Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 257 TABLE 3. MEDIASTINUM Operation No. of operations Pathology Postop. compl. Surg. mort. Removal of tumor from anterior mediastinum 1 Dermoid cyst 0 0 Partial removal of tumor from ant. mediastinum 1 Hodgkins disease 0 0 Thymectomy 1 Myasth, gravis, Hyperplasia t'hymi 0 0 Total 3 0 0 44 ára gamalli konu með vöðvaslenufár (myas- thenia gravis). Einkenni byrjuðu um 2 árum áður, en höfðu versnað sérlega mikið síðasta árið, og hafði hún dvalist mikið á spítölum, einkum á taugadeild Landspítalans. Lyfjameðferð gekk ekki vel og mánuði fyrir uppskurð hafði sjúklingurinn verið lagður inn i skyndi á gjörgæsiudeild vegna andnauðar, en útskrifaðist þó aftur að nokkrum dögum liðn- um eftir að lyfjaskömmtum hafði verið breytt. Eftir uppskurðinn var hún í öndunarvél í 2 daga. Hún var aftur sett á lyfjameðferö eftir uppskurð, en útskrifaðist tæpum mánuði síðar á talsvert minni lyfjaskömmtum en fyrr og við allgóða líðan, fór fyrst í skamman tíma á Víf- ilsstaði en síðan heim. Eftir heimkomuna varð ijóst að um umtals- verðan bata var að ræða, sem hefur haldist í rúm 3% ár, sem liðin eru frá uppskurði. Hún er þó stöðugt á lyfjameðíerð. Hóstarkirtillinn vó 25 grömm í fersku á- standi og var enginn grunur um æxli. Við smásjárskoðun sást greinilega ofþroskun (ir/þerplasia) í kirtlinum með mörgum mjög virkum vaxtarstöðvum (germinal centers). Sjá mynd 3. Ofþroskun kirtilsins finnst hjá 50—80% þess- ara sjúklinga.io Perlo^ et. al. gerðu mjög viða- mikla athugun á 1355 sjúklingum með vöðva- slenufár, sem á iöngu árabili höfðu verið lagðir inn á sérdeildir við Massachusetts General Hospital í Boston og Mount Sinai Hospital i New York. Á þessum stöðum hefur hóstarkirt- ilsbrottnámi verið beitt í völdum tilfellum síð- an 1941. Árangur af uppskurði er bestur hjá konum undir 40 ára aldri með almennt vöðva- slenufár á háu stigi, sem hafa haft sjúkdóminn stutt og hafa einungis ofþroskun á kirtlinum en ekki æxli. Við samanburð á 156 konum, sem skornar voru, og 478 konum, sem ekki voru skornar, kom í ljós að uppskurðarsjúklingun- um vegnaði mikiu betur, einkenni hurfu frem- ur, þær lifðu lengur og dauðsföll voru færri, eða 9% hjá uppskurðarsjúkiingunum á móti 22% í samanburðarhópnum. Dánartiðni eftir uppskurð hefur þó verið frá 9% og upp í 18%- í allmörgum uppgjörum, einkum vegna veikl- aðrar öndunar og afleiðinga hennar.io 2. ÆÐAUPPSKURÐIB í BRJÓSTHOLI I þessum flokki eru aðeins 5 uppskurðir (tafla 4). Þrír piltar á aldrinum 10 til 17 ára voru skornir upp við meðfæddum ósæðarþrengslum (coarctatio aortae). I öllum tilfellum voru þrengslin tekin og ósæðin tengd saman aftur enda í enda. Þeir útskrifuðust allir án áfalla og við góða líðan á 14. degi eftir uppskurð. Átján ára stúlka var með meðfædd þi’engsli í fyrsta hluta vinstri viðbeinsslagæðar með blóðstuldi úr hryggslagæð (subclavian steai syndrome). Gerð var könnunaraðgerð gegnum vinstra brjósthol. Þar sem mjög erfitt virtist að laga þrengslin var hryggslagæðin (a. verte- bralis) undirbundin. Einkennin, sem fyrst og fremst voru yfirliðaköst, hurfu við aðgerðina. Tvítugur piltur lenti með hægri handlegg i spili og reif stofnæðina (a. innominata) frá ósæðarboganum og hlaut auk þess fleiri meiðsli. Þegar til uppskurðar kom hékk æðin þó saman á bandvef (adventitia). Sett var inn gerviæð úr dacron í stað skemmdu æðarinnar, en bráðabirgðaæð (shunt) notuð til að við- halda blóðrás til höfuðs á meðan. Þótt sjúk- iingurinn hefði lungnabólgu fyrstu dagana, heilsaðist honum vel eftir uppskurð, þar til á 11. degi að hann fékk slæman verk fyrir brjóst- ið, og þar sem grunur lék á að eitthvað veru- legt hefði farið úrskeiðis (aortic dissection?) var sjúklingurinn fluttur í skyndi á sjúkrahús í London. Verkurinn hvarf þó fljótt og kom sjúklingurinn heim aftur án þess að meira væri fyrir hann gert, og hefur síðan vegnað vel, en nú eru liðin 4 ár frá aðgerð. Aldrei fékkst skýring á þessum verk. Öllum þessum sjúklingum hefur verið nánar lýst annars staðar,! 1 7 og því er ekki ástæða til að fjölyrða meira um þá hér. Þeir eru allir á lífi við góða heilsu 3 til 6 árum eftir upp- skurð. 3. ÆÐAUPPSKURÐIR Á æðum utan brjósthols voru gerðir 82 upp- skurðir og verður þeim brugðið upp hér í töflum en einnig ræddir í sem allra stystu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.