Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 42
262
LÆKNARLAÐIÐ
tóksL að koma á æðaklemmurn fyrir ofan og
neðan gúlinn, en rétt í því lést sjúklingurinn
af blóðmissi.
Dánarhætta eftir brottnám á einkennalaus-
um ósæðargúl ætti ekki að vera meiri en 5—
10%, en sé gúllinn sprunginn cr hún að
minnsta kosti 30—60%.i#
Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var
skorinn upp vegna æðafistils (arteriovenous
fistuia) neðst í lendaæðum (a.v. iliacae), sem
hann hafði fengið af skotsári. Hér var um stór-
an fistil að ræða (sjá mynd 5) og var honum
lokað og gert við bæði slagæð og biáæð.
Mjög mikilvægt er að gert sé við slíkan fistil
sem fyrst og að aðgerðin takist í fyrsta skipti,
því elia geta ótrúlegustu erfiðleikar komið
upp.w
Samantekl: Tuttugu og þrír sjúklingar
gengust því undir uppskurði á ósæð og
lendaslagæðum. Einn sjúklingur með
sprunginn ósæðargúl dó á skurðarborðinu.
Einn sjúklingurinn fékk allslæma ígerð i
skurðsár og 2 þurfti að skera upp aftur
vegna garnastíflu af völdum samvaxta-
strengja. Hinum heilsaðist áfallalaust.
Lær- og hnésbótarslagæðar
Samtals voru 39 uppskurðir gerðir á þessum
slagæðum hjá 34 sjúklingum. (Sjá töflu 8).
Hjá 4 sjúklingum á aidrinum 57 til 82 ára
var tekið segarek (embolus) úr lær- eða hnés-
bótarslagæð. Hjá 3 sjúklinganna, sem allir
höfðu segarek í lærslagæð, náðist góður árang-
ur. Einn sjúklingurinn, 82 ára gömul kona,
kom inn með algjörlega líflausan og kaldan
fót, en óvíst var hvað það ástand hafði staðið
lengi. Hún- hafði segarek i vinstri hnésbótar-
s’agæð, en þó að það væri fjarlægt tókst ekki
að koma blóðrás í fótinn, og varð að taka hann
af fyrir ofan hné nokkrum dögum síðar.
Hjá 5 sjúklingum á aldrinum 57 til 81 árs
var gerð innanhreinsun á lærslagæðinni. Tveir
voru með gönguverki á háu stigi, 2 höfðu verki
í hvíld og 1 var með drep (gangren) i vinstra
fæti. Þessar aðgerðir gengu fyrir sig án allra
áfalla. Hjá 1 sjúklinganna, 82 ára gömlum
manni með drep í fæti var aðgerðin gerð ein-
ungis í þeirri von, að hægt yrði að taka fótinn
af neðan hnés i staðinn fyrir ofan hné. Þetta
tókst ekki og var gerð aflimun fyrir ofan hné
nokkru síðar.
Hjá 6 sjúklingum á aldrinum 47 til 73 ára var
gerð innanhreinsun á hnésbótarslagæðinni.
Þrír þeirra höfðu gönguverki en aðrir 3 auk
þess verki í hvild. Hjá einum sjúklinganna, 47
ára gamalli konu, lokaðist æðin aftur innan
sólarhrings. Önnur áföll urðu ekki.
Átta sjúklingar með staðbundin þrengsli i
iær- og hnésbótarslagæðum, en allgott æða-
kerfi fyrir ofan og neðan, gengust undir 10
framhjáveituaðgerðir (bypass) þar eð 2 þeirra
voru skornir upp báðum megin. Sjúklingarnir
voru á aldrinum 52 til 79 ára, en 1 þeirra þó
aðsins 19 ára, enda hafði æðin hjá honum eyði-
iagst í slysi, en ekki af völdum æðasiggs. 1 7
þessara 10 ganglima komu verkir við gang, i
1 voru verkir í hvild, á 1 stórt sár og á 1 drep i
tám. 1 9 tilvikum var notaður bláæðargræð-
lingur en einu sinni dacronæð.
Það urðu engin dauðsföll við þessar aðgerð-
ir. Einn græðlingurinn, sem hafði verið tengd-
ur alveg niður fyrir þrígreiningu (trifurcation ■
á hnésbótarslagæðinni, stíflaðist næstum strax.
Einn sjúkiingurinn, 75 ára gömul kona, var
sett á blóðþynningarmeðferð eftir uppskurð
og fékk blæðingu frá æðatengslunum. Það
þurfti aö skera hana upp aftur til að stöðva
b'æðingu. Önnur áföll urðu ekki.
I 8 sjúklinga á aldrinum 54 til 69 ára. sem
allir höfðu áður fengið buxnalaga dacronæð
frá ósæð og niður í nára, og voru settar 11
framhjáveituæðar frá nára og niður í hnésbót-
arslagæð og í einu tilviki alveg niður fyrir þrí-
greiningu. I 8 þessara 11 ganglima komu verk-
ir við gang, í 2 voru verkir í hvíld og á einum
var mikið sár. Biáæðargræðiingur var notaður
9 s’nnurn og dacronæð tvisvar.
Einn sjúklingurinn, 61 árs gamall maður,
fékk allslæmt drep (necrosis) í sárbarma á
læri, sem greri þó. Annar sjúklingur. 62 ára
karlmnður, fékk ígerð í skurð við hnéð og upp
úr því blæðingu frá æðatengslum (anastomosis)
en lagaðist án aðgerðar. Önnur áföll urðu ekki.
Þessir sjúklingar hafa að sjálfsögðu rnjög út-
breitt æðasigg (combined aortoiliac and femo-
ropopliteal disease). Á 1% til 4% ári, sem liðin
eru frá því þessir sjúklingar voru fyrst skornir
upp, hafa þeir misst samtals 4 fætur, þar af 1
báða fætur. Eins og frá er skýrt í kaílanum
um ósæð og lendaslagæðar glataðist 1 fótur
vegna þess að dacronæðarskálm stíflaöist en í
hinum 3 tilvikunum lokuðust æðar á neðra
svæðinu (femoropopliteal).
Fimmtíu og eins árs gamall maður var skor-
inn upp vegna slagæðargúls (aneurysm) í
bægri hnésbótarslagæð. Eftir að gúllinn hafði
verið fjarlægður var bláæðargræðlingur settur
i staðinn. (Sjá mynd 6).
Að lokum var hnésbótarslagæðin og greinar
hennar kannaðar hjá tveimur 49 ára gömlum
mönnum. Annar þeirra hafði gönguverki en
hinn verki í hvild. Æðamynd hafði ekki sýnt
neinar æðar neðan við hnéliðinn, sem hægt
væri að tengja í. Við könnunaraðgerðina fund-
ust heldur engar slíkar.
Saniantekt: Við 37 blóðrásarbætandi
aðgerðir af ýmsu tagi á lær- og hnésbótar-
svæðinu og 2 könnunaraðgerðir urðu því
engin dauðsföll. Við 4 blóðrásarbætandi að-
gerðir niáðist ekki sá árangur, sem vonast
var til (failures). í 3 tilvikum var sú von
reyndar mjög lítil og í 2 nánast um örvænt-
ingarfullar tilraunir að ræða. Tveir sjúk-
lingar fengu blæðingar frá æðatengslum