Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 5

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 5
LÆKNABLAÐIÐ 237 Guðmundur T. Magnússon ATHUGUN Á GEÐVEIKUM BÖRNUM Á ÍSLANDI BÖRN FÆDD 1964—1973 INNGANGUR Á síðustu 20-—30 árum hafa orðið miklai framfarir við rannsóknir og greiningu á börnum með geðveikiseinkenni og hefur nú geðveiki, sem byrjar á barnsaldri, hlot- ið fastan sess, sem sérstök sjúkdómsgrein- ing.7 20 Það má fyrst og fremst þakka brautryðjendastarfi Leo Kanner í Balti- more í Bandaríkjunum, sem markaði tíma- mót á þessu sviði geðlæknisfræðinnar. Ár- ið 1943 birti hann grein, sem hann nefndi „Autistic Disturbance of Affective Con- tact“. Þar gaf hann greinargóða lýsingu á einkennum og ástandi 11 barna, sem hann hafði séð 5 árum áður. Þessi börn höfðu sýnt mjög fjarrænt ástand (extreme aloof- ness) frá byrjun lífsskeiðs, eða fyrir tveggja ára aldur og síðar urðu einkennin viðameiri. Seinna var sjúkdómsflækjan nefnd Kanner’s syndrome (infantil autis- mus).18 GREINING I kjölfar brautryðjendastarfs Kanner’s hafa margar tilraunir verið gerðar til að flokka geðveiki barna (childhood psy- chosis)1'12 20 og hafa menn orðið samméla um, að uppeldis-, félagslegir og greindar- farslegir þættir og heilaskemmd séu sam- verkandi í sjúkdómsmyndinni. Eigi að síð- ur vantar mikið á að flokkunin sé byggð á orsökum.18 Ljóst er orðið að sjúkdómsmyndin er önnur þegar geðveikiseinkenna verður vart á fyrstu 2 aldursárunum heldur en þegar fyrstu einkenna gætir á aldrinum 3ja til 5 ára og ennþá frábrugðnari verður sjúkdómsmyndin, þegar veikindin byrja eftir að barnið er komið á skólaaldur. Skipting í hina þrjá tiltölulega vel að- greindu undirfhópa er þannig gerð:14 1. (Infantile autism). Sjálfhverfa Fram kemur ákveðin sjúkdómsmynd (syndrome), sem er til staðar frá fæðingu eða byrjar næstum undantekningarlaust á fyrstu 30 mánuðum ævinnar. Viðbrögð við heyrnar- og sjónáreiti (stimuli) eru ó- eðlileg og venjulega eru miklir erfiðleikar með að skilja mælt mál. Börnin verða seint talandi og málfar þeirra einkennist af berg- málstali (ekkolalia), umskiptingu á orðum, chæfni til að nota flókin og afbrigðileg heiti og einnig er málið ófullkomiö mál- fræðilega séð. Venjulega er veruleg skerð- ing bæði á tali og tjáningu máls í félags- legu tilliti. Vandamálin í félagslegum sam- skiptum eru mest fyrir 5 ára aldur. Stöðug endurtekning á ákveðnu hegðunarmynstri er venjulega til staðar og þessu geta fvlgt óeðlilegar hreyfingar, mótstaða gegn breyt- ingum, börnin dragast að skringilegum hlutum og það er einhæfni og endurtekn- ing í leikathöfnum. Hæfileikinn til tákn- rænnar hugsunar og til skapandi leikja er minnkaður. Greindin er allt frá alvarleg- um greindarskorti til meðalgreindar eða vel það. 2. (Disintegrative psychosis) Einkenni eða truflanir, sem eftir eðli- lega eða næstum eðlilega þróun fyrstu 3—4 árin, koma fram sem missir á félags- legum þroska og á máli, ásamt miklum truflunum á tilfinningalífi, hegðun og í samskiptum við aðra. Missir á máli (loss of speech) og óhæfni til félagslegra sam- skipta gerisl venjulega á nokkrum mánuð- um. Þessu fylgir mikill óróleiki, einhæfni og endurteknimg á athöfnum (stereotype). í flestum tilfellum er greindarskerðing, en það er ekki nauðsynlegur hluti truflunar- innar. Þetta ástand getur verið tengt sjúk- dómum í heila, svo sem heilabólgum, en einnig getur það komið fram án þess að vitað sé um vefrænan heilasjúkdóm eða heilaskemmd.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.