Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 62

Læknablaðið - 01.12.1979, Page 62
312 LÆKNABLAÐIÐ er félagsins í dag jafnt þörf sem þá enn þurfa menn að rífa sig og tjá. L.R. því enn, ágætu menn, langra lífdaga við óskum. Páll Ásmundsson MINNI KVENNA OG HORMÓNA Lokaðir kirtlar af lævísi starfa, löngum til ama, en stundum til þarfa. Alls konar vessa um æðarnar senda. Enginn veit hvar fyrir rest þeir svo lenda. Vessarnir þessir ku hormónar heita og heilmiklu í skrokknum þeir raska og breyta. í einu vetfangi upp skal ég telja á hvaða vegu þeir mennina kvelja. Menn hækka, menn lækka, menn smækka og stækka. Þeir hitna, þeir svitna þeir þrútna eða tútna. Fólk mjókkar, fólk Ijókkar, fólk megrast og fegrast. Menn stillast, menn tryllast, menn stríkka og víkka. Augljóst má vera og upp hef ég talið hvað ólukkans hormóninn getur oss kvalið. Einn hormónaflokkinn þó hátt vil ég skrifa, því hans vegna finnst okkur gaman að lifa. Þá meistarinn átti í masi og puði manninn að skapa, þá var hann í stuði. Tvö módel því hannaði í algeru æði og ákvað að setja á markaðinn bæði. Því ágætu vinir, það æxlaðist svona að inn í vorn heim fæddust maður og kona og, ég verð að telja það töluvert gaman, hann tryggði, að gætu þau lifað hér saman. í konuna hormóna kaus'ann að láta sem kalla fram breytingu á indælan máta. Þau Iaða fram hóla og hæðir og beyjur, hvilftir og dali og straumlínusveigjur, ávalar mjaðmir og eggjandi rassa og indælis brjóst, sem er gaman að kjassa. Freistandi hreyfingar laða og Iokka, líka við nefnum slíkt kvenlegan þokka. Með karlmanninn ei var í klípu eða vafa því kynhormón manna þá náttúru hafa að láta menn dásemdir konunnar dreyma, svon dunandi um kroppinn fer blóðið að streyma. Oftlega í rúminu, einkum á kvöldin af mönnum taka þau hreinlega völdin. Ef fögur er konan og fátækleg vörnin í fyllingu tímans svo klekjast út börnin. Nú fyllum við skál okkar bræður á barma því blessa skal konunnar hormónasjarma. Ég óska þess jafnan að áfram við hrösum, upp stöndum, vinir, og klingjum nú glösum. St. FRANCISKUSSPlTALI, Stykkishólmi STAÐA SJIJKRAHÚSSLÆKNIS við sjúkrahúsið í Stykkishólmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa framhaldsmenntun í skurðlækningum. Umsóknir sendist undirritaðri. Sr. Renés, príorinna St. Franciskusspítali Stykkishólmi

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.