Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 279 sem flestra kvenna fæddra 1940-67 auk dreifbýlis- kvenna fæddra 1934-39, sem hefðu aldrei verið mældar, eða mældar neikvæðar fyrir 1. júní 1979. Aðferðin, sem valin var til að mæla mótefnin, heitir Hig (haemolysis in gel). Enn fremur var ákveðið, að bjóða öllum mótefnalausum bólusetn- ingu. Heildarfjöldi kvenna í ofanskráðum hópum var 53.287. í sumarbyrjun 1979 var talið, að u.p.b. helmingur peirra hefði þá þegar verið prófaður. Nú hafa 80-90 % kvenna á barneignaaldri og 90-98 % skólastúlkna verið mældar. Ónæmishlutfall í flestum aldurshópum er um 90 °/o. Söfnun upplýsinga og blóðsýna vegna bólusetninga er ekki lokið. ÓNÆMISFRÁVIK í BARNSHAFANDI KONUM MEÐ ENDURVAKTAR PAPOVAVEIRUR Helgi Valdimarsson, Cathy Mulholland, Vala Friðriksdóttir, Sylvia Garner, Dulcie Colman. Rannsóknarst. Hásk. ísl. í ónæmisfræði, Depts. of Immunol. og Exp. Pathol., St. Mary’s, og Virus Reference Laboratory, Colindale, London. Veirur af papovaætt valda æxlum í dýrum, en ekki er ljóst, hversu skaðvænlegar þær eru mönnnm. Mótefnamælingar benda til, að þessar veirur smiti flesta á unglingsárum, og er talið líklegt, að þær hafist við ævilangt í bældu formi í líkama þeirra sem smitast. Þær geta vaknað upp og fundist í þvagi eða heila sjúklinga, sem þurfa að taka háa skammta af ónæmisbælandi lyfjum. Ennfremur finnast þessar veirur í þvagi u.þ.b. 5 % barnshafandi kvenna, en hverfa aftur fljótlega eftir fæðingu. Þessi tíma- bundna endursýking virðist hvorki skaða fóstur né móður, en ekki er þó víst, að þar séu öll kurl komin til grafar. Greint verður frá rannsókn, þar sem reynt var að finna ónæmisfræðilega orsök fyrir uppvakningu papovaveira I þunguðum konum. Voru 77 frumbyrj- ur athugaðar mánaðarlega frá 12. viku þungunar. Veiran fer yfirleitt ekki að bæra á sér fyrr en eftir 16 vikna meðgöngu, og var því gert ráð fyrir, að ónæmisfrávik fyrir þann tíma væru orsök en ekki afleiðing þess, að veiran fór á kreik. Veirur af papovaætt fundust í þvagi 5 kvenna, og marktæk hækkun á papovamótefnum mældist hjá 6 frumbyrjum til viðbótar. Sýndu þannig 11 (14%) þeirra kvenna, sem tóku þátt í rannsókninni, merki um endurvakningu papovaveira á meðgöngutíma. Þessar konur sýndu eftirfarandi frávik miðað við hinar frumbyrjurnar: 1) Mun lægri fjölda kleyf- kjarna átfrumna i blóði (p< 0.005). 2) Marktæka aukningu(p<0.01) á fjölda blóðgleypla (monocytes). 3) Eitilfrumur kvenna með veirur í þvagi höfðu minnkaða hæfni til að svara PHA mítógeni (p< 0.01). Þetta frávik fannst hins vegar ekki hjá þeim konum, sem sýndu hækkandi mótefni án þess að hafa veirumigu. GETA BREYTINGAR Á FJÖLDA GLEYPLA OG EITILFRUMNA í BLÓÐI BARNSHAFANDI KVENNA HINDRAÐ ÓNÆMISFRÆÐILEGA HÖFNUN FÓSTURS? Helgi Valdimarsson, Cathy Mulholland, Vala Friðriksdóttir og Dulcie Colman, Rannsóknarstofa Háskóla íslands í ónæmisfræði, Depts. of Immunology and Exp. Pathology, St. Mary’s Hospital Medical School, London. Sú ráðgáta, að ónæmiskerfi mæðra ræðst ekki gegn fósturvef, hefur verið mikið rannsökuð til þess að fá betri skilning á höfnun ígræddra líffæra og ófull- nægjandi ónæmissvörum gegn æxlum. Niðurstöður hafa verið ósamhljóða og engin viðhlítandi skýring ennþá fundist á því, hvað verndar fóstur gegn ónæmiskerfi móður. Greint verður frá hluta rannsóknar, er gerð var til að leita skýringar á endurvakningu (reactivation) veira af papovaætt, sem kemur fram í u.þ.b. 5 % barnshafandi kvenna. Könnunin var framskyggn (prospective), og voru 77 frumbyrjur athugaðar mánaðarlega frá 12. viku þungunar. Jafnaldra óbyrj- ur voru rannsakaðar samtímis til viðmiðunar. Eftirfarandi niðurstöður verða kynntar og ræddar: 1. Fjöldi gleypla (monocytes) var mikið hækkaður á fyrstu 5 mánuðum meðgöngutímans, en lækkaði síðan jafnt og þétt og nálgaðist gildi viðmiðunar- hópsins skömmu fyrir fæðingu. 2. Fjöldi eitilfrumna fór lækkandi fram að 25-28. viku meðgöngu, en hækkaði eftir það smám saman aftur og nálgaðist gildi viðmiðunarhópsins, áður en meðgöngutíma lauk. 3. Eitilfrumur þunguðu kvennanna sýndu minnkað næmi gagnvart ósértækum ræsiefnum (nonspeci- fic mitogens) á öllum stigum meðgöngunnar. Líklegt er, að þessar sveiflur á fjölda gleypla og eitilfrumna á meðgöngutímanum skýri að einhverju leyti, hvers vegna niðurstöður fyrri rannsókna hafa verið ósamhljóða. Breytingu á hlutfalli gleypla og eitilfrumna hefur ekki verið lýst áður í barnshafandi konum. Slík hlutfallsröskun leiðir til veiklaðra ónæmissvara, og teljum við líklegt, að hún þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir ónæmisfræðilega höfnun fósturvefs. VIRKJUN C3 VIÐTAKA í ÚTHÝÐI ÁTFRUMNA RÆSIR OXIDASA, SEM MYNDA SÝKLADREPANDI EFNASAMBÖND Helgi Valdimarsson og Gordon Bridges, Rannsóknarstofu Háskóla íslands í ónæmisfræði og Department of Immunology, St. Mary’s Hospital Medical School, London. Opsónín eru efni, sem hjálpa átfrumum að innbyrða sýkla. í sermi eru það einkum IgG mótefni og 3. komplíment þáttur (C3), sem hafa slíka verkun. Átfrumur hafa úthýðisviðtök fyrir þessi efni og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.