Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 24
268
LÆK.NABLAD1Ð
allergic rhinitis og nonallergic rhinitis. Yfirleitt
er eosinophili í blóði óveruleg hjá sjúklingum
með slímhúðarbólgu í nefi borið saman við
sjúklinga með asthma, og stafar pað af stærð-
armuni líffæranna. Deilitalning hvítra blóð-
korna er pví illa til pess fallin að mæla eosino-
phili í nefslímhúð. Betra er að rannsaka strok
frá nefslímhúðinni, pegar einkenni eru fyrir
hendi. Pessi rannsókn getur pó ekki skorið úr
um pað hvort sjúklingurinn hafi ofnæmi eða
ekki, en getur haft mikilvæga pýðingu á vali á
meðferð, pví að sjúklingar með eosinophili
svara oftast vel meðferð með barksterum (7).
Ekkert verður fullyrt hvort ættarsaga um
asthma, rhinitis og migraine séu algengari hjá
rhinitis-sjúklingum en öðrum einstaklingum.
Til pess vantar samanburðarhóp fólks á
svipuðum aldri. Pað er athyglisvert, að
migraine er nokkuð algengara hjá sjúklingum
með intrinsic rhinitis en allergic rhinitis.
Sömuleiðis er migraine nokkuð algengara í
ætt sjúklinga með intrinsic rhinitis. Pótt pessi
munur sé ekki marktækur talar pað pó gegn
pví sem stundum er haldið fram, að migraine
sé ofnæmis- sjúkdómur.
Færri rhinitis sjúklingar reykja en gerist í
pjóðfélaginu almennt. Við könnun á reykinga-
venjum unglinga á Akranesi 1978 reyktu 36 %
16 ára unglinga, og í könnun Hjartaverndar
reyktu 70 % karla á aldrinum 30-34 og 46 %
karla á aldrinum 60-64 ára (8, 9). Ekki verður
mikilli tóbaksnotkun sjúklinganna sjálfra
kennt um sjúkdóminn.
í pessari könnun var ekki gerð nein tilraun
til að meta tíðni sinuitis. Aðrir fylgikvillar svo
sem prálátar sýkingar í nefi og veruleg skekkja
á septum nasi eru háðar mati sjúklings og
læknis og tölurnar par af leiðandi óábyggileg-
ar. Rannsóknaraðferðin við skoðun á nefgöng-
um var fremur ófullkomin og tölurnar um
polypa pví sennilega í lægra lagi. Polypar hafa
löngum verið taldir einkenni á allergic rhinitis,
en hér er pessu öfugt farið.
Cumulativur prevalence á asthma hjá pess-
um sjúklingum var 40 %, sem er miklu hærra
en almennt gerist í pjóðfélaginu. Af könnun
Rannsóknarnefndar læknanema má áætla cu-
mulativan prevalence á asthma um 11-12%
upp að 45 ára aldri, en eins og áður segir eru
óvissumörkin stór (1). Af ofnæmissjúklingun-
um höfðu 49 % haft einkenni um asthma,
borið saman við 29 % í fyrri könnunum (2).
Atopic dermatitis telst til ofnæmissjúkdóma,
enda kemur hann oftar fyrir hjá ofnæmissjúk-
lingunum en hinum. Contact dermatitis, urtica-
ria og migraine virðast ekki vera algengari hjá
rhinitissjúklingum en öðrum einstaklingum
(10).
Er hægt að hafa einhver áhrif á slímhúðar-
bólgur í nefi hjá Islendingum? Umhverfispættir
peir, sem mesta pýðingu hafa fyrir einkenni
pessara sjúklinga eru ryk, tóbaksreykur, kuldi
og ýmsir ofnæmisvaldar. Með almennum vilja
og fjármunum má hafa veruleg áhrif á pessa
umhverfispætti. Þetta er greinilegast með reyk-
ingarnar, par sem einungis parf tillitssemi
peirra sem reykja við hina sem ekki reykja.
Með slitlagi á vegum og mengunarvörnum á
vinnustöðum má draga stórlega úr peim
ópægindum sem ryk og reykur valda. Þá er
spurningin, hvort fyrirbyggjandi aðgerðir geti
dregið úr tíðni ofnæmis. Það parf langvarandi
snertingu við ofnæmisvaldinn áður en ofnæmi
myndast. Ef ofnæmi er ríkjandi í ætt, er
óhyggilegt af foreldrum að láta börn sín
umgangast dýr náið vegna ofnæmishættunnar.
Hins vegar er ekki hægt að forðast ofnæmi
fyrir gróðri eða rykmaurum með neinu skyn-
samlegu móti. Fyrsta æviskeið barnsins er
talið mikilvægast m.t.t. ofnæmis. Börn, sem
lengi eru höfð á brjósti, eru talin í minni hættu
að fá ofnæmi en börn, sem alin eru á kúamjólk
eða annarri fæðu í stað brjóstamjólkurinnar.
Þrálátar sýkingar fyrstu æviár barnsins ýta
undir ofnæmi (11). Ein af orsökum prálátra
sýkinga eru reykingar í návist barnsins. Reyk-
ingar koma pví á tvennan hátt við sögu
langvinnrar slímhúðarbólgu í nefi: Sem ertandi
mengun og sem óbein orsök ofnæmis.
SUMMARY
Characterization of chronic rhinitis in lceland.
This study covers 303 patients with chronic
rhinitis consulting the author in the year 1980. All
patients answered a questionnaire and were skin-
prick-tested. The allergy diagnosis was based
on a score system earlier described. Nonallergic
patients were classified as intrinsic rhinitis (with
nasal obstruction dominating) or vasomotoric rhini-
tis (with rhinorrhea as a dominating symptom). This
classification was based on clinical symptoms only.
Of these 303 patients, 139 (46%) had allergic
rhinitis, 121 (40%) had intrinsic rhinitis and 43
(14 %) had vasomotoric rhinitis. Age and sex are
shown in table I. Females are in majority in all
groups of rhinitis. Family history, smoking habits,
occupational anamnesis, complications and co-exist-
ing diseases are shown in tables II and III. Trigger
factors are shown in table IV and V, and allergy test