Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 18
264
LÆKNABLADID
Davíð Gíslason
LANGVINN SLÍMHÚÐARBÓLGA í NEFI
KÖNNUN Á ÍSLENSKUM SJÚKLINGAHÓPI
INNGANGUR
Langvinn slímhúðarbólga í nefi (rhinitis chro-
nica) er sennilega einhver algengasti sjúkdóm-
ur á íslandi. Ábyggilegar upplýsingar um
tíðni hennar hér á landi eru pó ekki fyrir hendi,
en könnun, sem gerð var á vegum Rannsókn-
arnefndar læknanema árið 1976, bendir til
þess, að »cumulativur prevalence« á wallergic
rhinitis« sé 9,6% upp að 45 ára aldri (1). í
þeirri könnun voru spurningalistar sendir 5018
einstaklingum á aldrinum 41- 50 ára, en þessi
fjöldi svarar til tveggja íslendinga af hverjum
níu á þessum aldri. Endurheimt svör við
spurningalistunum voru 55 %. Óvissumörkin
eru því stór vegna hins mikla fjölda sem ekki
svaraði. Tilsvarandi tölur um tíðni allergic
rhinitis frá Bandaríkjunum eru 10% og frá
Svíþjóð 6 % (2, 3). Engar tölur eru fáanlegar
frá öðrum þjóðum um tíðni á »nonallergic
rhinitis«, sem vafalítið stafar af því hversu
erfitt er að skilgreina hugtakið. Á þetta
sérstaklega við, þegar sjúklingar eru leitaðir
upp með spurningalistum, sem sendir eru heim
til þeirra. í þeirri könnun, sem hér er gerð
grein fyrir, leituðu þátttakendur könnunar-
innar sjálfir til læknis vegna þrálátra einkenna
í nefi.
Stór hluti þeirra sjúklinga, sem koma til
rannsókna fyrir ofnæmi, hafa langvinna slím-
húðarbólgu í nefi. Pessi könnun byggir á
athugunum á þeim sjúklingum, sem til mín
komu af þeim orsökum árið 1980.
Tilgangur könnunarinnar var að flokka sjúk-
linga eftir tegundum slímhúðarbólgunnar,
athuga aldurs- og kyndreifingu, ættarsögu,
fylgikvilla og meðverkandi sjúkdóma. Sérstak-
lega var litið á þá umhverfisþætti, sem hafa
áhrif á sjúkdómseinkennin. Einnig var könnuð
atvinnusaga og reykingavenjur.
Frá Vífilsstaðaspítala og Berklavarnadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar í Reykjavík. Barst ritstjórn 13/05/1982.
Sampykkt til birtingar 19/05/1982.
AÐFERÐIR OG EFNIVIÐUR
Könnunin nær til 303ja sjúklinga. Allir sjúk-
lingar fylltu út sérstakan spurningalista, sem
ég hef notað frá árinu 1977. Allir sjúklingar
fóru í staðlað ofnæmispróf með »prick«að-
ferð, en einnig var prófað sérstaklega með
öðrum ofnæmislausnum, ef sjúkrasaga gaf
ástæðu til þess. Tekin var nákvæm sjúkrasaga
og framkvæmd venjuleg medicinsk skoðun og
fremri rhinoscopia var gerð með venjulegu
otoscopi. Ef sjúkrasaga vakti ekki sérstakan
grun um ofnæmi og prickpróf var neikvætt,
voru sjúklingarnir ekki rannsakaðir frekar
með tilliti til ofnæmis. Ef sjúkrasaga og
húðpróf dugðu ekki til að staðfesta eða útiloka
ofnæmisgreininguna voru einnig notuð RAST-
próf og/eða ofnæmisþolpróf í nefi. Fyrir hvern
þátt ofnæmisgreiningarinnar voru gefin stig
frá 0-3. Ofnæmisgreiningin var talin örugg, ef
sjúkrasaga, húðpróf og RAST-próf gáfu sam-
anlagt 5 stig eða ef sjúkrasaga, húðpróf,
RAST-próf og ofnæmisþolpróf gáfu saman-
lagt 6 stig (4).
Rannsóknir á ofnæmi fyrir heyryki voru rétt
að byrja á árinu 1980 og kann því að vera, að
fjöldi greindra tilfella með ofnæmi fyrir hey-
ryki sé lægri fyrir þá sök.
Deilitalning hvítra blóðkorna var fram-
kvæmd þegar sjúklingar komu til rannsóknar,
án tillits til einkenna. Stundum voru sjúkling-
arnir einkennalausir þegar þessi rannsókn var
gerð. Má því reikna með að tala eosinophil-
fruma í blóði hafi oftar verið eðlileg en verið
hefði, ef rannsóknin hefði verið gerð þegar
einkenni voru í hámarki. Á þetta einkum við
um þá sjúklinga með frjókornaofnæmi, sem
hafa einkenni eingöngu yfir sumarmánuðina
en koma til rannsóknar á haustin og veturna.
Við útreikning á P-gildum var notað chi-
square próf, nema þegar borinn var saman
aldur sjúklinga með allergic rhinitis og intrin-
sic rhinitis, en þar var notað student’s t-próf.