Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 72
282 LÆKNABLAÐJÐ þegar við fæðingur blár og hrcyfingarlaus og grét ekki. Hann var þegar i stað lagður á endurlifgunarborð og blásið í hann hreinu súr- efni, og fékk þá skjótt eðlilegan litarhátt og góða öndun. Hjartsláttartíðni var meðan á þessu stóð meira en 100 á mínútu. Barnið var sett í hitakassa og fékk næringu í naflastrengs- æð. Eftir u.þ.b. 6 klst. fór að bera á millirifja- inndráttum og erfiðri öndun. Litarháttur varð bláleitur og sýrubasajafnvægi sýndi pH 7.13, PCOl> 48 mmHg og standard bikarbonat 14 mEq/1. Bikarbonat var gefið og barnið var lagt í öndunarvél, sem stillt var á 2 lítra af súrefni og 1 lítra af lofti. Innöndunarþrýsting- ur mældist hár eða 40 cm HoO. Sýrubasajafn- vægi var eðlilegt og POj 60 mmHg eftir um 1 klst. Á 3ja degi var greinilega hækkað sýru- stig af völdum loftskiptatruflunar (respira- torisk acidosis) með PCOo 110 mmHg, pH 7.06 og standard bikarbonat 17,5 mEq/1. Þess vegna var öndunin aukin í 3% lítra með 60% súr- efnisinnihaldi og tíðnin í 50 á mínútu. Þar að auki var komið á jákvæðum, stöðugum in;i- öndunarþrýstingi, sem svaraði til 7cm. HoO. Honum batnaði við þetta og eftir 4 klst. mæld- ist PCO2 58 mmHg, pH 7.39 og standard bikarbonat 28 mEq/1, PO2 60 mmHg á 60% súrefni. Á 4. degi var öndunarvélin stillt eins og áður. Rtg.mynd, sem hafði sýnt dæmigerðar lungnabreytingar um IRDS, sýndi einnig, að fram hafði komið loftbrjóst (pneumothorax) vinstra megin, sem þá þarfnaðist engrar að- gerðar. Næstu dagana minnkaði mótstaðan í loftvegum barnsins, og var síðan smám saman unnt að minnka öndun og súrefnisinnihald, sem var 60—70% i u.þ.b. 2 sólarhringa, en síð- an < 40%, og hélzt PO2 60—85 mmHg. Það tók næstum 2 sólarhringa að venja barnið úr öndunarvélinni, en meðferð hafði staðið i u.þ.b. 16 sólarhringa. Þegar barnið hafði verið úr öndunarvél í u.þ.b. 4 sólarhringa, varð það skyndilega blátt og fékk hjartastöðvun. End- urlífgun bar góðan árangur. Grunur lék á veirusýkingu. Hann náði sér vel eftir þetta og fór heim tveggja mánaða gamall og vóg þá 2920 g. Þriggja mánaða vóg hann 3470 g. Augn- skoðun eðlileg. S mánaða vóg hann 7850 g. Þótti þroski eðlilegur og var drengurinn ámóta stór og tvíburabróðirinn og ekkert sérstakt athugavert kom í ljós við skoðun. Nr. Jf,- Sveinbarn. Fæðingarþyngd 2240 g. Móðir 28 ára, blóðflokkur ARh + , ein eðlileg fæðing áður. Fæddi nú í 33. viku, eftir eðlilega meðgöngu. Sitjandafæðing. Barnið var blátt og hreyfingarlaust strax eftir fæðingu. Sogið var úr munni og koki og andað fyrir barnið með grímu í nokkrar mínútur. Eftir u.þ.b. 10 mínútur fékkst eðlileg öndun. Hann var lagður í hitakassa með 36% súrefni og næringu i naflastrengsæð. Á næstu þremur klst. vaxandi andnauð og próf fyrir sýrubasajafnvægi sýndi pH 7.24, PCO2 53 mmHg og staðlað bikarbonat 15 mEq/1. Rtg.mynd sýndi greinileg merxi um IRDS-sjúkdóm. Meðferð í öndunarvél með öndunarrúmmál 2.4 lítra á mínútu með 30% súrefni. Næstu 2 sólarhringa var sýrubasajafn- vægi innan eðlilegra marka. Á þriðja sólar- hring urðu aftur miklu verri loftskipti, með pH 6.98, PCO2 110 mmHg, staðlað bikarbonat 15 mEq/1. Hann fékk hjartastöðvun, en endur- lífgun tókst vel. Næsta sólarhringinn nokkuð hækkað sýrustig (acidosis), en ekki þurfti samt nema 60% súrefni til að halda PO2 innan eðlilegra marka. Á fjórða degi var haft 28% súrefni og öndunarvél með 2,4 lítra á mínútu. Sýrubasajafnvægi hélzt síðan innan eðlilegra marka meðan barnið var í öndunarvél. Síðustu dagana í öndunarvélinni sýndi barnið greinileg merki um heilahimnubólgu. Var þetta talið skýring á allmiklum uppköstum, sem hann hafði næstu 2 vikurnar. Honum svelgdist á einu sinni i þessu sambandi, en náði sér fljótt. Seinni skoðanir og rannsóknir sýndu að dreng- urinn hafði heilalömun (paresis cerebralis) tvenndarlömun (diplegia) og slettigang (atax- ia), en var talinn andlega heilbrigður. Nr. 2: Sveinbarn, fæðingarþyngd 2390 g. Blóðfiokkur móður ARh + . Tvær eðlilegar fæð- ingar og eitt fósturlát voru í sögu hennar. Vegna vaxandi nýrnabilunar með þvagleysu (anuri) vegna vatnsnýra var gerður keisara- skurður í 34. viku. Barnið grét strax eftir fæð- ingu og hafði eðlilega öndun og litarhátt. Hann var lagður í hitakassa með næringu í nafla- strengsæð. Fyrsta sólarhringinn smám saman vaxandi andnauð, og rtg.mynd af lungum sýndi greinileg merki um IRDS-sjúkdóm. Sýrubasa- jafnvægi sýndi pH 7.09, PCO2 71 mmHg og staðlað bikarbonat 16.5 mEq/1 sem leiðréttist. Barnið var lagt í öndunarvél. Meðferðin gekk vel með 30% súrefni. Hann var i öndunarvél i 16 sólarhringa, undir lokin með andrúmslofti. Vel gekk að venja barnið af vélinni. Við þriggja mánaða aldur var þyngd 3590 g.. eðlilegur þroski og skoðun leiddi ekkert sér- stakt í Ijós. Við 4ra mánaða aldur var drengur- inn iagður inn á sjúkrahúsið aftur. Hann hafði þá blánað nokkrum sinnum. Rtg.mynd sýndi berkjulungnabólgu. Þetta batnaði með sýkla- lyfjameðferð. 5 mánaða gamall blánaði hann hvað eftir annað. 1 einu slíku kasti fékk hann hjartastöðvun. Endurlífgun bar ekki árangur. Krufning sýndi útbreidda berkjulungnabólgu í vinstra lunga, og merki voru um hjartabilun. Auk þess fannst heilaskaði af völdum súrefnis- skorts. Nr. 21: Sveinbarn, fæðingarþyngd 3040 g. 21 árs móðir, ein eðlileg fæðing áður. Móðir var Rh + . Kom inn á sjúkrahúsið í 35. viku með hríðarverki og farið vatn. Eðlileg fæðing í höfuðstöðu. Barnið hafði mikinn bjúg (ana- sarca), og var slappt og blátt strax eftir fæð- ingu. Lögð var niður barkaslanga og andað fyr- ir barnið með 100% súrefni. Næring í naflaæð. Sýrubasajafnvægi sýndi pH 6.85, PCO2 90 mmHg, staðlað bikarbonat 9.5 mEq/1. PO2 var 25 mmHg og súrefnismettun 30%. Natríum bikarbonat var gefið. Meðferð hófst þegar með öndunarvél með öndunarrúmmál 3 iítrar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.