Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 7

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 275 Jóhann Ragnarsson, Marc A. Pohl, Raphael Valenzuela* GULLNEPHROPATHIA INNGANGUR Gullsambönd hafa verið notuð í meðferð iktsýki (arthritis rheumatoides) í meira en 50 ár.13 Aukaverkanir gullmeðferðar eru m.a. húðútbrot,:! 28 mergruni,20 og væg protein- uria í 3—10% tilfella.10 10 Nephrotiskt syn- drome kemur fyrir í ca. 0.2—2.6% til- fella.10 10 30 Nýrnahnykils (glomerular) skemmdin, sem oftast sést hjá sjúklingum, er fá nephrotiskt syndrome eftir gullmeð- ferð, er útfelling samfléttumótefna, vækis (antigens) með eða án komplíments í grunnhimnu nýrnahnykils, öðru nafni „immune complex“ nýrnahnykilsbólga (glomerulonephritis). Þessa bólgu er ekki hægt að greina vefjafræðilega frá idio- pathiskri grunnhimnubólgu nýrnahnykils (membraneous glomerulonephritis).31 30 Rafeindasmásjárskoðun sýnir rafeinda- þéttar útfellingar undir útþekju í grunn- himnu nýrnaskjóðu, og „immuno" smásjár- skoðun (immunofluorescence microscopy) fínkorna útfellingar mótefna (IgG, IgM) og komplíments.3136 40 Hjá um 70% sjúklinga með nephrotiskt syndrome eftir gullmeðferð ganga einkenni til baka, er gullmeðferð er hætt.38 Við leit í læknisfræðiritum höfum við ekki fundið grein, er staðfestir, að skemmdin í grunn- himnu nýrnahnykils gangi til baka um leið og kliniskur bati verður. Tilgangur þessar- ar greinar er að staðfesta, að grunnhimnu- skemmdin hverfi samtímis hinum klinisku einkennum. Sjúkratilfelli Sjúklingur er 28 ára kona með sex ára sögu um iktsýki með háum gigtarþætti. Meðferð var fólgin í Aspirini, sterum í lágum skömmt- * Frá Cleveland Clinic sjúkrahúsinu, Cleveland, Ohio. Barst ritstjórn 01/06/79. Samþykkt til birtingar 08/06/79. Sent í prentsmiðju 10/07/79. um, og gullmeðferð árið 1973. Proteinuria fannst ekki við eða eftir þá meðferð. Árið 1973 var háþrýstingur greindur og meðhöndlaður með hydrochlorthiazidi 50 mg. og alfa methyl- dopa 1500 mg. á dag. 1 júní 1975 versnaði iktsýkin og var gullmeð- ferð (Myochrysine) hafin í annað sinn. Voru 1050 mg. af gullsalti gefin í vöðva, vikulega milli júní 1975 og febrúar 1976. Þegar meðferð var hafin, var þvag neikvætt fyrir proteini, en 18. febrúar 1976 reyndist proteinuria (4+ ) vera til staðar. Sjúklingur tók eftir bjúg á fótum í janúar og febrúar 1976, en ekki verulegri þyngdaraukningu. Nítjánda febrúar 1976 var sjúklingur lagður inn á Cleveland Clinic sjúkra- húsið til rannsóknar vegna proteinuriu. Það var ekki fyrri saga um um sykursýki eða sigð- frumublóðleysi. SkoÖun Kroniskt veik 28 ára svört kona, þyngd 48 kg., blóðþrýstingur 140/100, púls reglulegur, 88/mín. Sjúklingur hafði útbreiddar breytingar iktsýki, aðallega í fingrum, úlnliðum, hnjám, ökklum og tám. Bjúgur var til staðar á fótum, en ekki i andliti. Lungu voru hrein við hlust- un og hjartaskoðun var eðlileg. Kviður var mjúkur, engar líffærastækkanir fundust, púlsar í útlimum eðlilegir. Taugakerfi eðlilegt. Rannsóknir Hemoglobin 11.2 gr.%, hematokrit 34.5, hvít blóðkorn 3900. Þvagskoðun: pH 5.0, eðlisþyngd 1020, protein 4+ (sulfosalicylic sýru aðferð). Skoðun á þvagbotnfalli: 10—15 rauð blóðkorn, 1—3 hvít blóðkorn, 1—3 hyalin cylindrar, en 0—3 ávalar fitukúlur, 1—3 fitucylindrar, og 1—3 granular cylindrar. Þvagræktun neikvæð. Protein rafgreining á þvagi ómarkverð. Þvag- söfnun fyrir proteinum sýndi 6.0 gr. og 5.4 gr. á sólarhring. S-kreatinin 0.6 mg.%, urea 12 mg.%, s- albumin 2.0 gr.%, kolesterol 245 mg., kalcium 8.0 mg.%, fosfór 3.4 mg.%. Fastandi blóðsykur 75 mg.%. Gigtarþáttur jákvæður i 1/1280 titer, anti DNA og LE frumur neikvæðar. Fibrinogen 610 mg. (200—400 mg.),C. 143 mg% (80— 250), C+ 34 (14—51). ASO titer 24 einingar. Sigðfrumupróf eðlileg. Röntgen hjarta og lungu eðlilegt. Urografia eðlileg. EKG eðlilegt. Inferior vena cavagram og nýrnavenogram beggja vegna eðlileg.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.