Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 20
266 LÆKNABLADID kennanna. Marktækur munur er á meðalaldri sjúkinga með intrinsic rhinitis og allergic rhinitis við byrjun einkenna (0,001 >P> 0,0001). Niðurstaða úr deilitalningu hvítra blóðkorna er einnig sýnd á töflu I. Marktækur munur er á sjúklingum með intrinsic rhinitis og allergic rhinitis (0,05 > P>0,02). Á myndinni (Fig.) sést aldursdreifing í byrjun sjúkdómsins. Af sjúklingum með allergic rhinitis fengu 60 % fyrstu einkenni á aldrinum 5-14 ára og aðeins einn sjúklingur úr þessum hópi veiktist eftir 40 ára aldur. Af sjúklingum með intrinsic rhinitis fengu 55 % fyrstu einkennin á aldrinum 10-29 og 18 % sjúklinga veiktist eftir 40 ára aldur. Af sjúklingum með vasomotoric rhinitis fengu 44 % einkenni á aldrinum 20-39 ára og 25 % veiktust eftir 40 ára aldur. Á töflu II er sýnd ættarsaga, reykingasaga og atvinnusaga sjúkl- inganna. í ættarsögu eru aðeins teknir nánustu ættingjar: þ.e. foreldrar, systkini, afar og ömm- ur og börn. Enginn marktækur munur er á ættarsögu sjúklinga með intrinsic rhinitis og allergic rhinitis. Migraine er nokkuð algengara hjá nánum ættingjum sjúklinga með intrinsic rhinitis en munurinn er þó ekki marktækur (0,10> P>0,05). Af þeim sem höfðu fast starf töldu 41 %, að einkenni versnuðu í sambandi við starfið og hjá 13 sjúklingum (11,3 % þeirra sem gáfu upp fasta atvinnu) var um atvinnusjúkdóm að ræða. Prír þessara sjúklinga höfðu intrinsic rhinitis. Einn þeirra var bakari, annar tré- smiður og sá þriðji vann við framköllun á Ijósmyndum. Tveir sjúklingar höfðu vasomo- toric rhinitis. Annar starfaði í gróðurhúsi, en hinn fékk einkenni í sambandi við vinnu í fjósi. Ellefu sjúklingar höfðu allergic rhinitis. Tveir bændur og ein bóndakona höfðu ofnæmi fyrir heyryki, einn bóndi og ein bóndakona höfðu ofnæmi fyrir kúm, einn dýralæknir hafði of- næmi fyrir dýrum, þrjár hárgreiðslukonur höfðu ofnæmi fyrir Hennalitum, ein starfsstúlka í gróðurhúsi hafði ofnæmi fyrir tómatplöntum og ein starfsstúlka í skreiðarverkun hafði ofnæmi fyrir myglaðri skreið og stafaði það ofnæmi af myglutegundinni cladosporium. Á töflu III eru sýndar tölur um fylgikvilla og samverkandi sjúkdóma. Tölur um polypa og verulega skekkju á septum nasi eru fengnar með kliniskri skoðun. Marktækur munur er á sjúklingum með intrinsic rhinitis og allergic rhinitis m.t.t. fylgikvilla. Minnstur er munurinn á tíðni polypa (0,05 > P > 0,02). Af samverkandi sjúkdómum ber mest á asthma og 40 % allra sjúklinganna hafa ein- hvern tíma á ævinni haft einkenni um asthma. Marktækur munur er á sjúklingum með intrin- sic rhinitis og allergic rhinitis m.t.t. asthma (0,05 > P> 0,02) og atopic dermatitis. Hins vegar er ekki marktækur munur á þessum sjúklingahópum m.t.t. urticaria (0,50 > P>0,10) og migraine (0,10> P> 0,05). í töflu IV er gerð grein fyrir umhverfispátt- um öðrum en ofnæmisvöldum. Algengast er að vegaryk valdi ópægindum, en næst algengast er að kvartað sé yfir tóbaksreyk og köldu lofti. Table II. Family history, smoking habits and occu- pational anamnesis collected from the question- naires. Per cent positive questionnaire answers Rhinitis Nonallergic Intrinsic n:l 21 Vaso- motoric n:43 Allergic Seasonal/ Perennial n:l 39 Sum n:303 Asthma .. 31 7 28 28 Rhinitis .. 39 47 36 39 Migraine .. 10 5 4 7 Nonsmokers ... .. 64 41 84 69 Smokers .. 19 23 12 17 Exsmokers .. 17 36 4 14 Employed .. 55 56 35 45 Worsened by occupation ... . 44 38 39 41 Occupational diseases 4,4 8,3 22,4 11,3 Table III. Complications and co-existing diseases. Per cent positive questionnaire answers Rhinitis Nonallergic Intrinsic n:l 21 Vaso- motoric n:43 Allergic Seasonal/ Perennial n:139 Sum n:303 Chr. nasal infection . n 2 3 6 Polyps* . 13 0 6 8 Marked septal deviation* ... . 30 23 6 18 Asthma . 35 23 49 40 Atopic derma- titis 1 0 13 6 Contact derma- titis 2 2 1 2 Urticaria 3 5 7 5 Migraine 8 5 3 5 *) Data from clinical examinations.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.