Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 44
282
LÆKNABLAÐID
flestum tilfellum virðist nægja að nota annað efnið
til að meta nýrnastarfsemi. Rætt verður litillega um
pau tilfelli þar sem efnin sýna mismunandi nið-
urstöðu.
NÝ AÐFERÐ TIL STAÐSETNINGAR Á
INSULINOMA
Gunnar Valtýsson, Benjamin Glaser og Arthur I.
Vinik, University of Michigan Hospital, Ann
Arbor, U.S.A.
Brisæxli, er framleiða hormón, eru yfirleitt mjög lítil
og hefur staðsetning fyrir aðgerð með æðamyndum,
tölvusneiðmyndum og ultrasound reynst erfið. Per-
cutan transhepatic blóðsýni úr portæðakerfinu voru
notuð til að kanna eftirfarandi:
1. Staðsetja hormónframleiðandi æxli og greina
æxli frá hyperplasia í sex sjúklingum með fast-
andi hypoglycaemia og hyperinsulinism.
2. Rannsaka þéttni og dreifingu á immunoreactive
peptíðum: Insulin (IRl), gastrin (IG), somatostatin
(SRIF), pancreatic polypeptide (hPP), og gluca-
gon (IRG) í peim hluta brisins, sem ekki var
æxlisvöxtur til staðar í.
Hjá fimm af þessum sjúklingum voru brisæðamyndir
eðlilegar.
Staðbundin hækkun á IRI (64-920 microunits/ml),
gaf réttilega til kynna staðsetningu æxlis í öllum sex
tilfellunum. Hækkun á SRIF (408 pg/ml) á sama stað
og IRI hækkun (73 microunits/ml) hjá einum sjúkl-
ingi, sem reyndist hafa stórt æxli í brishöfðinu, benti til
þess að æxlið framleiddi bæði hormónin. Hjá fimm
sjúklingunum með einstakt insulinoma var staðsetn-
ing á mestri þéttni hormóna í portæðakerfinu og
portæðar-slagæðar gradients þannig: (mean±SE
pg/ml) IG, truncus gastrocolica (126 ±27, 46 ±22);
IRG, vena lienalis proximalis (130±30, 47 ±13) og
truncus gastrocolica (131 ±23, 60±13); hPP vena
portae (164±48, 49±22); SRIF, vena mesenterica
superior, (186 ±50, 57 ±20) og truncus gastrocolica
(178 ± 59, 55 ± 21). Eftirfarandi er ályktað:
1. Percutan transhepatic sýni úr portæðakerfinu
voru notuð á árangursríkan hátt til að staðsetja
sex brisæxli er framleiða hormón.
2. SRIF og IRG koma frá bæði brisinu og görninni,
IG kemur aðallega frá proximal hluta garnar-
innar og hPP frá brishöfðinu.
3. Þessar niðurstöður gefa nýjar upplýsingar um
túlkun á þéttni hormóna og staðsetningu á
peptíðframleiðandi brisæxlum.
RANNSÓKN Á CAERULEIN/SECRETIN
ÖRVUÐUM OG ÓÖRVUÐUM GALLÚT-
SKILNAÐI í SKEIFUGÖRN MEÐ
RENNSLISTÆKNI: MERKJAFRÆÐI
(SIGNAL PROCESSING) NOTUÐ VIÐ
ÚRVINNSLU GAGNA
Ó. G. Björnsson, P. Sigurðsson, G. Jóhannsson, V. S.
Chadwick og S. Björnsson. Rannsóknarstofa í
Merkjafræði (Gömlu Loftskeytastöðinni),
Verkfræði- og Raunvísindadeild Háskóla íslands,
og Hammersmith Hospital, DuCane Road,
London W12, U.K.
Rennslistækni í skeifugörn (the standard duodenal
perfusion technique) (Eur. J. Clin. Invest. 9: 293-300,
1979), með eða án endurgjafar (re-infusion) uppsog-
aðs skeifugarnarvökva, var notuð til langvarandi (7
klst.) athugunar á útskilnaði galls (bilirubins, gallsal-
ta, trypsins) í mönnum. Sex einstaklingar (22,3 ára±
0.5, SEM) tóku þátt í tvennum samskonar tilraunum
(paired studies), að öðru leyti en því, _að í fyrri
tilrauninni var öllum (>95 %) uppsoguðum skeifu-
garnarvökva skilað niður í jejunum strax eftir
sýnitöku (BSTIMRE, GSTIMRE, TSTIMRE), en í
hinum seinni var honum fleygt (BSTIM, GSTIM,
TSTIM). I.v. caerulein (5 ng kg-' klst.-1) og secretin
(0.1 CU kg_1 klst.-1) var gefið allan tímann (7 klst.) í
báðum tegundum tilrauna og sýnum safnað á 10 mín.
fresti. Sex einstaklingar (22.8 ára±0.9, SEM) tóku
pátt í öðrum sambærilegum tilraunum nema caeru-
lein og secretin var ekki gefið. í örvuðu tilraununum
varð marktækt fall í útskilnaði bilirubins í þeim hópi,
þar sem skeifugarnarvökva var ekki skilað BSTIM)
borið saman við þann hóp, þar sem vökvanum var
skilað (BSTIMRE: hallatala ±2,50 ±0.85 vs. BSTIM
_3,28±0.76 (SEM), P<0.01). Heildarmagn gallsalta
fleygt í BSTIM 3,46±1,43 g, SEM). Ekki var
marktækur munur á útskilnaði trypsins i þessum
hópum. í óörvuðu tilraununum var einnig tilhneiging
til falls í bilirubinútskilnaði, þar sem skeifugarnar-
vökvi var ekki varðveittur (BUN), þótt væri
það marktækt (heildarskerðing gallsalta i þessum
hópi (BUN) 1,33±0,73 g, SEM). Spektur- og fylgni-
greining (D. Childers, A. Durling: Digital Filtering
and Signal Processing, West Publ. Co., N. Y., 1975),
sýndi, að gallútskilnaður var lotubundinn (periodic) í
öllum fjórum tilraunahópunum, og voru aflmestu
loturnar af eftirfarandi tíðni, dæmt út frá bilirubinút-
skilnaði: BUN: 71 mín. (61-91 mín., ± SEM);
BUNRE: 53 mín. (51-56 mín. ); BSTIM: 58 min. (51-
61 mín.); BSTIMRE: 58 mín. (56-61 mín.). Lokaord:
Bilirubinútskilnaður er lotubundinn í mönnum og
líklegast að einhverju leyti háður gallsöltum (bile
salt dependent).
PVAGSKOÐUN Á SJÚKRAHÚSI:
SMÁSJÁRRÚTINA FRÁ ÝMSUM HLIÐUM
Matthías Kjeld. Rannsóknastofa Landspítalans.
Hormóna- og lyfjaeining.
Til þess að átta sig á hlutverki rútínu smásjárskoð-