Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 18

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 18
282 LÆKNABLAÐIÐ vikur eða 1 ár) úr 17 telpum til viðbótar. Úr 2 bólusettum telpum fékkst ekkert sýni eftir bólusetningu. Öll sýni voru tekin í lofttæmd glös (vacutainers) með einnota nálum. Var sermi skilið frá blóðköggli (koagel) samdægurs við 3000 snún./mín., í 10 mín., sermi tekin ofan af með sæfðum áhöldum í sæfð glös og geymd við 25°C. 4. Mælingaraðferð Hl-mælingar voru gerðar að mestu sam- kvæmt leiðarvísi frá Flow-rannsóknarstof- unni í Skotlandi. Hefur þeim verið lýst áð- ur.1 í hvert sinn voru mæld sýni með þekkt magn mótefna. Taldist mótefnamagn :> 1/ 10 neikvæð svörun en titer g: 1/40 jákvæð svörun. Titer 1/20 taldist vafasöm svörun; hugsanlega væri um gömul, lág mótefni að ræða, en ekki í verndandi magni, eða hér væri um að ræða ósérhæfða svörun sermis. Skoðuðust þessar stúlkur neikvæðar m.t.t. bólusetningar. í uppgjöri eru þær flokkað- ar sér, sem höfðu í upphafi HI mótefni 1/20. Reyndust þær 12 talsins og kallast hópur B en telpur með titer 1/10 eða algerlega neikvæðar í upphafi hópur A. Voru þær 336, þar af 4 með mótefni 1/10 og 332 með < 1/10. 5. Bóluefni Notað var Almevax bóluefni frá Bor- roughs Welcome í Bretlandi, stofn Wistar RA 27/3, gefið undir húð (subcutant) í upphandlegg. Frá gerð og notkun þess bóluefnis er greint annars staðar (sjá fyrri grein). NIÐURSTÖÐUR 1. Samræmi sjúkrasögu og mótefna í sermi hjá 12 ára telpum fyrir bólusctningu í töflu 1 sést hlutfall jákvæðra, nei- kvæðra og þeirra með vafatiter 1/20. Eru þetta tölur svipaðar og niðurstöður frá Sviþjóð.0 9 Tafla II sýnir hvernig sjúkra- saga samræmdist mótefnamælingu. Meira samræmi er milli sýkingarsögu og mælinga hjá þeim neikvæðu en þeim jákvæðu. All- stór hópur telpna hefur að öllum líkindum verið rangt greindur í upphafi, sem sýktar af rauðum hundum, fremur en að þær hafi algjörlega misst mælanleg HI mótefni á þessum tíma. Það skal tekið fram, að hjá mörgum þessara stúlkna var um læknis- greiningu að ræða, en ekki leikmanna. Ef athugaður er hópur B kemur í Ijós, að ein telpa er talin hafa fengið rauða hunda. Af þeim 3, sem svara fyrirspurninni með ,,veit ekki“, hafði ein telpa fengið á fyrsta ári útbrotasýkingu, sem gat verið rauðir hund- ar, og ein var bólusett 1972 í Bandaríkjun- um. Ekki var vitað hvaða bóluefni var not- að. Þessar telpur höfðu hugsanlega gömul mótefni, en töldust ekki örugglega vernd- andi og voru því allar bólusettar. 2. Mótefni eftir bólusetningu Af 355 bólusettum telpum í hóp A feng- ust sýni úr 353 eftir bólusetninguna. Þar af fengust tvö sýni (eftir 6 vikur og 1 ár) úr 336 telpum. Úr 9 telpum fékkst aðeins sýni eftir 6 vikur og úr 8 telpum aðeins sýni eftir 1 ár. Af þessum 353 telpum reyndust aðeins 3 mótefnalausar eftir bólusetningu, þ.e. höfðu ekki svarað bólusetningunni. Svörun við bólusetningu (seroconvertio) var því 99.15%. Eftir 6 vikur reyndust 322 telpur af 344 mældum hafa verndandi mót- Tafla I Skiptíng 12 ára telpna eftir niSurstöÖum úr mótefnamœlingum. Taflan sýnir fjölda bólu- settra telpna og fjölda sýna sem tekin voru eftir bólusetningu. Fjöldi Bólu- sýnapara Fj öldi settar e. 6 vikur HI mótefni mældra telpna telpur og 1 ár Jákv.: > 1/40 346(47.5%) Neikv.: A < 1/10 372(50.9%) 355 336 B 1/20 12(1.6%) 12 12 Alls: 730 367 348 Tafla II Samræmi sjúkrasögu og mótefnamœlinga í sermi. Neikv. Vafi Jákvæð mótefni mótefni mótefni Sjúkrasaga ^1/10 (A) 1/20 (B) > 1/hO Hef fengið rauða hunda 43 1 156 Hef ekki fengið rauða hunda 275 8 116 Veit ekki 54 3* 74 Alls: 372 12 346 * Ein telpa bólusett 1972 í U.S.A. Ein telpa hefur ef til vill fengið rauða hunda 1 árs gömul.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.