Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
247
sjáöldur, uppköst, iþvagteppu, þurrk í
rnunni og roða í andliti. Stærri skammtar
valda alvarlegri eitrunareinkennum, svo
sem óráði, rugli, krömpum, meðvitundar-
leysi, lækkun eða hækkun á blóðþrýstingi
og líkamshita, alls kyns hjartsláttartrufl-
unum, öndunarbilun og dauða. Nær öll
þessi einkenni, nema hjartsláttartruflan-
irnar stafa af andkólínergri verkan þess-
ara lyfja.K Boð berast frá taug til enda-
stöðva í öðrum líffærum fyrir tilstuðlan
acetýlkólíns.7 Eðlilegur flutningur tauga-
boða er háður því, að acetýlkólínmagnið á
staðnum sé hæfilegt. Efnahvatinn kólín-
esterasi kernur í veg fyrir, að of mikið
hlaðist upp af acetýlkólini með þvi að
stuðla að niðurbroti þess í ediksýru og
kólín. Tricyclisk geðdeyfðarlyf, sem og
önnur lyf með andkólínerg áhrif grípa inn
í ríkjandi jafnvægi með samkeppni og
fjandskap við acetýlkólín, með þeim afleið-
ingum, að fram koma einkenni eins og
lýst er hér að framan. Sporna má við and-
kólínergum áhrifum með því að auka
framboð á acetýlkólini. Slíkt er unnt að
gera með hjálp efna, sem hindra að kólín-
esterasi brjóti niður acetýlkólin. Þekktast-
ir þessara kólínesterasablokkara eru fýsó-
stigmín, neostigmín og pýridóstigmín.
Fý-sóstigmín er hið eina af þessum efnum,
sem getur komizt úr blóðrás yfir í mið-
taugakerfið. Fýsóstigmín hefur því verið
notað með góðum árangri gegn eituráhrif-
um tricycliskra geðdeyfðarlyfja á mið- og
úttauíakerfi, svo og eituiáhrifum annarra
andkólínergra lyfja.:i 4 14 1(i 1K Ennfremur
hefur fýsóstigmíni verið beitt gegn diaze-
pameitrun hjá barni með góðun árangri/’
Eituráhrif tricycliskra geðdeyfðarlyfja á
hjarta eru ekki að fullu skýrð og ýmsar
kenningar á lofti.1K Lýst hefur verið margs
kyns hjartsláttaróreglu hjá þessum sjúk-
lingum. Sýnt hefur verið fram á, að fýsó-
stigmín hefur einnig góð áhrif á þessi eitr-
unareinkenni.
Rumack14 hefur sett fram eftirfarandi
leiðbeiningar um notkun fýsóstigmins við
andkólínerga eitrun:
Börn: Gefa skal 0,5 mg. fýsóstigmin
hægt í æð. Gefa má sama skammt á 5 mín-
útna fresti, þar til eitrunareinkenni hverfa,
kólínerg einkenni kom fram eða gefin hafa
verið samtals 2 mg. Geri alvarleg eitrunar-
einkenni vart við sig að nýju má gefa
minnsta effektiva skammt á 30—60 mín-
útna fresti.
Fullorðnir: Gefa skal 2 mg. hægt í æð.
Síðan má gefa 1—4 mg. í æð á 20 min.
fresti, ef alvarleg eitrunaráhrif koma
fram á nýjan leik.
Áhrif fýsóstigmíns standa skamma stund.
Stundum er nauðsynlegt að gefa lyfið í
endurteknum skömmtum til að ná árangri.
Sem dæmi þess má nefna, að 2V2 ára gam-
alt barn með viðvarandi eitrunareinkenni
fékk 26 skammta af fýsóstigmíni á 13
klukkustundum.r;
Lögð er áherzla á að gefa fýsóstigmín
hægt í æð. Ekki er ráðlegt að gefa hvern
skammt á skemmri tíma en 2 mínútum.
Sé lyfið gefið of hratt, er viss hætta á að
framkalla krampakast hjá sjúklingi.1- Sé
gefið of mikið af fýsóstigmini, geta komið
fram kólínerg eituráhrif, t.d. aukin fram-
leiðsla munnvatns, uppköst og missir
þvags og saurs. Þessi einkenni er unnt að
yfirvinna með því að gefa sjúklingi atrópín.
Skammturinn af atrópini er 50% af gefnu
fýsóstigmíni.
Fýsóstigmín er ekki skrásett lyf hérlend-
is, en Lyfjaverzlun ríkisins hefur tekið að
sér að útvega það undir nafninu Antilirium
sér að útvega það. Sérheiti þess er Anti-
lirium 1 mg./ml.
LOKAORÐ
Reynslan hefur sýnt, að orsakir eitrun-
artilfella hjá börnum, eru fyrst og fremst.
vangá og vanþekking þeirra fullorðnu.
Fyrirbyggjandi aðgerðir á þessu sviði eru
afar áhrifarikar. Fullnægjandi geymsla og
varðveizla lyfja og eiturefna á heimilum,
er að sjálfsögðu mjög mikilvægt atriði, sem
gefa þarf gaum. Ef nauðsynlegt þykir að
ávísa lyfjum eins og tricycliskum geð-
deyfðarlyfjum, er ekki síður mikilvægt, að
sjúklingar geri sér grein fyrir hversu
hættuleg þessi lyf geta verið. Það er að
sjálfsögðu í verkahring læknisins, að benda
á þessa hættu, þegar hann ávísar þessum
lyfjum.
Tricyclisk geðdeyfðarlyf, aðallega imí-
pramín, hafa um nokkurt skeið verið not-
uð með allgóðum, en þó oftast mjög tíma-
bundnurn árangri við undirmigu hjá börn-
um. Ýmsir hafa látið í ljósi þá skoðun, að