Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 26
270 LÆKNABLADIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 68. ÁRG. - NÓVEMBER 1982 SÝKLALYFJAMEÐFERÐ GEGN ÖNDUNARFÆRASÝKINGUM Verulegur hluti af stárfi heimilislækna er að fást við sýkingar í öndunarfærum. Ekki verður sagt að skortur sé á virkum sýklalyfjum, sem grípa má til gegn þeim sýkingum, sem bakteríur valda. Vaxandi fjöldi sýklalyfja, sem sum hver geta haft alvarlegar aukaverkanir, svo og viss oftrú, sem ríkir meðal almennings á lækninga- mátt pessara lyfja, hefur þó gert veginn til hóflegrar og raunsærrar notkunar þeirra vandrataðan. Ef til vill má einnig segja, að skortur hafi verið á fræðslu frá hlutlaus- um aðilum. Sýklalyfjanotkun í nálægum löndum hefur fram til þessa farið vaxandi, en ekkert bendir til að tíðni bakteríusýkinga hafi aukist. Af þessu er sú ályktun dregin, að sýklalyf séu ofnotuð í vaxandi mæli. Vitað er að sýklalyfjanotkun var árin 1975-76 mun meiri á hvern íbúa á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Þó er hér full þörf á íhaldssemi. Flest lyf hafa einhverjar aukaverkanir, og þótt aukaverkanir sýklalyfja séu oftast vægar, er fyllsta ástæða til að forðast óþarfa lyfja- gjöf og þar með ónauðsynlegar aukaverk- anir. Ofnæmi fyrir sýklalyfjum, sérlega penicillinum og sulfa, er algengt vanda- mál. Sýnu alvarlegri eru þó breytingar á bakteríuflórunni í sjúklingnum og um- hverfi hans, þ.e.a.s. að útrýmt er þeim bakteríum, sem næmar eru fyrir sýklalyfj- um, og þannig búin betri skilyrði til vaxtar ónæmra bakteríustofna og sveppa. Vaxandi útbreiðslu sýklalyfjaónæmra bakteríustofna má örugglega telja afleið- ingu gáleysislegrar lyfjanotkunar. Dæm- in eru ófá. Penicillinónæmir stafylokokk- ar voru í fyrstu nær eingöngu valdir að sýkingum á sjúkrahúsum. Nú er meirihluti allra stafylokokka, einnig utan sjúkrahúsa ónæmur fyrir venjulegu penicillini. Sulfaó- næmir meningokokkar, penicillinónæmir gonokokkar, ampicillinónæmur Haemop- hilus influensae og chloramphenicoló- næm Salmonella typhi eru önnur teikn þessarar uggvænlegu þróunar. Gagnrýnis- laus útaustur lyfjanna svo og ónóg stærð skammta og ef til vill óregluleg taka lyfsins, er talið auka hættuna á þolmynd- un. Þessu til stuðnings má nefna, að chloramphenicolþolandi Salmonella typhi skaut fyrst upp kollinum í Mexico, þar sem kaupa má þetta ágæta lyf án lyfseðils. Vænlegasta úrræðið til að draga úr ofnotkun sýklalyfja væri vafalaust, að læknar reyndu að temja sér að leita svara við a.m.k. tveim spurningum, áður en þeir hefja lyfseðlaskriftir. í fyrsta lagi; eru verulegar líkur til að einkenni sjúklings stafi af sýkingu? Ef svo er, er þá líklegt að um bakteríusýkingu sé að ræða? Útbreidd er sú trú, að penicillin lækki hita, og er sjálfsagt að reyna að leiðrétta þann misskilning. Öllum ætti að vera ljóst að hiti getur átt sér aðrar orsakir en sýkingu, getur auk heldur verið aukaverk- un sýklalyfja. Það eru alltaf óverjandi vinnubrögð að meðhöndla einkenni með sýklalyfjum án þess að mynda sér skoðun um, hvaða sjúkdómur liggur að baki. Sjúkdómsgreiningin er auðvitað afger- andi um hvort gefa skal sýklalyf, hvaða lyf, og í hvaða skömmtum. Víst getur það krafist þolinmæði af læknisins hálfu og tekið verulega lengri tíma en að skrifa lyfseðil, að sannfæra órólega sjúk- linga eða foreldra veiks barns um að ekki sé þörf sýklalyfjameðferðar. Hér er sem oftar mikilvægast að reyna að ávinna sér traust sjúklingsins, láta hann skynja að læknirinn taki ábyrga afstöðu til vanda- máls hans og að ákvörðun um að hefja

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.