Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 38
278
LÆKNABLADID
meðalsvæsinn háprýsting var skipt í tvennt eftir
hendingu. Hóparnir voru samsettir pannig, að tíðni
áhættupátta fyrir kransæðasjúkdómi var svipuð í
báðum. Annar hópurinn (T) fékk meðferð með
thiazid lyfi (Centyl) með eða án hydralazins. Hinir
(B) fengu beta-blokkara (Metoprolol), einnig með
eða án hydralazins. Tveir karlar hurfu úr rannsókn-
inni áður en lyfjameðferð var hafin, en 13 hættu á
meðferð af ýmsum ástæðum.
Blóðprýstingur var 157/106 í hópi B, en 161/109 í
hópi T fyrir meðferð. Eftir eins árs meðferð var
blóðprýstingur 132/88 í hópi B, en 131/87 í hópi T,
eftir tvö ár 137/89 (B) og 134/87 (T) og eftir prjú ár
134/89 (B) og 129/88 (T). Hjartsláttartíðni var að
meðaltali 78.0 fyrir meðferð í hópi B og 76.6 í hópi T.
Beta-blokkarinn olli hægari hjartslætti (63.4 eftir eitt
ár, 67.2 eftir tvö ár og 65.4 eftir prjú ár) en
pvagræsilyfið (72.9, 72.4 og 73.0). f hópi T hækkaði
kólesteról í sermi úr 5.8 í 6.8 mmól/l eftir eitt ár, en 1
hópi B var kólesteról óbreytt eftir eitt ár (6.1
mmol/1). Kalium í sermi Iækkaði í hópi T úr 4.0
meq/1. I 3.4 eftir eitt ár, en I hópi B úr 4.0 í 3.8.
Kreatinin í sermi lækkaði í báðum hópum í upphafi,
en hækkaði síðan við lengri meðferð, úr 0.95 í 1.02
meq/1. eftir priggja ára meðferð í hópi T, úr 0.96 í
0.97 í hópi B. Ekki var marktækur munur á tíðni
aukaverkana í hópunum tveimur. Thiazidlyfið lækk-
aði blóðprýsting meira en metoprolol. Hins vegar
varð meiri hækkun kólesteróls og kreatinins í sermi
í hópi peirra, sem fengu pvagræsilyfið. Kalium í
sermi lækkaði meira í hópi sjúklinga sem meðhöndl-
aðir voru með pvagræsilyfjum.
VEIRUSÝKINGAR í BEINMERGSPEGUM
Guðrún Agnarsdóttir (fyrir hönd The British Bone
Marrow Group). Department of Virology,
Hammersmith Hospital, London.
Framskyggn (prospective) rannsókn var gerð um 3
ára bil til að kanna tegundir, tíðni og afleiðingar
veirusýkinga meðal beinmergspega. Þessir sjúkling-
ar fengu beinmergsígræðslu vegna illkynja blóð-
sjúkdóma eða merghruns. — Sýni til veiruskoðunar
voru tekin fyrir ígræðslu mergs frá mergpega og
gjafa, en síðan reglulega frá mergpega par til hann
útskrifaðist eða dó. Veirusýning var greind með
ræktun veiru eða smásjárgreiningu veira og veiru-
sýktra frumna eða pegar a.m.k. ferföld hækkun
veirumótefna fannst í sermi. — Af 65 sjúklingum
fengu 48 samtals 92 veirusýkingar. Sautján sjúkl-
ingar fengu ekki greinanlega sýkingu. Herpes sim-
plex (HSV), Cytomegaloveira (CMV) og Varicella-
Zoster (VZ) gerðu mestan usla, pótt aðrar veirur
fyndust líka. Flestar HSV sýkingar fundust á fyrsta
mánuði eftir mergígræðslu en CMV og VZ komu
síðar. Af 22 sjúklingum, sem fengu CMV sýkingu
höfðu 12 engin mótefni gegn veirunni fyrir mergí-
græðslu. Gjafar flestra peirra voru líka mótefnalaus-
ir. Er líklegast, að veiran hafi borist til pessara
sjúklinga með blóðafurðum, sem gefnar eru par til
merggræðlingur tekur. Helmingur peirra sjúklinga,
sem fengu CMV sýkingu voru af vefjaflokki HLA
B8 og er pað marktæk hækkun á tíðni pess flokks.
Margir sjúklingar fengu fyrirbyggjandi meðferð
með VZ mótefnum en pau virtust hafa takmarkað
verndunargildi.
Veirusýkingar ollu talsverðum veikindum hjá
beinmergspegum en fáar urðu bein dánarorsök.
Líklegt er pó, að pær hafi með samverkun við aðrar
örverur átt drjúgan pátt í dauða sumra sjúklinga.
Cyclosporin A meðferð margra sjúklinga síðari
hluta rannsóknartímabilsins virtist ekki auka líkur á
veirusýkingum.
RAUÐUHUNDAFARALDURINN 1978-1979
Auður Antonsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og
Margrét Guðnadóttir. Rannsóknastofa Háskólans
í veirufræði, Reykjavík.
Síðasti faraldur rauðra hunda hérlendis var 1978-79
og líktist hann mjög faraldrinum 1963-64. Eftir pann
síðarnefnda fæddust 37 börn með meðfæddar
skemmdir af völdum rauðra hunda. Árið 1975 urðu
mælingar á mótefnum gegn rauðum hundum reglu-
bundinn páttur í mæðraeftirliti hérlendis. Oftast var
sýni pá tekið 4.-5. mánuði meðgöngu. Haustið 1978,
pegar fyrirsjáanlegt var hve útbreiddur faraldurinn
yrði, voru ófrískar konur hvattar til að láta mæla
rauðuhundamótefni sem allra fyrst á meðgöngu.
Tóku konur tilmælunum mjög vel. Á tímabilinu júní
1978 — maí 1979 voru mæld sýni frá 5126 ófrískum
konum. Alls voru sýni pessi 14.709. Sýndu 114
kvennanna marktæka hækkun rauðuhundamótefna.
Nú 2 árum seinna höfum við kannað pennan hóp og
heilsufar barna peirra mæðra, sem sýndu marktæka
mótefnahækkun á 12.-20. viku meðgöngu og fæddu.
Einnig hve mörg börn hafa greinst með meðfæddar
rauðuhundaskemmdir eftir faraldurinn. Einungis 2
börn með slíka greiningu hafa fundist. Þvi er
augljóst að aðgerðir pær, sem gripið var til í
faraldrinum 1978- 79 báru mikinn árangur.
RAUÐIR HUNDAR. MÓTEFNI OG
BÓLUSETNINGAR í 34 ALDURSHÓPUM
ÍSLENSKRA KVENNA
Sigríður Guðmundsdóttir, Auður Antonsdóttir og
Margrét Guðnadóttir. Rannsóknastofa Háskólans
í veirufræði, Reykjavík.
Árið 1975 hófust mælingar á mótefnum gegn
rauðum hundum í sermi ófrískra kvenna og ári síðar
meðal 12 ára gamalla skólastúlkna. Byrjað var að
bólusetja pær mótefnalausu í pessum 2 hópum árið
1977. Vorið 1979 undir lok svæsins rauðuhundafar-
aldurs skipulögðu Rannsóknastofa í veirufræði og
Landlæknisembættið herferð gegn fósturskemmd-
um af völdum rauðra hunda. Ætlunin var, að ná til