Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1980, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.10.1980, Qupperneq 36
250 LÆKNABLADID eitt brýnasta úrlausnarefnið í heilbrigðis- pjónustunni. Aðalfundur telur, að ekki megi dragast lengur að koma á fót framhaldsmenntun lækna á íslandi. Fundurinn skorar á forseta læknadeildar og ráðuneytisstjóra heilbrigðis- málaráðuneytis að beita sér fyrir pví í samráði við nefnd L. í. um framhaldsmenntun, að slík starfsemi hefjist sem fyrst. Aðalfundur telur brýnt að hraða endurskoð- un reglugerðar um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa og skorar á stjórn læknadeildar að sjá til þess, að tillögur að nýrri reglugerð liggi fyrir eigi síðar en í lok þessa árs. Fundurinn telur nauðsynlegt, að lækna- samtökin fái aðild að slíkri endurskoðun og felur stjórn félagsins að taka upp viðræður við læknadeild í pví skyni. Aðalfundur sampykkir að fylgja eftir fyrri sampykktum félagsins unt undirbúning að stofnun MIDBÓKASAFNS í læknisfræði með pví að fara pess á leit við Fleilbrigðis- málaráðuneytið og Menntamálaráðuneytið, að pessi ráðuneyti skipi nefnd, sem semji reglu- gerð ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir miðbókasafn i læknisfræði. Aðalfundur beinir pví til heilbrigðisráð- herra, að héraðsskylda ungra lækna verði af- numin nú pegar. Telur fundurinn, að leysa purfi læknaskort dreifbýlisins með öðrum hætti en skylduvinnu lækna. Aðalfundur beinir þeim tilmælum til stjórn- ar L. í., að hún hlutist til um það, að ávallt séu til reiðu upplýsingar um fjölda starfandi sér- fræðinga í hverri sérgrein, svo og fjölda þeirra, sem sérnám stunda í hverri grein. Aðalfundur skorar á lækna að taka hvorki við stöðum né stöðubreytingum, nema pær hafi áður verið auglýstar. Jafnframt hvetur fundurinn samninganefnd- ir lækna til að koma því inn í kjarasamninga, að vinnuveitendum sé óheimilt að ráða í stöðu eða breyta stöðu, nema hún hafi áður verið auglýst. Fundurinn telur pó ekki nauðsynlegt að auglýsa stöður, sem eru veittar til 6 mánaða eða skemmri tíma. Eyjólfur Haraldsson í rædustól. Adalfund L. í. á Húsavík sátu rúmlega 30 fulltrúar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.