Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 14
244 LÆKNABLAÐIÐ 63. ÁRG. — NÓV.-DES. 1977 BARNIÐ VEX, EN BRÓKIN EKKI Allir hljóta að vera sammála um nauðsyn góðs bókasafns í fræðigrein sinni, hverju nafni sem hún nefnist. Vöntun á góðu bóka- safni, ásamt tilheyrandi þjónustu, hlýtur að standa undirstöðumenntun, viðhaldsmennt- un svo og allri rannsóknarvinnu fyrir þrifum. Á sviði læknavísinda hefur ástandið í þess- um málum verið sorglega bágborið um langt árabil. Miðað við allar aðstæður, má gera ráð fyrir að ástandið í bókasafns- og upplýsinga- málum hafi verið mun betra fyrr á öldum, en farið versnandi mestan hluta þessarar aldar. Segja má með talsverðum rétti, að nú- tíma læknavísindi hafi að mestu orðið til á undanförnum 50 árum og framfarirnar hafa stöðugt orðið hraðari. Auðvitað má beita ýmsum aðferðum til að fylgjast með nýjung- um í sinni- sérgrein, og mætti þar nefna námsferðir til útlanda, setu á þingum, per- sónuleg sambönd, lestur fáeinna tímarita og bóka í sinni grein, o.fl.. Gallinn er sá, að viðhaldsmenntun verður aldrei nægjanlega virk nema hún sé þáttur í daglegu starfi og slíkt er erfitt án góðs bókasafns. Annað at- riði, sem er í rauninni miklu alvarlegra, er hinn uppeldislegi þáttur reglulegrar notkunar bókasafns og upplýsingaþjónustu. Vegna ástandsins í bókasafnsmálum, er mjög erfitt að temja stúdentum viðhald menntunar sinnar. Margt af því, sem læknanemar læra á fyrstu námsárum sínum, er þannig orðið úrelt þegar þeir útskrifast, án þess að þeir hafi hugmynd um það. Læknanemum á ís- landi er ekki kennt að fylgjast með í fræði- grein sinni, fæstir lesa nokkuð annað en kennslubækur og aðeins örfáir hafa tamið sér að heimsækja bókasöfn sjúkrahúsanna af og til. Hér á landi er hafinn undirbúningur að framhaldsmenntun lækna, en slík mennt- un gerir þörfina fyrir stórbættri bókasafns- aðstöðu enn meira knýjandi. Bókasöfn sjúkra- húsanna hafa óneitanlega batnað á undan- förnum árum og sjálfsagt mætti nýta þau betur en gert er til þessara hluta, en þarna kemur einnig til tilfinnanlegur skortur á mið- safni í læknavísindum. Undanfarin 10 ár hef- ur umræða um þetta mál aukist verulega, en framkvæmdir hafa engar orðið ennþá. Lækn- ar og bókaverðir sjúkrahúsbókasafnanna virðast sammála um nauðsyn miðsafns í læknisfræði. Um hlutverk slíks miðsafns og frekari rök fyrir nauðsyn þess vísast til ágætrar greinar eftir Kristínu Pétursdóttur, bókasafnsfræðing, sem birtist í Læknablað- inu 1971. Miðsöfn í læknavísindum cru löngu orðin að veruleika við flesta háskóla í nágranna- löndunum, en í þessum málum, eins og svo mörgum öðrum, erum við Islendingar eftir- bátar annarra þjóða. Öll umræða um þetta mál á undanförnum árum ber með sér brýna og vaxandi þörf fyrir skjótar úrbætur, en helstu niðurstöður hennar eru þessar: 1. Eins fljótt og auðið er þarf að setja á stofn miðsafn í læknisfræði og skyldum grein- um. 2. Slíkt miðsafn kemur til með að stórbæta alla aðstöðu til menntunar heilbrigðis- stétta, svo og framhaldsmenntunar, við- haldsmenntunar og vísindaiðkana. 3. Safnið þarf að vera staðsett „miðsvæð- is“, þ.e. í nágrenni Landsspítalans og Há- skólans. Nú vill svo til að verið er að reisa fyrsta áfanga bygginga læknadeildar sunnan við Landsspítalann. Þessi bygging verður meira að segja töluvert stærri en upphaflega var ráðgert, og þessu húsnæði er ekki farið að ráðstafa enn. Blasir ekki þarna við gullið tækifæri til lausnar þessu máli? Ekki verður séð, að nokkur önnur stofnun hafi meiri þörf fyrir þetta húsnæði, og auk þess færi undir safnið einungis lítið brot af þeim fermetra- fjölda, sem um er að ræða. Að sjálfsögðu dylst engum, að til að koma á stofn miðsafni í læknisfræði, þarf meira en húsnæði, en á einhverju verður að byrja og málið þolir ekki öllu lengri bið. Magnús Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.