Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 8
240
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA2
stofnun/ Börn undir Börn á
vistunarst. skólaaldri skólaaldri samt.
G.B.H. 4 4 8
K.H. 3 3
Dagheimili 3 4 7
Heima 1 1
Samanlagt 8 11 19
barnaheimilum fyrir börn með sérþarfir,
á venjulegum dagheimilum og daggæslu á
einkaheimilum 7 börn.
FJÖLSKYLDUSTÆRÐ
Þegar litið er á fjölskyldur barna í at-
hugunarhópnum kemur í ljós, að foreldr-
ar barnanna skiptast þannig, að 17 eru
hjón í sambúð og 2 einstæð foreldri.
TAFLA3
Skipting barna milli fjölskyldna
Börn í fjölskyldu Fjölskyldur Börn alls
4+ 9 37
3 4 12
2 4 8
1 2 2
Samtals 19 59
í athugun á fæðingarröð barnanna í at-
hugunarhópnum kom í ljós, að fyrsta og
eina eru fjögur og sem annað eða þriðja
barn eru tíu og síðasta barn eru fimm.
I athugunarhópnum er ekkert tvíbura-
barn og engin systkini. Engin nákominn
skyldleiki var milli foreldra barnanna í
athuguniarhópnum. Menntunarstaða eða
starfsval foreldra barnanna sýndu enga
augljósa sérstöðu og með því að athuga
menntun og störf hjá feðrum barnanna
kom í ljós, að með háskólamenntuni eru 3,
framhalds- og iðnskólamenntun 8, styttra
skólanám og ekki sérmenntun 8. Starfsval
feðranna er í samræmi við nám og mennt-
un.
GREINDARFARSÁSTAND
Þessi börn búa oftast við verulega skerta
greind, enda talið að sjúkleikinn hamli þró-
un greindar.5
Af töflu 4 sést að nær helmingur þess-
ara barna í athugunarhópnum eru alvar-
lega greindarskert og hin flest verulega
lággreind. Það má taka sérstaklega fram
um þessa skiptingu að hún er oft þýðing-
armikil þegar meta á batahorfur, sem eru
oftast nátengdar og fylgjast að með betri
eða hærri greindai vísitölu, þannig að börn-
in í athugunarhópnum eru á mismunandi
vegi stödd til að ná auknum þroska og
bæta úr félagslegri einangrun. í erlendum
athugunum* 1'1317 reynist helmingur til %
falla í hópinn, sem eru óprófhæf, eða und-
ir grv. 50, en þar sem í erlendum athugun-
um miðast ýmist við önnur sálfræðipróf
eða greindarvísitölumark er mjög erfitt
um nákvæman tölulegan samanburð.
EINKENNI UM HEILASKEMMD
í þessari athugun var gerð sérstök skoð-
un á þeim aðdraganda og einkennum, sem
bent gætu á einhvern hátt til þess að lík-
indi séu á því að barnið hafi heilaskemmd.
Allar mæðurnar höfðu fullan meðgöngu-
tíma, eða styst 37% vika og lengst 41 vika.
Ein kona sýktist af rauðum hundum á 2.
mánuði meðgöngu og önnur kona hafði
blæðingar á 2. og 3. mánuði og var rúm-
liggjandi. Fæðingar voru taldar eðlilegar,
nema ein fæðingin gekk fremur seint og 1
kona gekkst undir „elektivan" keisara-
skurð. Ekki var talið neitt athugavert við
nýburatímabil, nema í einu tilviki, að blóð-
skipti voru framkvæmd vegna rhesus-ó-
samræmis.
Til þess að gera nánari grein fyrir líkum
á heilaskemmd, styðst ég við uppsetningu,
sem notuð hefur verið hjá öðrum athug-
endum.13 0
Sterkar Iíkur 2.
1 Flogaveiki frá bernsku, flogaveikisein-
kenni á heilariti.
1 Flogaveiki nok'kru eftir byrjun geðveik-
iseinkenna, mjög hægt og óreglulegt
heilarit.
Verulegar líkur 4.
1 Grunur um heilarýrnun v. megin (rtg./
heilablásning) staðbundin einkenni á
heilariti.