Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐID
281
ur mitochondria breyttist stundum. Hröð gerj-
un haggaðist ekki.
11) Frumumassi per ATP framleitt reyndist mörg-
um sinnum meiri við gerjun en öndun.
12) Carcinogen hindruðu að fruman kæmist úr
giucosa-repression (sbr. 10).
13) Athugað hvort glucosu-repression yrði / spen-
dýrafunum — svo virðist — ekki lokið tilraun-
um.
14) Lyf, sem vitað er að leysa kalk úr orkukornum,
stöðvuðu frumuskiptingar og ráku frumur í
sérhæfingu (neuroblastoma frumur).
15) Umhugsun: Metaboliskt er margt líkt með
cancerfrumu, fósturfrumu og gerfrumu, sem er
ekki til fulls derepressed: veruleg gerjun, lítil
öndun. Vekur spurningu: »er« illkynja ástand
einhvers konar ófullkomin derepression? Gene-
tiska sköddunin gæti pá verið hvort í kjarna eða
orkukornum — truflaði stýringu gerjunar/önd-
unar(?)
16) Túlkun.■ ad mjög náin tengsl séu með: skiptingu-
sérhæfingu-ævilengd-gerjunöndun.
17) Uppástunga: Að cancerfruma sé sambærileg við
gerfrumu, sem ekki nær fullri derepression.
18) Kenning (sjá 11: Mun meiri frumumassi per
framleitt ATP við gerjun en öndun (gerfrum-
ur)): Við gerjun fer lítið af orku til byggingar
orkukorna. Við öndun fer mikil orka í það. Gæti
þetta varpað ljósi á cancerfrumur? Mikill
spennumunur er yfir innhimnu orkukorna, en
himnan hefur þar að auki gríðarmikið yfirborð,
sumir segja 20-50 falt yfirborð úthimnu. í þetta
fer geysimikil orka í heilbrigðum frumum. Can-
cer-fruman sniðgengur þetta a.n.l., notar tiltölu-
lega mikið af orku í skiptingu, æviskeiðið er
stutt (fer fljótt í skiptingu); og æviskeiðið er
ódýrt (mælt í ATP) því að fruman svíkst um að
byggja rétt upp sín orkukorn.
17 og 18 tengist. Kenning um edli krabbameins —
byggð á áður umræddum niðurstöðum okkar; byggir
að sjálfsögðu á ótal niðurstöðum annarra manna.
Pessi kenning er þá sú leið, sem við leggjum til að
farin verði í leit að eðli krabbameins.
LEIT AÐ BRJÓSTAKRABBAMEINI MEÐ
RÖNTGENGREININGU EINGÖNGU
Baldur Fr. Sigfússon og Ingvar Andersson. Malmö
allmanna sjukhus, Röntgendeild, Malmö, Svíþjóð.
Að undanskildu brjóstaröntgen (mammografi) hafa
allar aðferðir reynzt árangurslitlar til greiningar á
litlum, illkynja brjóstaæxlum og forstigum þeirra.
Ekkert bendir til, að klínísk hópskoðun hafi veruleg
áhrif á dánartíðni vegna brjóstakrabbameins, og
ósennilegt er, að neitt komi á næstu árum í stað
brjóstaröntgens við greiningu æxla, sem finnast ekki
við þreifingu (a.m.k. 50 %). — Hóþskoðanir með
brjóstaröntgen eingöngu hafa verið reknar í Gávle-
borgs lán í Svíþjóð síðan 1974, og síðan 1977- 78
(með óskoðuðum viðmiðunarhóþum) í Malmö, Kop-
parbergs lán og Östergötland. Alls voru rúmlega
140 þús. konur kallaðar. Árangur hefur að flestu
leyti verið tiltölulega svipaður. — í Malmö var
helmingur (21.242) kvenna 45-69 ára kallaður, og
74 % mættu í fyrstu skoðun. Grunur var um illkynja
sjúkdóm hjá 3.4 % þeirra, en aðeins hjá 1.6 % eftir
ítarlegri röntgenrannsókn. Skurðaðgerð (sýnistaka
eða brottnám' brjósts) var framkvæmd hjá 190
konum, og höfðu 116 þeirra krabbamein, en 2 konur
með örugga greiningu (röntgen og stungusýni)
neituðu aðgerð. Heildartíðni krabbameins var þann-
ig 7.5 af þúsundi. Forsagnargildi röntgenrannsókn-
anna var 47 % hvað snerti minnsta grun eftir
viðbótarrannsókn, og 61 % varðandi ábendingu um
töku vefjasýnis. »Sensitivitet« röntgenrannsóknan-
na miðað við krabbamein upþgötvað innan árs var
91.5%, og »specificitet« 99.2%. — Hátt hlutfall
»lítilla« æxla (»in situ« og < 1 cm), öfugt við
viðmiðunarhópinn, bæði við tvær fyrstu skoðanirnar
(59 % og 69 %) og við þá þriðju, sem er hálfnuð, svo
og lág tíðni meinvarpa í holhönd (18 %), benda
sterklega til að hópskoðanir með brjóstaröntgen
muni lækka dánartíðni, en öruggar tölur frá Svíþjóð
í því efni fást í fyrsta lagi 1983. Mjög hátt hlutfall
»tubular« krabbameins, sem skv. rannsóknum meina-
fræðinga í Malmö er að öllum líkindum byrjunarstig
meira en 50 % alls brjóstakrabbameins, bendir í
sömu átt. — í Malmö hafa einkum hópskoðanirnar
valdið því, að æ fleiri konur með lítil æxli án
meinvarpa sleppa við að missa brjóstið, sem er
geislað eftir brottnám æxlisins. — Full ástæða er til
að hefja þegar undirbúning að slíkum hóprann-
sóknum hér á landi. Viðunandi árangur krefst m.a.
mikillar reynslu í röntgengreiningu á þessu sviði,
beztu myndgæða, sem á verður kosið, og góðrar
samvinnu allra viðkomandi sérgreina.
NÝRNARANNSÓKNIR MEÐ
GAMMAMYNDAVÉL OG TÖLVU
Eysteinn Pétursson, Stefanía Stefánsdóttir, Helga
Jónsdóttir, Pórdís Kristinsdóttir. ísótópastofa,
Landspítalinn, Reykjavík.
Gerður er samanburður á notkun tveggja geisla-
virkra efna til að kanna nýrnastarfsemi: 131-I-Hippu-
ran (tubular sekretion) og 99m-Tc-DTPA (glomeru-
lar filtration). Efnin eru gefin í venu og síðan er
fylgst með upphleðslu þeirra í nýrun og útskilnaði.
Gammamyndavél nemur geislana frá nýrunum, breyt-
ir þeim í rafboð og sendir inn á tölvu. Eftirfarandi
þættir voru athugaðir: 1) tími frá inngjöf að
hámarksupphleðslu (Tmax), 2) upphleðsla 1-3 mín. e.
inngjöf og 3) helmingunartími (T V2) eða residual
geislavirkni í nýranu eftir ákveðinn tíma frá inngjöf.
Athugun var gerð á 22 sj með ýmsa kvilla, þar af
voru 10 með hypertensio arterialis. Góð samsvörun
fékkst milli þessara tveggja geislavirku efna hvað
varðar Tmax og upphleðslu, en erfiðara er að bera
saman þá þætti, sem varða útskilnaðarfasann. í