Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 305 Að kosningum loknum tók nýkjörinn for- maður, Þorvaldur Veigar Guðmundsson til máls. Þakkaði hann Það traust, sem honum væri sýnt. Kvaðst hann vonast til að geta hald- ið áfram góðu starfi fráfarandi stjórnar og óskaði eftir góðri samvinnu við heilbrigðis- yfirvöld. Færði hann fráfarandi formanni, Tómasi Árna Jónassyni, svo og öllum stjórnar- mönnum, beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Formaður L.K., Örn Smári Arnaldsson þakk- aði stjórn L.I. og sérstaklega Tómasi Árna Jónassyni fyrir ágætt samstarf. Tómas Árni þakkaði hlý orð í sinn garð og óskaði nýkjörinni stjórn góðs gengis. Hann færði framkvæmdastjóra, svo og öðru starfs- liði skrifstofunnar, beztu þakkir fyrir ágætt samstarf. Þá þakkaði hann Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og Ólafi Ólafssyni landlækni, fyrir að sitja aðal- fundinn. Að lokum kvaddi Jón Aðalsteinsson sér hljóðs og bauð Læknafélagi Islands að halda næsta aðalfund á Húsavik sumarirð 1980 og var því boði tekið með lófataki. (Sjá reikninga L.l. og L.R. á bls. 314). Örn Bjarnason Á HVAÐA LEIÐ ER LÆKNABLAÐIÐ ? Fjöldi tölublaða kemst nú á ný upp í hefð- bundna tölu, sem býsna erfitt hefur verið að halda á undanförnum árum. Hefir þvi reynst rétt sú tilgáta ritstjórnarmanna, að aukinn út- gáfuhraði yrði hvatning til lækna að koma fersku efni á framfæri og góðs viti er, að fund- argerð aðalfundar L.l. er mánuði fyrr á ferð- inni, en í fyrra. Á þessu ári hafa komið út 2 fylgirit: Annað hefur að geyma efni frá ráðstefnu um heil- brigðisþjónustu aldraðra, sem haldin var i Reykjavik um mánaðamótin marz—apríl 1978. Þessu hefti ritstýrði Ársæll Jónsson, sem var okkur einnig ágætur liðsmaður á fyrra ári, er hann ritstýrði tveim meiri háttar verkum. Fylgirit um barnalækningar kom út í október og hafði það verið lengi í burðarliðnum og ollu því venjulegar tafir á, að höfundar skiluðu inn erindum sínum. Var það fyrir þolinmæði og dugnað Björns Árdal, að verkið komst heilt í höfn. Vill ritstjórn þakka þeim Ársæli og Birni framlag þeirra. Þá ber að þakka fræðslunefnd læknafélaganna, sem fjármagnaði síðara fylgi- ritið, en í því eru erindi, sem flutt voru á fræðslunámskeiði L.í. (sept. 1978) og ennfrem- ur stjórnum Borgarspítalans, Landakots og Landspitalans, sem sáu um fjármögnun fylgi- ritsins um öldrunarráðstefnuna. FramtíÖarlwrfur bluösins 1 fundargerð aðalfundar L.I. kemur fram, að í september sl. hafði þar verið komið samninga- umleitunum við útgáfufyrirtæki danska lækna- félagsins, að ákveðið var að reyna útgáfu eins eða tveggja tölublaða í Danmörku. I október kom hins vegar í Ijós, að tekizt hafði að yfirstíga þá tækniörðugleika, sem menn þóttust sjá fyrir, mun hraðar en ætlað var og lá þá fyrir ákveðið tilboð frá Læge- foreningens forlag, sem byggist á því, að aug- lýsingar standi að fullu undir kostnaði við setn- ingu og prentun blaðsins. 1 tilboðinu er gert ráð fyrir samningi, sem gildi fyrir árið 1980 og að út komi 10 tölublöð, hvert um sig 48 síður, 32 lesmálssíður og 16 auglýsingasíður, og ennfremur eitthvað af lit- prentuðum innstunguauglýsingum eins og ver- ið hefur fram að þessu. Komi blaðið út 15. hvers mánaðar, nema í júní og júlí. Þetta tilboð var lagt fyrir sameiginlegan fund stjórna L.l. og L.R. og var samþykkt að taka tilboðinu. Eins og áður var áréttað, að aðeins væri um timabundna ráðstöfun að ræða, meðan verið væri að afla þeirrar tækniþjón- ustu, sem til þarf, til þess að blaðið geti komið út hér heima reglulega 10—12 sinnum á ári. Miklu ræður að sjálfsögðu, að með þessari skipan mun jafnframt takast að koma blaðinu á þann fjárhagsgrundvöll, að það verði ekki baggi á læknafélögunum. Þannig munu þau framlög, sem íslenzkir læknar leggja blaðinu tii, nægja til þess að standa undir fastakostn- aði við ritstjórn hér heima og ennfremur mun ritstjórnarfulltrúi geta sinnt því verkefni að afla félagslegs efnis og geta séð um, að þvi áhugaverðasta, sem er að gerast hverju sinni, verði komið á framfæri við lesendur án veru- legra tafa. UmræÖa um nýskvpun mála Á aðalfundi L.I. var það látið í ljós, að hugs- anlega gæti komið til kostnaður vegna ferða ritstjórnarfulltrúa og ritstjóra í sambandi við útgáfuna i Danmörku. Þessu svaraði undirritaður á aðalfundinum, þó ekki sé þess getið í fundargerð, (og skal það áréttað hér), að enginn slíkur kostnaður hefur komið til ennþá og alls ekki gert ráð fyrir, að til slíks komi. Einasti kostnaður af utanlandsferðum árið 1979 var vegna ferðar ritstjórnarfulltrúa á samnorrænan ritstjórnafund í Noregi, sem sagt var frá í síðasta tölublaði. Er mikilvægt, að Læknablaðið haldi sambandi við hin blöðin á Norðurlöndunum og vænkist hagur blaðsins svo að afgangur verði til þess að senda fulltrúa rit- stjórnar á slíka fundi, verður það að sjálfsögðu gert. Þá hefur verið færð fram sem mótbára við því, að tekin yrði upp samvinna við danska læknafélagið, að hættulegt gæti reynzt að setja tölvuunnar upplýsingar i hendur erlendra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.