Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 36
258 LÆKNABLAÐIÐ TABLE 4. THORACO-VASCULAR OPERATIONS Operation No. of operations Pathology Postop compl. Surg. mort. Resectian of coarctatio aortae with end-to-end anastom. 3 Classical juxta- ductal coarctation 3 0 0 Transthor, exploration of left subclav. and vertebr. arteries. Ligation of a. vertebralis 1 5 cm. long stenosis of proximal part of a. subclav. with steal syndrome 0 0 Repair of innominate artery with dacron graft 1 Rupture of innom- inate artery close to aortic arch Unex- plained chest pain 11. day. Re- covered 0 Total 5 1 0 Slagæðar til höfuðs Á slagæðum til höfuðs voru gerðir 14 upp- skurðir. (Sjá töflu 5). Hjá 9 sjúklingum á aldrinum 49 til 62 ára var gerð innanhreinsun (endarterectomy) á hálsslagæð (a. carotis). Þrir þessara sjúklinga höfðu fengið fullkomið slag (completed stroke) en voru í góðum afturbata, og 6 höfðu sögu um skyndislag (transient ischemic attack, t.i.a.). Hjá 8 þessara sjúklinga urðu engin áföll. Einn sjúklinganna, 60 ára gamall maður, var settur á blóðþynningarmeðferð eftir uppskurð. Hann hafði verið heiit ár á slíkri meðferð fyrir aðgerð, hafði slæm þrengsli í hálssiagæðum hinum megin, hjartakveisu og sögu um drep í hjartavöðva (infarction) og verki í fótum við gang (claudicatio). Hann útskrifaðist á 9. degi við góða liðan, en kom inn 18 dögum eftir uppskurð með stóran æðagúl á hálsslagæðinni, sem aðgerðin var gerð á (postoperative aneurysm). Hann var skorinn upp á ný vegna þessa, það blæddi mikið við aðgerðina, og um það bil hálftíma eftir að uppskurði lauk fékk hann hjartastans. Hann jafnaði sig þó fljótt og útskrifaðist við góða líðan. Tveir sjúklingar á aldrinum 57 og 62 ára gengust undir innanhreinsun á hálsslagæð, en áður hafði sams konar aðgerð verið gerð hin- um megin. Annar þeirra, 62 ára gömul kona, fékk á 3. degi lömun öðrum megin (hemi- paresis) og einnig bar á sljóleika og þokusýn. Á næstu dögum fór líðan þó hægt batnandi og 1 mánuði eftir uppskurð voru öll einkenni horfin. Hinn sjúklingurinn útskrifaðist án á- falla. Sextíu og fjögurra ára gömul kona hafði töluverð þrengsli í hálsslagæð, beggja vegna, löng þrengsli í vinstri hryggslagæð og auk þess mikil þrengsli alveg við upptökin á hægri hryggslagæð. Einkenni voru frá hryggslag- æðakerfinu, einkum mikill svimi. Gerð var innanhreinsun á hægri hálsslagæð, auk þess var hægri hryggslagæðin tekin í sundur og tengd í viðbeinsslagæðina á nýjum stað, og fékkst þá góður púls í hana. Einkenni hurfu og hafa ekki komið aftur 2% ári eftir aðgerð. Að lokum er að geta 2ja sjúklinga, 33 ára gamals manns og 59 ára konu með fistil inni í höfði milli innri hálsslagæðar (carotis interna) og groppustokks (sinus cavernosus). Einkenni voru aðallega stöðugur hávaði í höfðinu og gífurleg útbungun á auga (exophthalmus). Fistlinum var iokað á þann hátt, að vöðva- strimli var vafið á litla málmklemmu og útbú- inn þannig lítill hnykiil, sem hékk á mjög fín- um prolene-þræði. Eftir að samhálsslagæðin (carotis communis) hafði verið opnuð lítiliega var hnyklinum sleppt inn í hana og straumur- inn látinn taka hann, Vegna málmklemmunnar var hægt að fylgjast með ferð hnykilsins upp eftir æðinni í skyggnimagnara. I báðum til- vikum fór hnykillinn beint i fistilinn, sat þar fastur og lokaði honum. Þráðurinn var skilinn eftir í æðinni, þess þó gætt að hann væri ekki slakur og endinn tekinn út úr æðinni og festur við umhverfið. Hér er um nýja aðferð að ræða og aðeins örfáum hefir verið lýst í læknaritum ennþá, en hún er miklu einfaldari og virðist að öllu leyti betri en þær flóknu og áhættusömu aðgerðir, sem áður voru notaðar við þessum kvilla. Þessar 2 aðgerðir voru gerðar í sam- vinnu við heilaskurðlækni og er ætlunin að lýsa þeim nánar á öðrum vettvangi síðar.s Þær heppnuðust báðar fullkomlega, hávaði í höfði hvarf og útbungun á auga gekk til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.