Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Síða 21

Læknablaðið - 01.12.1979, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 285 notkun Almevax bóluefnis en annarra bólu- efna. Útbrot fengu 34 (9.3%), eitlastækk- anir 27 (7.4%) og hita eða hálsbólgu 18 (4.9%) Ekki var hafður samanburðarhópur ó- bólusettra telpna, en tíðni eitlastækkana, hita, hálsbólgu og útbrota er líklega ekki marktækt meira, en búast má við í þessum hópi á þeim árstíma, þegar bólusett var, (jan.—febr.). Útbrotin voru mjög væg, stóðu oftast ekki nema 1 dag eða 2. Hefði sennilega oft ekki verið eftir þeim tekið, ef ekki hefði verið vakin sérstök athygli á þeim. Sama er um hitann að segja. Stóð hann yfirleitt aðeins 1 til 2 daga. Eitla- stækkanir voru algengastar á hálsi, bak við eyru og við hnakkagróf (retroauriculert og occipitalt) en einstaka telpa hafði eitla- stækkanir víðar. Oftast voru eitlarnir ekki stærri en svo, að telpurnar tóku sjálfar ekki eftir þeim. Fundust þeir, þegar gáð var sérstaklega að þeim. Ekki voru telpurn- ar skoðaðar fyrir bólusetninguna, var því ekki vitað hver tíðni eitlastækkana var fyrir bólusetningu. Þó kvörtuðu a.m.k. 6 telpur aðeins um eitlastækkanir (eða „kúl- ur“). Hjá þeim var um verulega stækkun og dálítil eymsli að ræða. Engin kvartaði um skyntruflanir í þessum hóp. Liðverki fengu 12.8% og þrota eða bólgur fengu 3%. Sýnir tafla VII hvaða liðamót var um að ræða. Komu liðeinkenni í ljós síðast hjá þeim telpum, sem fengu fleiri en eitt ein- kenni um aukaverkun. Verki í ein liðamót fengu 17 telpur, en 30 fengu einkenni frá fleiri en einum liðamótum. Algengastar voru kvartanir frá hnjám, úlnliðum, og fingrum. Einkenni komu þó frá flestum liðamótum. Hjá þeim, sem skoðaðar voru, var ekki um hreyfingarhindrun að ræða. Hjá 7 telpum bólgnuðu ein liðamót, ein bólgnaði á báðum úlnliðum og þrjár á fleiri en einum liðamótum á fingrum. Ekki greindist vökvi í lið með vissu. Að ári liðnu var haft símasamband við þær telpur, sem höfðu haft einkenni frá liðum, eða foreldra þeirra. Náðist til allra nema einnar, sem flutt var af landi brott. Að undanskildum þrem telpum höfðu liðeinkenni staðið frá einum degi upp í viku. Gilti það jafnt um verki sem bólgur. Einkenni hurfu fljótt, og enein eftirköst voru þetta ár, sem liðið var. Þrjár telpur höfðu lengur einkenni. Ein þessara þriggja telpna hafði fyrri sögu um liðbólgur og verið á lyfjameðferð áður vegna hennar. Hafði sú stúlka kvartað um óþægindi en ekki bólgur nokkrar vikur eftir bólusetninguna að sögn móður, en síðan verið einkennalaus. Önnur telpa bólgnaði á hné. Hafði hún bólgnað áður og alltaf á þessu sama hné. Fékkst það stað- fest hjá heimilislækni hennar, að hér væri um nokkurra mánaða sögu að ræða fyrir bólusetninguna. Hafði röntgen yfirlitsmynd verið tekin af hnjám um sama leyti og bólusetning fór fram og reyndist liður þá eðlilegur. Það ár, sem liðið er frá bólu- setningunni, hefur telpan bólgnað við og við á sama hné en ekki leitað læknis aftur. Er ósennilegt, að hér sé um að ræða afleið- ingu bólusetningarinnar. Þriðja telpan fékk smávægileg einkenni í liði eftir bólu- setningu, en var síðan einkennalaus allt árið þar til tveim vikum fyrir símtalið sem fram fór ári eftir bólusetningu. Hafði hún þá bólgnað á sama úlnlið og hún hafði fengið verki í eftir bólusetnineuna. Rönt- genmynd tekin á slysavarðstofunni reynd- ist eðlileg. Var fylgst með telpunni, og hvarf bólgan á nokkrum dögum. Var hún því einkennalaus, þegar samtalið átti sér stað. Þegar spurt var um fyrri einkenni, kom í ljós að hún hafði fengið svipuð ein- kenni á að giska 2 árum áður, en sú sjúkra- saga var mjög óskýr. Er því vafi á, hvort hægt sé að tengja þessa bóleu bólusetning- unni. Þar eð hæpið er að telja bólusetning- una orsök þessara langvarandi einkenna telpnanna þriggja, hefur ekki orðið vart síðbúinna einkenna eftir þessa bólusetn- ingu. UMRÆÐUR Samanburður á sjúkrasöeu og mótefna- mælingum leiddi í ljós mikið ósamræmi. Styður það fyrri vitneskju, þ.e. að ekki er gott að treysta eingöngu á sjúkrasögu um rauða hunda.20 Sú aðferð við mælingu Hl-mótefna, sem notuð var í rannsókn þessari, er sennilega líkust aðferð Grillner o.fél.12 Þau fengu GM-titer 51 hjá 114 konum bólusettum eftir fæðingu í Gautaborg. Einnig fá Wailace o.fél.10 GM titer 64 (hiá 27 kon- um), Balfour o.fél.2 GM titer 81.2 (hiá 285 börnum) og Best o.fél.3 GM titer 61.9 hjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.