Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐID 265 í könnuninni eru sjúklingarnir taldir hafa langvinna slímhúöarbólgu í nefi, ef einkennin hafa haldist með litlum hléum í Ú2 ár eða lengur. Ef um gróðurofnæmi er að ræða, er miðað við eitt sumar eða fleiri. Sjúkdómseinkennum er skipt í allergic rhi- nitis og nonallergic rhinitis. Allergic rhinitis má skipta í árstíðabundinn seasonal rhinitis og perennial rhinitis með einkennum allt árið. í könnuninni er ekki gerður greinarmunur á pessum tveimur sjúkdómaflokkum. Flokkun nonallergic rhinitis í undirflokka hefur löngum verið á reiki. Hér er stuðst við flokkun Niels Mygind og nonallergic rhinitis skipt í intrinsic rhinitis og vasomotoric rhinitis (5). Greining á milli pessara undirflokka byggir eingöngu á kliniskum einkennum. Greining allergic rhini- tis byggir hins vegar á niðurstöðum úr ofnæm- isrannsóknum. Intrinsic rhinitis einkennist fyrst og fremst af nefstíflum. Oft skiptast nefgöngin á með að stíflast, pannig að sjúkiingurinn getur aðeins með erfiðismunum andað með nefinu. Stíflurn- ar eru meira áberandi á nóttunni en á daginn. Útferð úr nefi er fremur lítil. Oft eru graftrar- kenndar skánir fremst í nefgöngum á morgn- ana. Hnerrar og kláði í nefgöngum eru ekki áberandi einkenni. Lyktarskyn er oft verulega skert. Einkenni eru mismunandi frá einni viku til annarrar, en sjúklingarnir eru sjaldan ein- kennalausir. Vasomotoric rhinitis lýsir sér einkum með miklum hnerraköstum og nefrennsli. Nefrennsl- ið er glært og punnt eins og vatn. Einkenni byrja oft við fótaferð á morgnana og virðist stöðubreytingin, pegar fólk rís upp úr rúminu, koma köstunum af stað. Köstin geta pó komið hvenær sem er á sólarhringnum. Yfirleitt er lyktarskynið gott og nefgöngin vel opin. Allergic rhinitis einkennist af kláða, hnerra og punnfljótandi nefrennsli. í byrjun eru nefgöngin opin en stíflast oft pegar frá líður, ef meðferð er ófullnægjandi. Oftast fylgir mikill kláði og roði í augum og einnig kláði í gómbogum og koki. Einkennin koma í köstum og sjúklingurinn getur verið einkennalaus pess á milli. Oft má setja einkennin í samband við pekkta ofnæmisvalda í umhverfi. NIÐURSTÖÐUR í könnuninni voru 303 sjúklingar. 121 sjúkling- ur (40 %) hafði intrinsic rhinitis, 43 sjúklingar (14%) höfðu vasomotoric rhinitis og 139 sjúklingar (46 %) höfðu allergic rhinitis. Kyn- dreifing og meðalaldur sést á töflu I, og par sest einnig meðalaldur við byrjun sjúkdómsein- Table I. Characterization of the 303 patients. Intrinsic rhinitis Vaso- motoric rhinitis Allergic rhinitis Sum Sex Male 48 13 61 122 (40 %) (30 %) (44 %) (40 %) Female .... 73 30 78 181 (60 %) (70 %) (56 %) (60 %) Age (yr) Mean 35 38 21 29 Range 12-79 14-85 7-59 7-85 Age at debut Mean 24 29 13 20 Range 2-69 4-79 0-49 0-79 Eosinofils 24/68 2/18 32/60 58/146 > 5 % (35 %) (11 %) (53 %) (40 %)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.