Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐiÐ
251
ígræðslu mýra, sem undirbúin var með
vefjaflokkun hérlendis.
SJÚKDÓMSSAGA
Nýraþeginn var 41 árs karlmaður. Árið
1952 hrundi á hann steinveggur og hlaut
hann m.a. við það brot á mjaðmargrind, er
reif göt á þvagblöðru og skaddaði þvagrás.
Leiddi þetta til þvagrásarþrengsla, þvag-
sýkinga og þvagsteina. Þrátt fyrir síendur-
tekna þvagrásarvíkkun og brottnám steina
jókst nýrnaskemmd, einkum vinstra meg-
in. Loks varð að fjarlægja v.instra nýra
1955. Vefjarannsókn sýndi pyelonephritis
chronica. Eftir 1957, en þá sýndi IVP krón-
iskar sýkingarbreytingar í hægra nýra,
var lítt fylgst með starfsemi nýrans, enda
var sjúkling'ur jafnan einkennalaus. Við
skoðun í Hjartavernd 1974 mældist crea-
tinin í blóði 4.2 mg/100 ml. Sumarið 1976
fann sjúklingur svo fyrir vaxandi slapp-
leika og 24. ágúst 1976 var hanm lagður
inn á lyflækningadeild Landspítalans.
Rannsókr.ir við komu sýndu m.a.: Blóð-
urea 325 mg/100 ml., ser. creatinin 18 mg/
100 ml. Hemoglobin 7.7 g/100 ml. Yfirlits-
mynd af þvagfærum: Hægra nýra mældist
14 x 6.8 cm. Engir steinar. Blóðþrýstingur
220/120.
Nýrnabilun var þannig nær alger og
reyndist ekki unnt að fleyta sjúklingi leng-
ur með íhaldsaðgerðum. Var lögð slöngu-
tenging (Buselmeier shunt) í hægri hand-
legg og blóðsíun hafin 2. september 1976.
Var sjúklingur síðan í síun tvisvar í viku,
7 tíma í senn og gekk vel.
Fljótlega eftir að blóðsíun hófst var tek-
ið að ræða möguleika á ígræðslu nýra frá
einhverju af 8 systkinum sjúklings. Vildu
þau öll gefa bróðurnum nýra. Þótt systkin-
i: væru búsett á víð og dreif var ákveðið
að vefjagreinia þau öll og kanna samræmi.
Fór greiningin fram 21. sept. til 6. okt. ’76
í Blóðbankanum. Eitt systkini, sem búsett
var í Svíþjóð, var þó rannsakað þar. Auk
HLA-mótefnavaka á A og B seti var greint
properdin B (Bf), sem er komplement-
þáttur, en nátengt HLA-kerfinu. Fæst gott
mat á erfðagerð vefjaflokka með því að
beita þessum greiningum samtímis.
Niðurstöður flokkunar sjást á töflu 1.
Tölur í svigum sýna veikar svaranir.
Af töflunni má ráða, að nýraþegi hafi
vefjagerð A2; B?; BfS/Aa; B7; Bfs þ.e.
báðir litningar að líkindum eins. Slíkt þýð-
ir að foreldrar hafi haft annan litninginn
eins hvað þessa þætti áhrærir, en slíkt er
raunar býsna sjaldgæft. Þá reyndist blóð-
flokkur nýraþega vera 0 Rh. neg.
Af systkinum reyndust F, G og H hafa
sömu gerð og nýraþeginn. Varð nú að sam-
komulagi systkinanna, að bróðirinn F
skyldi rannsakaður nánar og valinn nýra-
gjafi ef niðurstöður mæltu ekki gegn því.
Blóðsýni úr nýraþega og væntanlegum
gjafa voru send á vefjagreiningarstofnun-
ina á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og
var hin íslenska vefjagreining þar staðfest
auk þess sem gert var MLC próf. Niður-
staða var sú, að samræmi væri eins og
best yrði á kosið (A-match). Blóðflokkur
F var 0 Rh. pos.
TAFLA 1.
Vefjaflokkun nýraþega og systkina hans.
Kyn Aldur A HLA B Bf
Nýraþegi ka 41 2 7(8)(22) SS
Systkini A ko 46 2 7, 12 SS
— B ka 52 2,9 12 FS
— C ka 35 2,9 12 SS
— D ka — 2 7, 12 SS
— E ko 50 2,9 12 FS
— F ka 34 2 7(8)(22) SS
— G ko — 2 7(8)(22) SS
— H' ko — 2 7
1 Flokkuð erlendis.