Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 17

Læknablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 281 Björg Rafnar RANNSÓKNIR Á ÁRANGRI RAUÐUHUNDA- BÓLUSETNINGAR í REYKJAVÍK 1977—1978 INNGANGUR Haustið 1976 var ákveðið að hefja bólu- setningu gegn rauðum hundum (rubella) í 12 ára bekkjum barnaskóla Reykjavíkur- borgar. Þar sem þetta er fyrsta árið, sem rauðu hunda bólusetning er framkvæmd hér á landi, var skipulögð rannsókn í sam- vinnu Borgarlæknisembættisins og Rann- sóknarstofu Háskólans í veirufræði v/ Eiríksgötu. Tilgangurinn var: 1. Að kanna tíðni ónæmis gegn rauðum hundum hjá þessum aldursflokki og at- huga samræmi þess við sjúkrasögu. 2. Að kanna mótefnasvörun 6 vikum og einu ári eftir bólusetningu. 3. Að athuga tíðni aukaverkana við bólu- setningu og hversu alvarlegar þær væru. 4. Að kanna endingu mótefna eftir bólu- setningu með endurteknum mælingum á þessum telpum eftir nokkur ár. Til þessarar rannsóknar var valinn hóp- ur 12 ára telpna, fæddra 1964. Er nú lokið mælingu sýna er tekin voru 6 vikum og einu ári eftir bólusetninguna. Hafin er samskonar rannsókn á 12 ára telpum fædd- um 1965. FRAMKVÆMD RANNSÓKNAR 1. Rannsóknarhópar Hemagglutinin-bindandi (H.I. mótefni, HI: hemagglutin-inhibition) mótefni voru mæld hjá 730 telpum 12 ára. Frá foreldr- um var fengin sjúkrasaga um rauðu hunda sýkingu. Af 730 telpum reyndust 346 já- kvæðar en 384 neikvæðar við mótefnamæl- ingu. Fengið var samþykki foreldra hinna neikvæðu til bólusetningar. Voru 367 telp- ur bólusettar. Við bólusetningu var beðið um, að annað hvort greinarhöfundur eða skólahjúkrunarkona yrði látin vita, ef vart yrði aukaverkana. Reyndi greinarhöfundur að skoða sem flestar telpur, ef vart varð aukaverkana. Skoðaðar voru 42. Við sýna- töku 6 vikum eftir bólusetningu voru telp- urnar spurðar um aukaverkanir og reynd- ust þá samtals 89 telpur hafa orðið varar við einhverjar aukaverkanir. Ári eftir bólu- setningu var síðan haft símasamband við þær telpur, sem höfðu haft liðeinkenni, eða foreldra þeirra, í leit að síðbúnum eða langvarandi liðeinkennum. 2. Umhverfi Samkvæmt upplýsingum frá Rannsókn- arstofu Háskólans í veirufræði greindist ekki sjúklingur með rauða hunda frá því í október 1975 þar til í júní 1978, að þetta er ritað. Öll sýni, sem send voru úr sjúk- lingum með sjúkdómsgreininguna rauðir hundar á þessu tímabili, reyndust neikvæð. Þar á meðal eru nokkrir sjúklingar, sem var álitið, að hefðu rauðu hunda sýkingu og á voru gerðar mótefnamælingar vegna tengsla þeirra við þátttakendur í þessari rannsókn. Reyndust þeir allir HI mótefna- lausir eftir sýkingu. Má því telja ísland algerlega rauðu hundalaust frá árslokum 1975 allan þann tíma, sem liðinn er af þess- ari rannsókn. Við erum því í þeirri ein- stöku aðstöðu að geta metið árangur bólu- setningarinnar án truflana frá náttúruleg- um sýkingum, sem geri niðurstöður mæl- i'nga óvissar. Þær niðurstöður, sem hér verður lýst eftir bólusetninguna, eru því hrein mótefnasvörun við bóluefni. 3. Sýnataka og meðferð sýna Blóðsýni voru tekin úr 730 telpum í upp- hafi rannsóknar. Síðan voru tekin blóðsýni sem næst 6 vikum og aftur einu ári eftir bólusetningu hinna neikvæðu. Fengust þannig tvö sýni eftir bólusetningu úr 349 telpum. Auk þess fékkst eitt sýni (eftir 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.