Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 11

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 11
LÆKNABLAÐID 229 sýnilegur æxlisvöxtur var fjarlægður, en fróun- araðgerð, ef ekki tókst að fjarlægja sýnileg meinvörp og æxlið sjálft. Hjá 24 sjúklingum reyndist brottnám æxlis algjört. Hjá 16 sjúklingum dæmdist brottnám æxlis ekki algjört, (tafla IV). í þessum tilfellum var gert brottnám á hluta vélindans með tengingu á maga og vélinda (resectio oesophagii cum oesophago-gastroanastomoses) í einu tilfell- anna þurfti að gera magafistil seinna. Könn- unaropnun (thoracotomia explorativa) var gerð hjá 16 sjúklingum. Hjá 6 þeirra var samtímis eða seinna gerður magafistill, 3 þeirra fengu eftirgeislun, Souttarslanga var sett í vélinda hjá 5 þeirra. ÁRANGUR Daudsföll eftir adgerd: Eins og áður er sagt, voru gerðar57 brjóstholsopnanir vegna krabba- meins í vélinda. 10 sjúklingar, 17,5% dóu innan 1 mánaðar, þ.e.a.s. sjúkrahúsdauða. Sjúkrahúsdauði reyndist 25 % þegar um algjört brottnám æxlis var að ræða, en þar sem fróunaraðgerð var framkvæmd, var sjúkrahúsdauði nokkru minni. Pegar um könn- unaropnun var að ræða, var sjúkrahúsdauði að sjálfsögðu minnstur, eða 6,2 %. Það voru gerðar samtals 17 brjóstholsopnan- ir þar sem ekki reyndist unnt að fjarlægja æxli. Fylgikvillar vid uppskurd: Tafla VI sýnir fylgi- kvilla eftir skurðaðgerðir. Blæðing frá æxli varð 2 sjúklingum að aldurtila, þar var um könnunaropnun að ræða. Lungnahrun, bjúgur og bólga í lungum ásamt hjartasjúkdómum voru algengustu dauðarorsakirnar. ígerð í skurðsár fengu 6 sjúklingar og náðu þeir sér allir, eftir að ígerðin var tæmd út. Table V. Hospital mortality Opera- Hospital tions mortality Curative resection . 24 6 25.00 0/0 Palliative resection . 16 3 18.75 % Explorative thoracotomy ... . 17 1 6.25 % Total 57 10 17.25 % Table VI. Causes of death Bleeding from tumor 2 Pulmonary embolism 3 Cardio-vasc.disease 2 Pneumonia 3 Survival % Fig. 2 Overall survival rate of patients with carcino- ma of the esophagus with and without treatment compared to those who were treated by radical resections, Radical resection includes hospital mor- tality. Allir sjúklingar, sem dóu sjúkrahúsdauða voru krufnir. Fylgikvillar við brjóstholsopnanir reyndust 28 % eða í 16 sjúklingum af 57. Þetta er allhá tala, en þess ber að geta, að sjúklingar þessir voru komnir á efri ár, þegar þeir voru skornir upp. Souttarslanga var leidd í gegnum vélinda hjá 5 sjúklingum. Krabbamein var mjög út- breitt hjá þeim öllum. Allir voru þessir sjúk- lingar dánir innan 1 árs. Sex sjúklingar, sem fóru í könnunaropnun fengu gerðan magafistil seinna, 3 þeirra voru dánir innan '/2 árs og allir dánir innan 1 árs. Hjá 7 sjúklingum var gerður magafistill án þess að um könnunaropnun væri að ræða. Tveir þeirra fengu auk þess koboltgeislameð- ferð. Sex þessara sjúklinga voru dánir innan V2 árs og allir innan 1 árs. Æviskeid eftir adgerd: Þegar athugað er, hve lengi sjúklingar lifa eftir aðgerð (over-all survival) kemur í Ijós, að dauðsföll eru flest á fyrstu 2 árum eftir aðgerð, sjá mynd 2. Að tveim árum liðnum eru aðeins 10 % lifandi, en eftir það verður lítil breyting og gætir þar fyrst og fremst sjúklinga sem hlutu algjört brottnám (curative resection). Á mynd 2 eru færðir inn 24 sjúklingar, sem fengu gert algjört brottnám æxlis. Að hálfu ári

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.