Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID
271
ekki sýklalyfjameðferð jafngildi engan
veginn frávísun. Æskilegt er að geta gefið
sjúklingnum kost á að hafa samband við
sama lækni aftur, ef mál þróast á annan
veg en vænst var. Víðast hagar þó svo til,
að óhjákvæmilegt er að sama vandamál
komi til umfjöllunar fleiri lækna en eins.
Af fieim sökum væri æskilegt, að læknar
sem starfa saman, reyndu að samræma
starfshætti sína og stefnu varðandi sýkla-
lyfjanotkun.
Við val á sýklalyfjum ber yfirleitt að
reyna að velja lyf með sem prengst verk-
unarsvið, þar sem aukaverkanir þeirra
eru fátíðari og óæskileg áhrif þeirra á
sýklaflóru sjúklingsins og umhverfis hans
minni. Þetta val verður því aðeins mögu-
legt að vitað sé með nokkurri vissu hvaða
sýkiar séu líklegir sýkingarvaldar. Sé fyrir
hendi aðstaða til ræktunar, er slíkt að
sjálfsögðu ómetanleg hjálp. Samt er rétt
að vara við blindri oftrú á ræktunarnið-
urstöður. Pað er sem sé oftast sjálf
sýkingin en ekki ræktunarsvarið, sem
ákvarðar hvort meðferðar er pörf.
Þegar litið er til venjulegustu öndunar-
færasýkinga og fylgikvilla peirra, p.e. háls-
bólgu, eyrnabólgu, skútabólgu, berkju-
kvefs og lungnabólgu, virðast veruleg
brögð að pví að lyf með breitt verkunar-
svið séu notuð, pegar rökréttara væri að
gefa penicillin V. Komið hefur í ljós að
íslenskir Iæknar eru mun örlátari á hin
breiðvirku lyf en starfsbræður þeirra á
Norðurlöndum. Petta er óæskilegt, ekki
aðeins með tilliti til aukaverkana, heldur
einnig vegna pess að penicillin V er
virkara gegn bæði streptokokkum og
pneumokokkum en penicillin með breitt
verkunarsvið. Sé um berkjukvef að ræða
er reyndar talið rétt að velja breiðvirkt
lyf, pá t.d. amoxillin, bakampicillin eða
pivampicillin. Ampicillin ber aldrei að
gefa í inntöku vegna ófullkomins frásogs
pess.
Hálsbólgu parf pví aðeins að með-
höndla með sýklalyfjum, að vitað sé eða
líklegt talið, að um streptokokkasýkingu
sé að ræða, og pá með penicillin V.
Nær allar eyrnabólgur orsakast af eft-
irtöldum sýklategundum: 1. Pneumokok-
kar, 2. Haemophilus influensa, 3. Braha-
mella catarralis 4. Betahemolytiskir strep-
tokokkar. Sömu sýklar munu og valdir að
skútabólgum, pótt anerob stafir taki oft
völdin síðar. Sá möguleiki að Haemophi-
lus influensa kunni að vera sýkingarvaldur-
inn hefur oft verið talinn réttlæta notkun
breiðvirkra penicillina gegn pessum sýk-
ingum. Pó hefur verið sýnt fram á að
með stórum skömmtum af penicillin V má
ráða niðurlögum langflestra Haemophilus
influensa stofna (líklega 90 %). Það sýnist
pví rétt að velja penicillin V sem fyrsta lyf
við öllum eyrna- og skútabólgum nema
ofnæmi hindri. Penicillin V er einnig kjör-
lyf við lungnabólgu svo fremi sjúkdóms-
mynd veki ekki sérstakan grun um Myco-
plasmasýkingu.
Varðandi skammtastærð er nú ráðlagt
að gefa færri en stærri skammta penicil-
lins. Talið er, að péttni lyfsins í hinum
sýktu vefjum, pegar hún verður mest, sé
mikilvægust en minna máli skipti hvort
hárri péttni er viðhaldið allan sólarhring-
inn. Sýnt hefur verið fram á a.m.k. hvað
varðar sýkingar af völdum streptokokka
og pneumokokka, að tveir vænir skammt-
ar af penicillini á dag eru fyllilega jafn
áhrifaríkir og fleiri skammtar. Við eyrna-
bólgu, hálsbólgu og lungnabólgu er ráð-
legt að gefa penicillin V 25 mg/kg lík-
amspunga tvisvar á sólarhring. Við háls-
bólgu duga helmingi minni skammtar.
Rannsóknir sýna að líkurnar á að lyfið sé
tekið samkvæmt fyrirmælum eru minni ef
krafist er lyfjatöku prisvar eða fjórum
sinnum á sólarhring. Viss tilhneiging virð-
ist einnig til að stytta meðferðartíma við
flestar venjulegustu sýkingar niður í 5-7
daga.
Höfuðvandamál samfara penicillin-
meðhöndlun er tvímælalaust penicillin
ofnæmi. Ofnæmisviðbrögðum má skipta í
tvo flokka:
a) Skjótkomin, koma 2-20 mínútum
eftir lyfjagjöf, sem ofsakláði (urticaria)
stundum ásamt bjúg í öndunarfærum og