Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1982, Síða 35

Læknablaðið - 15.11.1982, Síða 35
LÆKNABLADIÐ 275 sjúklingum með insúlínháða sykursýki (IDDM) eru bornar saman við arfgerðir 228 heilbrigðra einstak- linga. Ákveðnar HLA-setraðir (HLA haplotypes) auka sykursýkishættu og í ákveðnu samhengi marg- faldast áhættan (sjá töflu). Þessir litningabútar eða setraðir eru: Al, B8, Bfs; A2.-B8, Bfs; A2, B15, Bfs; A9, B16, Bfs; A2, B40, Bfs OSTEOPETROSIS RECESSIVA: ARFGENG MARMARABEINVEIKI Ólafur Jensson, Alfreð Árnason, Inga Skaftadóttir, Hindrik Linnet, Guðmundur K. Jónmundsson og Margrét Snorradóttir. Blóðbankinn, Röntgendeild, Barnadeild, Rannsóknastofa Háskólans v/Barónsstíg, Landspítalinn, Reykjavík. Osteopetrosis recessiva (OPR), marmarabeinveiki, hefur verið greind hjá prem einstaklingum í tveim fjölskyldum. Þetta er mjög sjaldgæfur arfgengur beinsjúkdómur hjá ungbörnum. Ættarrannsóknir benda til pess að foreldrar barnanna með sjúkdóm- TWO CELANOC FAUILCS WTTH OSTEOPETROSIS I I I S I a <L ahrl í' £jiP £ótSí H-rO II <! o n i [ o o I i I i I i < > <> £ OrO ^ £5dji jj^<s££ £££j<t<| í* □ £ 1 £ _ inn eigi sameiginlegt forforeldri. Sjúkdómsmynd og ferli sjúkdómsins er lýst. Stutt yfirlit er gefið um nútíðarpekkingu á lífeðlisfræði OPR og möguleikum til lækninga á pessum banvæna beinsjúkdómi. Greint er frá erfðamarkarannsóknum á 21 erfða- kerfi proteina sem gerðar voru á 23 einstaklingum í 4 ættliðum fjölskyldanna. Megintilgangur pessa er að leita að nánum tengslum sjúkdómsins við erfða- mörk (genetic linkage). ÆTTERNI OG KRANSÆÐASTÍFLA Óskar Pórðarson og Sturla Friðriksson. Gerður var samanburður á dánartíðni vegna krans- æðastíflu (k) meðal nánustu ættingja k-sjúklinga og meðal nánustu ættingja jafnmargra sambærilegra einstaklinga sem ekki höfðu haft k, að pví er best var vitað. Einnig var áætluð og fundin dánartíðni vegna k I báðum hópum ættingja borin saman við k- dauða áhættuna eins og hún er hjá ísl. almenningi, og pannig fundið hlutfall (ratio) á milli pessara stærða. Niðurstöður voru byggðar á dánarskýrslum frá 1951-75. Sjúklingarnir voru 108 karlmenn og 42 konur, sem höfðu örugglega fengið k, karlar fyrir 65 ára aldur og konur fyrir 70. Dánartíðnin reyndist örugglega hærri meðal ættingja k-sjúklinga en hinna. Líkindi fyrir pví að fá k reyndust einkum mikil hjá ættingjum k-sjúklinga í samanburði við almenn- ing, en marktækur munur fannst ekki hjá hinum hópnum og almenningi. Af pessu var dregin sú ályktun að veruleg líkindi væru fyrir pví að ætterni væri liður I próun kransæðastíflu. ÍSLENSK GIGTARÆTT: KLINISKAR, ERFÐAFRÆÐILEGAR OG ÓNÆMISFRÆÐILEGAR ATHUGANIR Ingvar Teitsson, Alfreð Árnason, Helgi Valdimarsson og Jón Þorsteinsson. Dept. of Immunology, St. Mary’s Hospital, London: Erfðarannsóknadeild Blóðbankans og Lyflækningadeild Landspítalans. Rannsókn á tengslum erfðapátta og ónæmisvið- bragða við óvenju háa tíðni gigtarkvilla í íslenskri ætt. Um 180 ættarmeðlimir hafa verið rannsakaðir kliniskt m.t.t. gigtareinkenna. Erfðamörk, s.s. HLA- A, B og C vefjaflokkar, flokkar rauðra blk. og erfðagerðir 3ja páttar komplíments (C3) og proper- díns (Bf) hafa verið rannsökuð hjá um 130 manns. Mæld hafa verið immunoglobulin, gigtarpættir (RF, af IgM, IgG og IgA gerð) og kjarnamótefni (ANF) í blóðvatni, einnig »antibody independent opsoniza- tion.« Af 180 meðlimum ættarinnar hafa 10 dæmigerðan og 10 líklegan arthritis rheumatoides, 3 hafa ákveð- inn og 10 mögulegan Iupus erythematosus dissemi- natus, 2 spondylitis ankylopoietica, 3 Reiter’s sjúk- dóm/arthritis reactiva, 1 palindromic rheumatism og 1 arthritis psoriatica. Tíðni verkja, bólgu og morgun- stirðleika ! liðum er marktækt hærri í ættinni en í sambærilegum hópi íslendinga. Tíðni HLA-B27 í ættinni er 60 %, borið saman við 16 % í íslendingum almennt, en innan ættarinnar er pó lítil fylgni milli B27 og sjúkdóma. Tíðni erfðaaf- brigðisins F af C3 er svipuð og alm. í íslendingum, en í ættinni er jákvæð fylgni milli C3-F og heilbrigði. Tiðni jákvæðs Rose-Waaler prófs er 17,5% (22/126) og jákvæðs ANF 10,3 % (13/126), jákvæðni pessara prófa fylgir sjúkleika í ættinni. Hins vegar hafa heilbrigðir I ættinni tilhneigingu til að mynda IgG mótefni gegn jórturdýra-IgG. Sú tilhneiging er marktækt hærri hjá peim, sem hafa C3-F. f ætt pessari virðist flókið samspil umhverfis- og erfðapátta stuðla að gigtarkvillum. Einkum virðist

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.