Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 247 sjáöldur, uppköst, iþvagteppu, þurrk í rnunni og roða í andliti. Stærri skammtar valda alvarlegri eitrunareinkennum, svo sem óráði, rugli, krömpum, meðvitundar- leysi, lækkun eða hækkun á blóðþrýstingi og líkamshita, alls kyns hjartsláttartrufl- unum, öndunarbilun og dauða. Nær öll þessi einkenni, nema hjartsláttartruflan- irnar stafa af andkólínergri verkan þess- ara lyfja.K Boð berast frá taug til enda- stöðva í öðrum líffærum fyrir tilstuðlan acetýlkólíns.7 Eðlilegur flutningur tauga- boða er háður því, að acetýlkólínmagnið á staðnum sé hæfilegt. Efnahvatinn kólín- esterasi kernur í veg fyrir, að of mikið hlaðist upp af acetýlkólini með þvi að stuðla að niðurbroti þess í ediksýru og kólín. Tricyclisk geðdeyfðarlyf, sem og önnur lyf með andkólínerg áhrif grípa inn í ríkjandi jafnvægi með samkeppni og fjandskap við acetýlkólín, með þeim afleið- ingum, að fram koma einkenni eins og lýst er hér að framan. Sporna má við and- kólínergum áhrifum með því að auka framboð á acetýlkólini. Slíkt er unnt að gera með hjálp efna, sem hindra að kólín- esterasi brjóti niður acetýlkólin. Þekktast- ir þessara kólínesterasablokkara eru fýsó- stigmín, neostigmín og pýridóstigmín. Fý-sóstigmín er hið eina af þessum efnum, sem getur komizt úr blóðrás yfir í mið- taugakerfið. Fýsóstigmín hefur því verið notað með góðum árangri gegn eituráhrif- um tricycliskra geðdeyfðarlyfja á mið- og úttauíakerfi, svo og eituiáhrifum annarra andkólínergra lyfja.:i 4 14 1(i 1K Ennfremur hefur fýsóstigmíni verið beitt gegn diaze- pameitrun hjá barni með góðun árangri/’ Eituráhrif tricycliskra geðdeyfðarlyfja á hjarta eru ekki að fullu skýrð og ýmsar kenningar á lofti.1K Lýst hefur verið margs kyns hjartsláttaróreglu hjá þessum sjúk- lingum. Sýnt hefur verið fram á, að fýsó- stigmín hefur einnig góð áhrif á þessi eitr- unareinkenni. Rumack14 hefur sett fram eftirfarandi leiðbeiningar um notkun fýsóstigmins við andkólínerga eitrun: Börn: Gefa skal 0,5 mg. fýsóstigmin hægt í æð. Gefa má sama skammt á 5 mín- útna fresti, þar til eitrunareinkenni hverfa, kólínerg einkenni kom fram eða gefin hafa verið samtals 2 mg. Geri alvarleg eitrunar- einkenni vart við sig að nýju má gefa minnsta effektiva skammt á 30—60 mín- útna fresti. Fullorðnir: Gefa skal 2 mg. hægt í æð. Síðan má gefa 1—4 mg. í æð á 20 min. fresti, ef alvarleg eitrunaráhrif koma fram á nýjan leik. Áhrif fýsóstigmíns standa skamma stund. Stundum er nauðsynlegt að gefa lyfið í endurteknum skömmtum til að ná árangri. Sem dæmi þess má nefna, að 2V2 ára gam- alt barn með viðvarandi eitrunareinkenni fékk 26 skammta af fýsóstigmíni á 13 klukkustundum.r; Lögð er áherzla á að gefa fýsóstigmín hægt í æð. Ekki er ráðlegt að gefa hvern skammt á skemmri tíma en 2 mínútum. Sé lyfið gefið of hratt, er viss hætta á að framkalla krampakast hjá sjúklingi.1- Sé gefið of mikið af fýsóstigmini, geta komið fram kólínerg eituráhrif, t.d. aukin fram- leiðsla munnvatns, uppköst og missir þvags og saurs. Þessi einkenni er unnt að yfirvinna með því að gefa sjúklingi atrópín. Skammturinn af atrópini er 50% af gefnu fýsóstigmíni. Fýsóstigmín er ekki skrásett lyf hérlend- is, en Lyfjaverzlun ríkisins hefur tekið að sér að útvega það undir nafninu Antilirium sér að útvega það. Sérheiti þess er Anti- lirium 1 mg./ml. LOKAORÐ Reynslan hefur sýnt, að orsakir eitrun- artilfella hjá börnum, eru fyrst og fremst. vangá og vanþekking þeirra fullorðnu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á þessu sviði eru afar áhrifarikar. Fullnægjandi geymsla og varðveizla lyfja og eiturefna á heimilum, er að sjálfsögðu mjög mikilvægt atriði, sem gefa þarf gaum. Ef nauðsynlegt þykir að ávísa lyfjum eins og tricycliskum geð- deyfðarlyfjum, er ekki síður mikilvægt, að sjúklingar geri sér grein fyrir hversu hættuleg þessi lyf geta verið. Það er að sjálfsögðu í verkahring læknisins, að benda á þessa hættu, þegar hann ávísar þessum lyfjum. Tricyclisk geðdeyfðarlyf, aðallega imí- pramín, hafa um nokkurt skeið verið not- uð með allgóðum, en þó oftast mjög tíma- bundnurn árangri við undirmigu hjá börn- um. Ýmsir hafa látið í ljósi þá skoðun, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.