Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 23

Læknablaðið - 15.10.1980, Side 23
LÆKNABLADID 239 þarf atvinnuleyfi og tímabundið lækningaleyfi og er auðvelt að fá það, ef menn hafa fengið stöðu. Pessi hlið mála var rædd við fulltrúa og lækni í Helsedirektoratet. Þeir töldu ekkert því til fyrirstöðu að meta starfsreynslu frá íslandi til jafns við aðra í umsóknum, og voru almennt jákvæðir, en bentu á, að íslendingar hefðu sérstöðu samkvæmt reglugerðinni, hvað varðar fullt lækningaleyfi, samanber ofan- greint. Leiðir til að komast að í Noregi I. Allar lausar stöður til 6 mánaða eru auglýst- ar í Norska læknablaðinu. Blaðið hefur yfir- leitt komið of seint til íslands, til pess að við höfum getað haft gagn af, enda umsóknarfrest- ur oft ekki nema 3 vikur. Norðmenn lofuðu að reyna að flýta komu blaðsins hingað og jafnvel senda okkur auglýsingarnar sér, eins fljótt og þeir gætu, ef annað dygði ekki. Peir bentu reyndar á, að norskir læknar í héruðum kvörtuðu undan pví sama og við! Sótt er um stöður á sérstök eyðublöð, sýnishorn eru til hjá stjórn FUL. Umsóknir eru yfirfarnar af yfirlækni viðkomandi deildar. Pær eru síðan sendar Helsedirektoratet án umsagn- ar yfirlæknisins og velur pað prjá umsækjend- ur fyrir hverja stöðu, er mesta reynslu hafa. Umsækjendum er raðað eftir hæfni, en sjúkra- húsið er síðan ekki skyldugt til að taka efsta mann á lista, aðeins einn peirra priggja, sem á honum eru. Almennt gildir, að mjög hæfir umsækjendur með langa reynslu sæki um stöður á stóru háskólasjúkrahúsunum í Osló og pví erfitt að keppa við pá. Þetta er misjafnt eftir sérgrein- um. Norðmenn töldu að íslendingar með 1 'h- 2ja ára reynslu í »super«-kandidatstöðu eftir að hafa fengið fullt íslenzkt lækningaleyfi, ættu góða möguleika. Ef sótt er um á minni sjúkrahúsum aukast möguleikarnir strax. í raun er ekkert unnið með pví að einblína á stærstu háskólasjúkrahúsin, pví að par eru oft margir um hituna, og reynslulitlir læknar komast pví vart nálægt sjúklingunum. Á stóru sjúkrahúsunum er erfiðast að komast að í hand- og lyflækningum, en mun auðveldara t.d. í geðlækningum, og röntgen. Einnig er erfitt að fá gott húsnæði á Oslóarsvæðinu, en strax mun auðveldara á minni stöðunum. II. Afleysingar eru ein auðveldasta leiðin til að komast með annan fótinn inn á sjúkrahús. Oft vantar fólk í sumar- og vaktafrísafleysingar og pað borgar sig að kanna pennan möguleika með góðum fyrirvara, t.d. ekki seinna en um og upp úr áramótum fyrir sumarafleysingar. Flestir peirra norsku tengiliða, er okkur var vísað á, töldu auðveldast að fara pessa leið. Þeir voru mjög jákvæðir varðandi pað að greiða pannig götu okkar, ég tala nú ekki um, ef með umsókn um vikariat fylgdi kynningar- bréf frá íslenzkum kollega. Ef aðstæður væru hagstæðar, gæti viðkom- andi síðan hringsólað milli »vikariata«, ef t.d. yfirlæknir viðkomandi deildar væri honum velviljaður og hefði gefið loforð fyrir slíku. Einnig er auðvelt að sækja um lausar stöður pegar viðkomandi er á staðnum. Við höfum pegar fengið jákvæðar undirtektir hvað petta varðar frá sumum peirra lækna, er við rædd- um við persónulega, og höldum til haga lista yfir pessa menn og pá íslenzku lækna, er geta aðstoðað. III. Þeir sem kæra sig um, geta strax að loknu embættisprófi hér heima tekið kandidatsárið og hérað í Noregi, og komist pannig inn í kerfið og fá auk pess fullt norskt lækningaleyfi með pví að taka tilleggskursinn. Norðmenn draga um kandidatsstöðurnar og parf að sækja um að fá vera með í drættinum til norska unglæknafélagsins er pá gefur nánari upplýsingar. Sá fyrsti dregur úr öllum pottin- um, en sá síðasti verður að láta sér nægja restina. Einnig fá margir undanpágu vegna féiagslegra og persónulegra aðstæðna (25 %). Enn aðrir hundsa að draga um stöðurnar, pví að skortur er á turnuskandidötum í Noregi og pau sjúkrahús, sem ekki fá fulla setningu strax, auglýsa lausar stöður síðar og eru pær oft sízt lakari (auglýstar í Norska læknablað- inu). Venjulegt norskt kandidatsár er 'h ár á »medicin« 'h ár »kirurgia« á sama sjúkrahúsi, 'h ár í héraði, en til eru undantekningar á pessu fyrirkomulagi. IV. íslenzkir læknanemar hafa síðan 1976 farið í sumar-»vikariöt« til Noregs og gengið vel. Æskilegt er að peir læknar, sem hafa áhuga á að kynna sér landið notfæri sér pá góðu möguleika, sem eru á að fara í »vikariat« og miðli síðan reynslu sinni heima. Auðvelt er að komast í pessar stöður og virðist nægilegt framboð af peim, sérstaklega yfir sumarmánuð- ina. Bezt er að skrifa á norsk sjúkrahús með góðum fyrirvara og ítreka er nálgast vorið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.