Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 40
280 LÆKNABLADIÐ sýklar, sem eru þaktir þeim, hafa því tilhneigingu til að festast og verða þar með auðveldari bráð. Átfrumur margfalda súrefnisneyslu sína eftir sýkla- át og nota það til framleiðslu á H202, 02- og •OH_. Þessi efnasambönd hafa öll sýkladreþandi virkni og myndast fyrir tilverknað oxidasa, sem eru staðsettir nálægt úthýði átfrumnanna. Skýrt verður frá tilraunum, sem benda til þess, að tenging C3 við sértæk C3b viðtök í úthýði átfrumna, hafi mun öflugri ræsiverkun á þessa oxidasa heldur en tenging mótefna við Fc viðtök. Þessar niðurstöður skýra, hvers vegna átfrumur geta ekki dreþið sýkla, sem þær hafa gleypt fyrir tilverknað mótefnaopsónína einvörðungu (1, 2). Stungið hefur verið upp á að kalla þau efni Procidins, sem magna sýkladráp átfrumna (3). Frum- rannsókn bendir til að procidinskortur sé tiltölulega algengur hjá sjúklingum með afbrigðilegar sýkingar. Virðist ómaksins vert að greina pessi efni frá opsónínum og mæla þau sérstaklega. 1. M. Yamamura, H. Valdimarsson. Scand. J. Immu- nol. 1977,6,591. 2. C. G. Bridges, G. L. Dasilva M. Yamamura, H. Valdimarsson. Clin. exp. Immunol. 1980, 42, 226. 3. Helgi Valdimarsson, Masaichi Yamamura. ln Cell Biology and Immunology of Leukocyte Function, p. 655. Academic Press. MÓTEFNAMYNDANDI VIRKNI T-HÁÐRA VÆKJA ER MEST ÞEGAR ÞEIM ER SPRAUTAÐ INN í HEILABÚ Helgi Valdimarsson og Theresa dos Santos, Rannsóknarstofa Háskóla íslands í Ónæmisfræði og Department of Immunology, St. Mary’s Hospital Medical School, London. Frumubundin ónæmissvör eru fremur veik í mið- taugakerfi og lifa vefjagræðlingar því lengur í heila- vef heldur en víðast annars staðar í líkamanum. Mynd- un mótefna virðist hins vegar ganga fremur greið- lega í miðtaugakerfi, þar sem fljótlega finnst mikið af þeim í mænuvökva sjúklinga með heilasýkingar. Mótefnasvör í miðtaugakerfi hafa þó lítið verið rannsökuð á staðlaðan hátt. Verður greint frá slíkri athugun, þar sem borin voru saman mótefnasvör í músum, sem sprautaðar voru með bæði T-háðum og T-óháðum vækjum annars vegar inn í heilabú og hins vegar í þá líkamshluta, sem venjulega eru notaðir til innspýtingar á vækjum. í Ijós kom, að mýs sem sprautaðar voru með T- háðum vækjum inn í subarachnoid holið mynduðu mun meira af mótefnum heldur en dýr, sem fengu jafn stóran vækisskammt undir húð, inn í kviðarhol, lifur eða blóðrás. Gilti þetta bæði um mótefnatíter í blóði og fjölda mótefnamyndandi frumna í milta og eitlum. T-óháð væki höfðu hins vegar ekki aukna mótefnamyndandi virkni í subarachnoid holinu og mjög háir skammtar af T-háðum vækjum ekki heldur. Frumrannsókn á orsökum þessa fyrirbæris bend- ir til þess, að ræsing T bælifrumna (T supressor cells) sé tiltölulega veik, þegar vækjum er sprautað inn í heilabú. Einnig virðist sá heilaáverki, sem hlýst af innspýtingu í miðtaugakerfið, á einhvern hátt efla hæfni líkamans til mótefnamyndunar. Rætt verður stuttlega um mögulega læknisfræði- lega þýðingu þessara niðurstaðna. CARCINOGENESIS/ORKUBÚSKAPUR FRUMA Valgarður Egilsson, Frumulíffræðideild, Rannsóknast. Háskólans v/Barónstíg. Grunnpunktar: 1) Cancer. Aðalvandamálið: frumumassi verður til, p.e. of tíðar frumuskiptingar. 2) Áberandi er ónóg sérhæfing frumanna. 3) Mikil sérhæfing, og ör frumuskipting fer yfirleitt ekki saman. 4) Algengasta truflun greinanleg í illkynja frumum er ör gerjun. 5) Fruman sést skipta sér. Ekkert vitað um hvernig hún tók þá ákvördun. — Ýmsir atburðir verða, þegar dregur að skiptingu. Hvorki er röd þeirra þekkt né orsakasamhengi, ef eitthvað er. 6) Frumur í örri skiptingu gerja mikið (fóstur- frumur, cancerfrumur, frumur í viðgerð vefja, frumur in vitro, gerfrumur), samtímis er öndun yfirleitt lítiIrSérhæfing slíkra fruma er lítil. 7) Spyrja verður um sambandið hér á milli: gerjun/- stutt æviskeið (ör skipting/öndun/sérhæfing). Sambandið hér á milli kann að vera orsakasam- band. Okkar rannsóknum er ætlað að kanna hvort það er. Nota má einfrumumódel. 8) (nánar) Ákvördun um skiptingu ekki skilin. Einfrumungar skipta sér hraðar á sykri (við gerjun) en á orkugjafa, sem brenna verður (við öndun). Ákvördunin fer þá m.a. eftir fæðu frumunnar. Einfrumur í ríkulegum sykri kjósa sykur framar annarri næringu (8), nota þá eingöngu gerjun, ekki öndun; öndunar-rásin jafnvel ekki mynduð: og þær skipta sér við fyrsta tækifæri (frumurnar kallaðar glucose- repressed, í sykur-vímu). 9) í einfrumum er ströng stjórn á sambandi gerjunar og öndunar og er það öfugt hlutfall: þegar þrýtur sykur dregur úr gerjun, en öndun fer af stað (de-repression). (Þá þarf m.a. að mynda öndunarrásina í orkukornunum). Tilraunir (10-14). 10) Prófað var í gerfrumunum hvort orkukorn væru nokkuð vidkvsemari en fruman a.ö.l. fyrir carci- nogen efnum (eiturverkan þeirra). Orkukornin reyndust vera það mjög oft. Oftast er trufluð myndun á öndunarrásinni. DNA orkukorna skaddaðist fyrr en DNA kjarnans. Rofin var þáttur orkukorna í gerjun. Yfirbord frumanna breyttist: samloðun minnkaði. Calcium-búskap-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.