynd, sem hafði sýnt dæmigerðar
lungnabreytingar um IRDS, sýndi einnig, að
fram hafði komið loftbrjóst (pneumothorax)
vinstra megin, sem þá þarfnaðist engrar að-
gerðar. Næstu dagana minnkaði mótstaðan í
loftvegum barnsins, og var síðan smám saman
unnt að minnka öndun og súrefnisinnihald,
sem var 60—70% i u.þ.b. 2 sólarhringa, en síð-
an < 40%, og hélzt PO2 60—85 mmHg. Það
tók næstum 2 sólarhringa að venja barnið úr
öndunarvélinni, en meðferð hafði staðið i
u.þ.b. 16 sólarhringa. Þegar barnið hafði verið
úr öndunarvél í u.þ.b. 4 sólarhringa, varð það
skyndilega blátt og fékk hjartastöðvun. End-
urlífgun bar góðan árangur. Grunur lék á
veirusýkingu. Hann náði sér vel eftir þetta og
fór heim tveggja mánaða gamall og vóg þá
2920 g. Þriggja mánaða vóg hann 3470 g. Augn-
skoðun eðlileg. S mánaða vóg hann 7850 g.
Þótti þroski eðlilegur og var drengurinn ámóta
stór og tvíburabróðirinn og ekkert sérstakt
athugavert kom í ljós við skoðun.
Nr. Jf,- Sveinbarn. Fæðingarþyngd 2240 g.
Móðir 28 ára, blóðflokkur ARh + , ein eðlileg
fæðing áður. Fæddi nú í 33. viku, eftir eðlilega
meðgöngu. Sitjandafæðing. Barnið var blátt
og hreyfingarlaust strax eftir fæðingu. Sogið
var úr munni og koki og andað fyrir barnið
með grímu í nokkrar mínútur. Eftir u.þ.b. 10
mínútur fékkst eðlileg öndun. Hann var lagður
í hitakassa með 36% súrefni og næringu i
naflastrengsæð. Á næstu þremur klst. vaxandi
andnauð og próf fyrir sýrubasajafnvægi sýndi
pH 7.24, PCO2 53 mmHg og staðlað bikarbonat
15 mEq/1. Rtg.mynd sýndi greinileg merxi
um IRDS-sjúkdóm. Meðferð í öndunarvél með
öndunarrúmmál 2.4 lítra á mínútu með 30%
súrefni. Næstu 2 sólarhringa var sýrubasajafn-
vægi innan eðlilegra marka. Á þriðja sólar-
hring urðu aftur miklu verri loftskipti, með
pH 6.98, PCO2 110 mmHg, staðlað bikarbonat
15 mEq/1. Hann fékk hjartastöðvun, en endur-
lífgun tókst vel. Næsta sólarhringinn nokkuð
hækkað sýrustig (acidosis), en ekki þurfti samt
nema 60% súrefni til að halda PO2 innan
eðlilegra marka. Á fjórða degi var haft 28%
súrefni og öndunarvél með 2,4 lítra á mínútu.
Sýrubasajafnvægi hélzt síðan innan eðlilegra
marka meðan barnið var í öndunarvél. Síðustu
dagana í öndunarvélinni sýndi barnið greinileg
merki um heilahimnubólgu. Var þetta talið
skýring á allmiklum uppköstum, sem hann
hafði næstu 2 vikurnar. Honum svelgdist á
einu sinni i þessu sambandi, en náði sér fljótt.
Seinni skoðanir og rannsóknir sýndu að dreng-
urinn hafði heilalömun (paresis cerebralis)
tvenndarlömun (diplegia) og slettigang (atax-
ia), en var talinn andlega heilbrigður.
Nr. 2: Sveinbarn, fæðingarþyngd 2390 g.
Blóðfiokkur móður ARh + . Tvær eðlilegar fæð-
ingar og eitt fósturlát voru í sögu hennar.
Vegna vaxandi nýrnabilunar með þvagleysu
(anuri) vegna vatnsnýra var gerður keisara-
skurður í 34. viku. Barnið grét strax eftir fæð-
ingu og hafði eðlilega öndun og litarhátt. Hann
var lagður í hitakassa með næringu í nafla-
strengsæð. Fyrsta sólarhringinn smám saman
vaxandi andnauð, og rtg.mynd af lungum sýndi
greinileg merki um IRDS-sjúkdóm. Sýrubasa-
jafnvægi sýndi pH 7.09, PCO2 71 mmHg og
staðlað bikarbonat 16.5 mEq/1 sem leiðréttist.
Barnið var lagt í öndunarvél. Meðferðin gekk
vel með 30% súrefni. Hann var i öndunarvél
i 16 sólarhringa, undir lokin með andrúmslofti.
Vel gekk að venja barnið af vélinni.
Við þriggja mánaða aldur var þyngd 3590 g..
eðlilegur þroski og skoðun leiddi ekkert sér-
stakt í Ijós. Við 4ra mánaða aldur var drengur-
inn iagður inn á sjúkrahúsið aftur. Hann hafði
þá blánað nokkrum sinnum. Rtg.mynd sýndi
berkjulungnabólgu. Þetta batnaði með sýkla-
lyfjameðferð. 5 mánaða gamall blánaði hann
hvað eftir annað. 1 einu slíku kasti fékk hann
hjartastöðvun. Endurlífgun bar ekki árangur.
Krufning sýndi útbreidda berkjulungnabólgu
í vinstra lunga, og merki voru um hjartabilun.
Auk þess fannst heilaskaði af völdum súrefnis-
skorts.
Nr. 21: Sveinbarn, fæðingarþyngd 3040 g.
21 árs móðir, ein eðlileg fæðing áður. Móðir
var Rh + . Kom inn á sjúkrahúsið í 35. viku
með hríðarverki og farið vatn. Eðlileg fæðing
í höfuðstöðu. Barnið hafði mikinn bjúg (ana-
sarca), og var slappt og blátt strax eftir fæð-
ingu. Lögð var niður barkaslanga og andað fyr-
ir barnið með 100% súrefni. Næring í naflaæð.
Sýrubasajafnvægi sýndi pH 6.85, PCO2 90
mmHg, staðlað bikarbonat 9.5 mEq/1. PO2
var 25 mmHg og súrefnismettun 30%. Natríum
bikarbonat var gefið. Meðferð hófst þegar með
öndunarvél með öndunarrúmmál 3 iítrar á