Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 31
LÆKNABLADID
273
LÆKNAÞING 23.-25. SEPTEMBER 1981
Utdráttur úr erindum
HVERS VEGNA KOMA MENN TIL LÆKNIS?
Gudmundur Sigurðsson, Stefán Pórarinsson,
Heilsugæslustöðin Egilsstödum.
Það eru til margar rannsóknir, sem fjalla um
sjúkdómsgreiningar, bæði á sjúkrahúsum og í starfi
almennra lækna. Það hefur hins vegar mjög lítið
verið kannað hverjar pær ástæður eru, sem reka
fólk til læknis. Á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum
hefur meðal annars verið skráð frá 1. júlí 1976 tilefni
það, sem sjúklingur hefur, þegar hann leitar læknis.
Er pessi tilefnisskráning, kynnt og tengd við skrán-
ingu á sjúkdómsgreiningum og úrlausnum þeim, sem
veittar eru. Árið 1978 skiptust tilefni pannig að
36.5 % voru sjúkdómseinkenni, 22 % endurnýjun
lyfseðils, 7 % heilsugæsla, 3.5 % slys og 11 °/o ýmsar
aðrar ástæður.
Tilefnið »brjóstverkur« er tekið sem dæmi og
athugað nánar. Niðurstaðan er meðal annars sú, að
skráning tilefna með skráningu sjúkdómsgreininga
og úrlausna eykur gildi hinnar hefðbundnu skrán-
ingar og opnar jafnframt nýja möguleika til rann-
sókna á sviði heilbrigðispjónustunnar.
HEFUR STÉTTAMUNUR, AÐBÚNAÐUR OG
ATVINNUÁSTAND ÁHRIF Á HEILSUFAR
FÓLKS Á ÍSLANDI?
Ólafur Ólafsson. Landlæknisembættið,
Reykjavík.
Skýrt frá áhrifum tegundar atvinnu, vinnutímalengd-
ar, streitu og reykinga á læknisleit, sjúkrahúsvistun,
fjarvistir frá vinnu, lyfjanotkun og sjúkdómsmynd
mismunandi stétta karla og kvenna á aldrinum 20-70
ára á íslandi.
Enginn vafi er á að margir þessara pátta hafa
veruleg áhrif á heilsufar fólks. Til dæmis er mikill
munur á tíðni streitu, lyfjatöku og sjúkdóma milli
stétta, sem ekki er unnt að skýra að öllu leyti út frá
lífefna- og líffræðilegum breytum.
RANNSÓKN Á UMFERÐARSLYSUM ÁRSINS
1975
Bjarni Torfason.
Gerð fyrir frumkvæði bráðanefndar Borgarspítalans
og fyrir tilstuðlan starfshóps um slysavarnir, sem
ALFA nefnd ’81 stofnaði til og landlæknir veitir for-
stöðu. Tölvuvinnsla fer fram hjá tölvudeild Borgar-
spitalans.
Rannsóknin er ferilrannsókn og nær til peirra
íslendinga, sem komu á slysadeild Borgarspítalans í
Reykjavík vegna umferðarslysa hérlendis árið 1975.
Ferill peirra, sem skilyrðislaust varð að leggja inn á
spítala vegna (alvarlegra) meiðsla, er kannaður til
ársins 1980. Markmið rannsóknarinnar er að meta af-
leiðingar umferðarslysa umrætt ár pannig að leggja
megi grundvöll að skipulagningu og mati á arðsemi
fyrirbyggjandi aðgerða 1 baráttu gegn umferðarslys-
um og afleiðingum þeirra. í pessu skyni er upplýs-
inga aflað víða að og kannað er: Faraldursfræðilegir
eiginleikar rannsóknarhópsins, slysaatvik og meiðsli,
álag rannsóknarhópsins á sjúkrahús, langvarandi
afleiðingar alvarlegra meiðsla, kostnaður við
meðhöndlun og fjárhagslegt tjón vegna óvinnuhæfni,
örorku og dauða. Rannsóknin nær til 1882
sjúklinga par af 214 sem meiddust alvarlega og 9
sem létust. Niðurstöður rannsóknarinnar fjalla í
stórum dráttum um það hverjir urðu fyrir umferðar-
slysum, hvenær, hvernig og með hvaða afleiðingum
fyrir einstaklinginn og pjóðfélagið, og þannig sýnt
fram á að til mikils er að vinna með fyrirbyggjandi
aðgerðum gegn umferðarslysum.
FÉLAGSLEGAR AÐSTÆÐUR LANGLEGU-
SJÚKLINGA Á ALMENNUM OG
GEÐSJÚKRADEILDUM f REYKJAVÍK í
f APRÍL 81
Sigurveig H. Sigurðardóttir, Ársæll Jónsson,
Guðjón Magnússon, Skúli G. Johnsen.
Öldrunalækningadeild Landspítala, Reykjavík.
í framhaldi af sjúklingatali sem fram fór á öllum
sjúkrahúsum borgarinnar 31. mars 1981 var gerð
könnun á þeim sjúklingum 70 ára og eldri sem
læknar deildanna álitu vera langlegusjúklinga og
þyrftu umönnun annars staðar. Könnunin var
tvíþætt. Annars vegar var þörf sjúklinga fyrir
heilbrigðisþjónustu könnuð og hafa niðurstöður
peirrar könnunar þegar verið birtar. Hins vegar
voru félagslegar aðstæður sjúklings kannaðar og
verður hér gerð grein fyrir þeim hluta könnunarinn-
ar. Könnunin náði til 114 sjúklinga, 34 karla og 80
kvenna. Upplýsingar fengust úr skýrslum sjúkling-
anna svo og í viðtölum við hjúkrunarfræðing,
félagsráðgjafa og við sjúklinga.
Það kom í ljós að 65 sjúklingar höfðu búið í eigin
húsnæði fyrir innlögn, 48 höfðu búið með maka
og/eða börnum. 22 sjúklingar voru álitnir hafa
möguleika á því að útskrifast heim með utanaðkom-
andi aðstoð, 35 voru álitnir þurfa á áframhaldandi
stofnanaþjónustu að halda. Það er greinilegt að