Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
257
TABLE 3.
MEDIASTINUM
Operation No. of operations Pathology Postop. compl. Surg. mort.
Removal of tumor from anterior mediastinum 1 Dermoid cyst 0 0
Partial removal of tumor from ant. mediastinum 1 Hodgkins disease 0 0
Thymectomy 1 Myasth, gravis, Hyperplasia t'hymi 0 0
Total 3 0 0
44 ára gamalli konu með vöðvaslenufár (myas-
thenia gravis). Einkenni byrjuðu um 2 árum
áður, en höfðu versnað sérlega mikið síðasta
árið, og hafði hún dvalist mikið á spítölum,
einkum á taugadeild Landspítalans.
Lyfjameðferð gekk ekki vel og mánuði fyrir
uppskurð hafði sjúklingurinn verið lagður inn
i skyndi á gjörgæsiudeild vegna andnauðar, en
útskrifaðist þó aftur að nokkrum dögum liðn-
um eftir að lyfjaskömmtum hafði verið breytt.
Eftir uppskurðinn var hún í öndunarvél í 2
daga. Hún var aftur sett á lyfjameðferö eftir
uppskurð, en útskrifaðist tæpum mánuði síðar
á talsvert minni lyfjaskömmtum en fyrr og við
allgóða líðan, fór fyrst í skamman tíma á Víf-
ilsstaði en síðan heim.
Eftir heimkomuna varð ijóst að um umtals-
verðan bata var að ræða, sem hefur haldist í
rúm 3% ár, sem liðin eru frá uppskurði. Hún
er þó stöðugt á lyfjameðíerð.
Hóstarkirtillinn vó 25 grömm í fersku á-
standi og var enginn grunur um æxli. Við
smásjárskoðun sást greinilega ofþroskun
(ir/þerplasia) í kirtlinum með mörgum mjög
virkum vaxtarstöðvum (germinal centers). Sjá
mynd 3.
Ofþroskun kirtilsins finnst hjá 50—80% þess-
ara sjúklinga.io Perlo^ et. al. gerðu mjög viða-
mikla athugun á 1355 sjúklingum með vöðva-
slenufár, sem á iöngu árabili höfðu verið lagðir
inn á sérdeildir við Massachusetts General
Hospital í Boston og Mount Sinai Hospital i
New York. Á þessum stöðum hefur hóstarkirt-
ilsbrottnámi verið beitt í völdum tilfellum síð-
an 1941. Árangur af uppskurði er bestur hjá
konum undir 40 ára aldri með almennt vöðva-
slenufár á háu stigi, sem hafa haft sjúkdóminn
stutt og hafa einungis ofþroskun á kirtlinum
en ekki æxli. Við samanburð á 156 konum, sem
skornar voru, og 478 konum, sem ekki voru
skornar, kom í ljós að uppskurðarsjúklingun-
um vegnaði mikiu betur, einkenni hurfu frem-
ur, þær lifðu lengur og dauðsföll voru færri,
eða 9% hjá uppskurðarsjúkiingunum á móti
22% í samanburðarhópnum. Dánartiðni eftir
uppskurð hefur þó verið frá 9% og upp í 18%-
í allmörgum uppgjörum, einkum vegna veikl-
aðrar öndunar og afleiðinga hennar.io
2. ÆÐAUPPSKURÐIB í BRJÓSTHOLI
I þessum flokki eru aðeins 5 uppskurðir
(tafla 4).
Þrír piltar á aldrinum 10 til 17 ára voru
skornir upp við meðfæddum ósæðarþrengslum
(coarctatio aortae). I öllum tilfellum voru
þrengslin tekin og ósæðin tengd saman aftur
enda í enda. Þeir útskrifuðust allir án áfalla
og við góða líðan á 14. degi eftir uppskurð.
Átján ára stúlka var með meðfædd þi’engsli
í fyrsta hluta vinstri viðbeinsslagæðar með
blóðstuldi úr hryggslagæð (subclavian steai
syndrome). Gerð var könnunaraðgerð gegnum
vinstra brjósthol. Þar sem mjög erfitt virtist
að laga þrengslin var hryggslagæðin (a. verte-
bralis) undirbundin. Einkennin, sem fyrst og
fremst voru yfirliðaköst, hurfu við aðgerðina.
Tvítugur piltur lenti með hægri handlegg i
spili og reif stofnæðina (a. innominata) frá
ósæðarboganum og hlaut auk þess fleiri
meiðsli. Þegar til uppskurðar kom hékk æðin
þó saman á bandvef (adventitia). Sett var inn
gerviæð úr dacron í stað skemmdu æðarinnar,
en bráðabirgðaæð (shunt) notuð til að við-
halda blóðrás til höfuðs á meðan. Þótt sjúk-
iingurinn hefði lungnabólgu fyrstu dagana,
heilsaðist honum vel eftir uppskurð, þar til á
11. degi að hann fékk slæman verk fyrir brjóst-
ið, og þar sem grunur lék á að eitthvað veru-
legt hefði farið úrskeiðis (aortic dissection?)
var sjúklingurinn fluttur í skyndi á sjúkrahús
í London. Verkurinn hvarf þó fljótt og kom
sjúklingurinn heim aftur án þess að meira
væri fyrir hann gert, og hefur síðan vegnað
vel, en nú eru liðin 4 ár frá aðgerð. Aldrei
fékkst skýring á þessum verk.
Öllum þessum sjúklingum hefur verið nánar
lýst annars staðar,! 1 7 og því er ekki ástæða
til að fjölyrða meira um þá hér. Þeir eru allir
á lífi við góða heilsu 3 til 6 árum eftir upp-
skurð.
3. ÆÐAUPPSKURÐIR
Á æðum utan brjósthols voru gerðir 82 upp-
skurðir og verður þeim brugðið upp hér í
töflum en einnig ræddir í sem allra stystu
máli.