Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 261 Ósæð og lendaslagæðar Á þessu svæði voru gerðir 23 uppskurðir á jafnmörgum sjúklingum, þar af 19 vegna æða- siggs (arteriosclerosis), 3 vegna slagæðargúls og 1 vegna æðafistils. (Sjá töflu 7). Hjá 8 sjúklingum á aidrinum 48 til 64 ára voru æðasigg og þrengsli að mestu takmörkuð við ósæðarklofið (aortoiliac disease). Sjö þeirra höfðu mjög slæma gönguverki (claudication), en 1 auk þcss verki i hvild (rest pain). Innanhreinsun á æðunum var gerð hjá 3 þessara sjúklinga, gerviæð sett frá ósæð i lendaslagæð öðrum megin hjá 2 og buxnalaga gerviæð frá ósæð niður í báðar iærslagæðar (a. femoralis communis) hjá 3. Engin dauðsföll eða áföll urðu hjá þessum sjúklingum. Allar gerviæðarnar hafa haldist opnar, en 1 Vj ár til rúmlega 5 ár eru liðin síðan þær voru settar i. Ellefu sjúklingar á aldrinum 52 til 68 ára höfðu mjög mikil þrengsli við ósæðarklofið, en einnig mikið æðasigg neðar í æðakerfinu, venjulegast lokun á grunnlægu lærslagæðinni (a. femoralis superficialis) öðrum eða báðum megin (aortoiliac and femoropopliteal disease). Sjö þessara sjúklinga höfðu gönguverki á háu stigi, en 3 höfðu hvíldarverki. Ellefti sjúkling- urinn, 52 ára gömul kona, með afarmikil þrengsli á báðum Iendaslagæðum, fékk full- komna stíflu (thrombosis) í hægri lendaslagæð við æðamyndatöku og var tekin beint i aðgerð mrð lífvana fót (pain, pallor, paralysis). 1 alla 11 sjúklingana var sett buxnalaga garviæð frá ósæð niður í lærslagæðar beggja vegna. Það urðu engin dauðsföll eftir aðgerð, cn 2 sjúkiinganna þurfti að skera upp aftur, 4 og 7 vikum eftir uppskurð, við garnastíflu r.f völdum samvaxtastrengja. Einn sjúklingur tii viðbótar fékk allslæma ígerð í skurðsár. Á IV- til rúmlega 4 árum, sem liðin eru frá aðgerð, hafa 2 skálmar stíflast og í öðru tilvik- inu leiddi það til þess, að sjúklingurinn missti fct fyrir neðan hné. Einn sjúklinganna dó úr biæðandi magasári 4 árum eftir aðgerð. Þrir karimenn á aldrinum 60 til 66 ára voru skornir upp við ósæðargúl (aortic aneurysm). Hjá 2 þcirra var gúllinn ekki farinn að gefa cinkenni og voru þeir skornir upp án áfalla. (Siá mynd 4). Þriðji sjúkiingurinn, 66 ára gamall maður, kom inn vegna sprungins ósæðargúls og var í losti við komu á spítalann. Þrátt fyrir miklar blóðgjafir tókst ekki að ná honum úr lostinu og var hann tekinn þannig á skurðstofu. Það TABLE 7. AORTA AND ILIAC ARTERIES No. of Postop. Surg. Operation operations Clinical status compl. mort. Endarterectomy of aorta and iliac Claudication 2 arteries for aortoiliac disease 3 Rest pain 1 0 0 Unilateral aortoiliac dacron bypass graft for aortoiliac disease 2 Claudication 2 0 0 Bilat. aortofemoral bifurcated dacron bypass graft for patients with mainly aortoiliac disease 3 Claudication 3 0 0 Bilat. aortofemoral Claudication 7 Intest. bifurcated dacron bypass Rest pain 3 obstr. 2 graft for combined Acute occlusion, Wound aortoiliac and pain, pallor and infect. 1 femoropopliteal disease 11 paralysis 1 0 Resection of abdominal Asymptomatic 2 aortic aneurysm 3 Ruptured 1 0 1 Reconstruction of large Minimal symptoms arteriovenous fistula in iliac regicwi 1 Classical signs 0 0 Total 23 3 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.