Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐID
257
Guðmundur Björnsson
ELLIDRER Á ÍSLANDI
Könnun á algengi ellidrers, nýgengi dreraðgerða, aðgerðalíkum
og legudagafjölda dreraðgerðasjúklinga á augndeild
Landakotsspítala
INNGANGUR
Drer er hverskonar ógagnsæi í augasteini og
er fornt heiti á skýmyndun í auga. í Málshátta-
kvæðum frá 12. öld (2) segir: »Ýtar, sem bægir
drer«. í sjúkradagbókum Björns Ólafssonar,
augnlæknis frá pví um síðustu aldamót er
minnst á drer og er átt við cataracta (3, 4). í
íslenskum Jæknisfræðiheitum er cataracta pýtt
með drer og cataracta senilis með ellidrer (5).
í pessari grein verður eingöngu fjallað um
ellidrer.
Megintilgangur pessarar greinar er tvípættur.
í fyrsta lagi að fá grófa vitneskju um algengi
ellidrers hér á landi og í öðru lagi að fá
hugmynd um hversu margir drersjúklingar
komast á pað stig árlega að aðgerðar sé pörf.
Unnt er að komast að hinu síðarnefnda, með
pví að kanna fjölda peirra einstaklinga, sem
gengist hafa undir dreraðgerðir árlega á vissu
tímabili eða hafa blindast og aðgerð ekki verið
gerð. Verður algengi sjúkdómsins að vera
pekkt til pess að petta sé hægt. Hefur pað
verið áætlað með pví að miða við niðurstöður
könnunar í umdæmi heilsugæslustöðvarinnar í
Borgarnesi. Greinarhöfundi er ekki kunnugt,
að könnun sem pessi hafi verið birt áður, enda
hefur lítið verið ritað um faraldsfræði ellidrers
(!)•
Ellidrer er algengur kvilli meðal roskins fólks
og dreraðgerð er algengust allra augnaðgerða
hér á landi.
Greint er frá nýgengi dreraðgerða hér á
landi meðal íbúa 50 ára og eldri, eftir aldri,
kyni og dreifingu aðgerða eftir búsetu og
reiknaðar út árlegar líkur á dreraðgerð meðal
drersjúklinga í aldursflokkum.
Að lokum er greint frá legudagafjölda
ellidrersjúklinga á augndeild Landakotsspítala.
Frá augndeild St. Jósefsspítala, Landakoti. Barst ritstjórn
20/03 1982. Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju
22/03 1982.
EFNIVIÐUR
Algengi ellidrers. Könnun á algengi ellidrers
og annarra ellisjúkdóma í augum í heilsugæslu-
umdæmi Borgarness hefur farið fram síðan
1976 í sambandi við augnlækningaferðir á
vegum heilbrigðisstjórnarinnar.
Skilgreining ellidrers í pessari könnun er sú
sama og notuð er í Framinghamkönnuninni í
Bandaríkjunum p.e. sjónskerpa 6/9 Snellen
eða minni á öðru eða báðum augum með besta
gleri og sjáanlegar skýmyndanir í augasteini
(posterior subcapsular, cortical eða nuclear
sclerosis) eða að augasteinn hefur verið tekinn
(6).
í pessari grein eru birtar nýjustu niðurstöð-
ur pessarar könnunar. Fyrri niðurstöður, en
pær ná til ársloka 1978, hafa verið birtar áður
(7, 8, 9).
í 1. töflu eru íbúar í Borgarneshéraði 1. des.
1980 fimmtíu ára og eldri í aldursflokkum, tala
skoðaðra og prósentutala peirra af skoðuðum.
Hafa 71.5 % (69.4 % karla og 73.6 % kvenna)
verið skoðaðir. í öllu héraðinu voru 3635 íbúar
1. desember 1980. Af peim voru 10.9 % 65 ára
og eldri, en samsvarandi tala fyrir allt landið er
9.8 %.
Dreradgerdir á íslandi. Upplýsingar um
dreraðgerðir eru fengnar úr sjúkraskýrslum
Landakotsspítala og frá Lofti Magnússyni,
augnlækni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
NIÐURSTÖÐUR
Algengi ellidrers. í 2. töflu er tala ellidrersjúk-
linga 50 ára og eldri búsettra í Borgarnesum-
dæmi, sem fundust við skoðun og voru á lífi í
árslok 1980. í pessari sömu töflu eru einnig
algengistölur ellidrers meðal karla og kvenna í
sömu aldursflokkum p.e. prósentutala af skoð-
uðum.
Sjónskerpa drersjúklinga er sýnd í 3. töflu.
Ef dreifing ellidrers er svipuð í öðrum
landshlutum og sú, sem fundist hefur í Borgar-