Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐiÐ 251 ígræðslu mýra, sem undirbúin var með vefjaflokkun hérlendis. SJÚKDÓMSSAGA Nýraþeginn var 41 árs karlmaður. Árið 1952 hrundi á hann steinveggur og hlaut hann m.a. við það brot á mjaðmargrind, er reif göt á þvagblöðru og skaddaði þvagrás. Leiddi þetta til þvagrásarþrengsla, þvag- sýkinga og þvagsteina. Þrátt fyrir síendur- tekna þvagrásarvíkkun og brottnám steina jókst nýrnaskemmd, einkum vinstra meg- in. Loks varð að fjarlægja v.instra nýra 1955. Vefjarannsókn sýndi pyelonephritis chronica. Eftir 1957, en þá sýndi IVP krón- iskar sýkingarbreytingar í hægra nýra, var lítt fylgst með starfsemi nýrans, enda var sjúkling'ur jafnan einkennalaus. Við skoðun í Hjartavernd 1974 mældist crea- tinin í blóði 4.2 mg/100 ml. Sumarið 1976 fann sjúklingur svo fyrir vaxandi slapp- leika og 24. ágúst 1976 var hanm lagður inn á lyflækningadeild Landspítalans. Rannsókr.ir við komu sýndu m.a.: Blóð- urea 325 mg/100 ml., ser. creatinin 18 mg/ 100 ml. Hemoglobin 7.7 g/100 ml. Yfirlits- mynd af þvagfærum: Hægra nýra mældist 14 x 6.8 cm. Engir steinar. Blóðþrýstingur 220/120. Nýrnabilun var þannig nær alger og reyndist ekki unnt að fleyta sjúklingi leng- ur með íhaldsaðgerðum. Var lögð slöngu- tenging (Buselmeier shunt) í hægri hand- legg og blóðsíun hafin 2. september 1976. Var sjúklingur síðan í síun tvisvar í viku, 7 tíma í senn og gekk vel. Fljótlega eftir að blóðsíun hófst var tek- ið að ræða möguleika á ígræðslu nýra frá einhverju af 8 systkinum sjúklings. Vildu þau öll gefa bróðurnum nýra. Þótt systkin- i: væru búsett á víð og dreif var ákveðið að vefjagreinia þau öll og kanna samræmi. Fór greiningin fram 21. sept. til 6. okt. ’76 í Blóðbankanum. Eitt systkini, sem búsett var í Svíþjóð, var þó rannsakað þar. Auk HLA-mótefnavaka á A og B seti var greint properdin B (Bf), sem er komplement- þáttur, en nátengt HLA-kerfinu. Fæst gott mat á erfðagerð vefjaflokka með því að beita þessum greiningum samtímis. Niðurstöður flokkunar sjást á töflu 1. Tölur í svigum sýna veikar svaranir. Af töflunni má ráða, að nýraþegi hafi vefjagerð A2; B?; BfS/Aa; B7; Bfs þ.e. báðir litningar að líkindum eins. Slíkt þýð- ir að foreldrar hafi haft annan litninginn eins hvað þessa þætti áhrærir, en slíkt er raunar býsna sjaldgæft. Þá reyndist blóð- flokkur nýraþega vera 0 Rh. neg. Af systkinum reyndust F, G og H hafa sömu gerð og nýraþeginn. Varð nú að sam- komulagi systkinanna, að bróðirinn F skyldi rannsakaður nánar og valinn nýra- gjafi ef niðurstöður mæltu ekki gegn því. Blóðsýni úr nýraþega og væntanlegum gjafa voru send á vefjagreiningarstofnun- ina á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og var hin íslenska vefjagreining þar staðfest auk þess sem gert var MLC próf. Niður- staða var sú, að samræmi væri eins og best yrði á kosið (A-match). Blóðflokkur F var 0 Rh. pos. TAFLA 1. Vefjaflokkun nýraþega og systkina hans. Kyn Aldur A HLA B Bf Nýraþegi ka 41 2 7(8)(22) SS Systkini A ko 46 2 7, 12 SS — B ka 52 2,9 12 FS — C ka 35 2,9 12 SS — D ka — 2 7, 12 SS — E ko 50 2,9 12 FS — F ka 34 2 7(8)(22) SS — G ko — 2 7(8)(22) SS — H' ko — 2 7 1 Flokkuð erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.