Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐID
277
ÞRIGGJA DAGA MEÐFERÐ VIÐ BRÁÐUM
ÞVAGFÆRASÝKINGUM. TVÍBLIND
RANNSÓKN MEÐ AMOXICILLIN OG
TRIMETOPRIM/SULFADIAZIN
Jóhann A Sigurðsson, Jarl Ahlmén, Hárje Bucht,
Maria Jerneck, Lars Larsson, Knut Lincoln, Atle
Wohrm, Majvor Zethzon og Lillemor Bergström
hjúkrunarkona. Heilsugæslustöðin Ángárden,
Annedalsklinikerna, nýrnasjúkdóma- og
sýklarannsóknadeild Sahlgrenska sjúkrahússins,
Gautaborg.
Nýjar rannsóknir benda til að stytta megi meðferð-
artíma við bráða þvagfærasýkingu. Tilgangur þess-
ara rannsókna var að athuga klíniskan árangur
þriggja daga meðferðar með amoxicillini eða trime-
toþrim/sulfadiazin (TMP/SDZ) við neðri þvagfæra-
sýkingar án fylgikvilla hjá konum.
Efniviður og aðferðir. Á tímabilinu janúar-júní
1981 voru 215 konur á aldrinum 17-74 ára með
einkenni um neðri þvagfærasýkingar meðhöndlaðar
með amoxicillini 500 mg 2x2 í 3 daga eða
TMP/SDZ 90 mg/410 mg 1 x 2, í 3 daga, (uþþhafs-
skammtur 2 tbl.). Við sjúkdómsgreiningu var stuðst
við smásjárrannsókn á þvagi, nitrit-strimla, sökk, C-
reaktiv protein (CRP), og sýklaræktun. Allir E-coli
stofnar voru geymdir. Við endurteknar sýkingar
voru stofnar þessir rannsakaðir með »bio«- og
»serotyþing« fyrir H og O antigenum til að greina á
milli »relapse« (sýking með sama bakteríustofni) og
»reinfection« (sýking af öðrum bakteríustofni).
Niðurstöður. 163 konur höfðu í upphafi jákvæða
sýklaræktun (76 %). E. coli bakterían var algengust
eða í 86 % af öllum ræktunum, næst kom Staph.
saprophyticus eða í 7 % tilfella. Einni viku síðar
voru 81 % í amoxicillin hópnum með hreint þvag
(11 % relapse og 8% reinfection), en 100% í
TMP/SDZ hópnum (p<0,001). Fjórum vikum síðar
voru samtals 74 % í amoxicillin hópnum með hreint
þvag (20 % relapse, 6 % reinfection) og 84 % í
TMP/SDZ hópnum (5 % reinfection, 11 % relapse).
Álit: þriggja daga meðferð með sýklalyfjum við
þvagfærasýkingar utan sjúkrahúsa gaf nægilega
góðan árangur. Fleiri sjúklingar læknuðust eftir
meðferð með trimetoprim/sulfadiazin heldur en
með amoxicillini.
TVÍBLIND RANNSÓKN Á
BLÓÐÞRÝSTINGSSVÖRUN VIÐ ÁREYNSLU
HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ HÁÞRÝSTING
MEÐHÖNDLAÐAN MEÐ SÉRHÆFÐUM OG
ÓSÉRHÆFÐUM BETABLOKKURUM
Magnús Karl Pétursson, Þórður Harðarson,
Kjartan Pálsson, Snorri P. Snorrason.
Háþrýstideild Landspítalans.
Við áreynslu og aukið magn catecholamina í blóði
verður útvíkkun á arteriolum vegna örvunar á beta-
2 viðtökum. Við meðhöndlun sjúklinga með beta-
blokkurum er sá möguleiki því til staðar að við
áreynslu verði blóðþrýstingshækkun meiri af ósér-
hæfðum en sérhæfðum betablokkurum. Tvíblind
rannsókn var gerð á áhrifum sérhæfðra (metopro-
lol) og ósérhæfðra (propranolol) betablokkara á
blóðþrýstingssvörun og púlshraða við maximal á-
reynslu á þrekhjóli. Rannsakaðir voru 37 sjúklingar
með áður ómeðhöndlaðan háþrýsting sem mælst
höfðu með háþrýsting við minnst 3 skoðanir og 4
vikna placebo meðferð. Gert var áreynslupróf fyrir
og eftir 4 vikna meðferð og fylgst með púlshraða og
blóðþrýstingur mældur fyrir og strax eftir áreynslu.
Eftir 4 vikna meðferð var meðalhækkun á systol-
iskum blóðþrýstingi eftir áreynslu 46,7 mm Hg hjá
sjúklingum á propranolol og 58,5 mm Hg hjá
sjúklingum á metoprolol (p:n.s.).
Við meðhöndlun sjúklinga með háþrýsting með
betablokkandi lyfjum er enginn munur á verkun
sérhæfðra og ósérhæfðra betablokkara á blóðþrýst-
ingssvörun við áreynslu.
MEÐFERÐ HÁÞRÝSTINGS Á
HEILSUGÆSLUSTÖÐ
Stefán Þórarinsson, Guðmundur Sigurðsson,
Hjálntar Jóelsson. Heilsugæslustöðin
Egilsstöðum.
Meðferð á of háum blóðþrýstingi er eitt af stærstu
viðfangsefnum í nútíma heilsugæslu. Mjög lítið er
vitað um það hvernig sú meðferð gengur á heilsu-
gæslustöðvum á fslandi í dag, til dæmis hversu
margir sjúklingar eru þekktir, aldursdreifing þeirra,
fjölgar þeim, o.s.frv. Til að reyna að varpa einhverju
ljósi á þessi mál var gerð könnun í Egilsstaðalæknis-
héraði. Notaður var efniviður úr Egilsstaðarannsókn-
inni, fengnar uþþlýsingar um lyfjasölu og sjúkraskrár
kannaðar. Nær rannsóknin til áranna 1977, 1979 og
1980. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós, að fjöldi
sjúklinga jókst verulega 1977-1979. »Case finding«
virðist skila sama árangri og hóprannsókn við leit
að háþrýstingi.
Meðferðarheldni (compliance) mætti vera betri
og valda læknar miklu. Árangur meðferðar virðist
góður. Lyfjanotkun hefur aukist verulega, einkum
notkun betablokkara. Lyfjakostnaður er mikill.
Skipuleggja þarf meðferð háþrýstings hér landi
og vekja áhuga allra lækna á honum. Heilsugæslu-
stöðvar virðast vel til þess fallnar að bera þungann
af háþrýstingsmeðferðinni.
SAMANBURÐUR Á ÞVAGRÆSILYFI
(BENDROFLÚMEÞÍ ASÍÐ) OG BETABLOKKA
(METÓPRÓLOL) VIÐ MEÐFERÐ
HÁÞRÝSTINGS
Þórdur Harðarson, Snorri P. Snorrason, Jóhann
Ragnarsson og Sigurður Samúelsson. Frá
lyfjadeild Landspítalans, Göngudeild fyrir
háþrýsting og lyfjadeild Borgarspítalans.
Hópi eitt hundrað og átta karla með vægan og