Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 36
276
LÆKNABLADID
þeim hætt, er hafa skerta hæfni til myndunar IgG-
mótefna gegn utanaðkomandi mótefnavökum.
HUNTINGTONSVEIKI (CHOREA) í ÍSLENSKRI
ÆTT
Gunnar Guðmundsson, Ólafur Jensson og Alfreð
Árnason, Taugalækningadeild Landspítalans og
Blóðbankinn, Landspítalinn, Reykjavík.
í norðlenskri ætt hafa verið greindir 10 einstakling-
ar með Huntingtonsveiki og aðrir 5 með óljósari
einkenni sjúkdómsins. Þetta er ættgengur taugasjúk-
dómur með ríkjandi erfðahætti og gerir oftast vart
við sig á aldrinum 35-50 ára. Lýst er erfðagangi og
mynd sjúkdómsins í þessari ætt. Skýrt er frá
nokkrum niðurstöðum erfðamarkarannsókna, sem
unnið er að.
ALGENGI SEKUNDER HÁPÝSTINGS HJÁ
MIÐALDRA KONUM
Jóhann Á. Sigurðsson og Calle Bengtsson.
Heilsugæslustöðin, Annedalsklinikerna og
lyflæknisdeild Sahlgrenska sjúkrahússins,
Gautaborg, Svíþjóð.
Flestar rannsóknir á fólki með háprýsting eru
gerðar til pess að finna hugsanlega vefjaskemmdir,
eða orsök háprýstingsins, sem pá e.t.v. er hægt að
lækna. Pað hefur pví mikla pýðingu fyrir lækna að
vita algengi sekunder háprýstings meðal fólks utan
sjúkrahúsa. Tilgangur pessara rannsóknar var að
kanna hugsanlega orsakapætti háprýstings og al-
gengi sekunder háprýstings hjá miðaldra konum.
Efniviður að aðferðir: 1462 konur í 5 aldursþrep-
um milli 38 og 60 ára tóku þátt í umfangsmikilli
hóprannsókn í Gautaborg. Heimtur voru 90 % og
úrtakið því marktækt fyrir viðkomandi aldurshópa.
Háprýstingur var skilgreindur eftirfarandi: Systol-
iskur Bp.>160 mm Hg og/eða diastoliskur Bp.>95
mm Hg (fasi 5) í sitjandi stöðu, ásamt öllum á
blóðþrýstingsmeðferð óháð blóðþrýstingsmörkum
pegar rannsóknin var gerð. Hugsanlegir orsakapætt-
ir voru kannaðir með kliniskri skoðun, sjúkrasögu,
víðtækum rannsóknum á blóði og pvagi, þ.á.m.
niðurbrotsefnum katekolamina. 25 konur voru inn-
lagðar á sjúkrahús, 18 peirra gengust undir renal
angiografiu. Petta var fyrsti liður í langtíma feril-
rannsókn og voru konurnar endurmetnar 6 árum
síðar, pó tóku 1302 pátt í rannsókninni (89 % af
þeim sem komu í fyrsta skipti).
Niðurstöður: 260 konur höfðu háþrýsting, þar af
voru 68 á meðferð. Háþrýstingskonur höfðu oftar
sögu um fóstureitrun (toxicosis of pregnancy) og
háprýsting í ætt, en konur með eðlilegan blóðprýst-
ing (p< 0.001). Marktækur munur fannst fyrir se-
rum kalium, þvagsýru, metoxy katecolamin, eggja-
hvítu í þvagi og líkamsþyngd hjá ómeðhöndluðum
og meðhöndluðum háprýstingskonum borið saman
við viðmiðunarhópinn. Algengi sekunder háþrýst-
ings reyndist vera 0,8 % af öllum rannsökuðum
(4,2 % af konum með háprýsting).
Álit: Blóðprýstingur af pekktum orsökum hemur
sjaldan fyrir hjá miðaldra konum. Sjúkdómsgreining
fæst venjulega með sögu, skoðun og einföldum
pvag- og blóðrannsóknum. Umfangsmiklar rann-
sóknir eru óþarfar. Stefna ber að pví að greina
háprýsting og meðhöndla hann, en takmarka víð-
feðmari rannsóknir við vissa einstaklinga t.d. þá
sem ekki svara meðferð.
SKJALDKIRTILSSJÚKDÓMAR HJÁ
INSÚLÍNHÁÐUM SYKURSJÚKUM Á ÍSLANDI
Ragnar Danielsen. Göngudeild sykursjúkra,
Landspítalinn, Reykjavík.
Kannað var algengi allra klíniskt staðfestra skjald-
kirtilssjúkdóma (SS) hjá insúlínháðum sykursjúkum
(IHSS) á íslandi. Klínisk mynd, fylgikvillar og HLA-
gerð hópsins var einnig athuguð. 31. des. 79 voru
266 IHSS á landinu, allir á skrá hjá göngud. sykursj..
Leitað var í gögnum deildarinnar og í skjalasöfnum
Landsp., Borgarsp. og Landakots að IHSS er einnig
voru skráðir með skjaldkirtilssjúkdóm 1970-1979.
Upplýsingar um HLA-gerð og fylgikvilla IHSS
fengust úr fyrri rannsóknum. Alls 15 IHSS reyndust
einnig vera með SS, heildaralgengi pví 5,6 %. Tólf
voru konur og pví tíunda hver IHSS kona einnig
með SS og 80 % hópsins konur. Fjórir sj. voru með
vanstarfsemi (allt konur) og sjö með ofstarfsemi á
skjaldkirtli (6 konur, 1 karl). Fjórir sj. höfðu aðrar
teg. SS. Meðalaldur (± sd) við greiningu IHSS og SS
var 37,9 ±11,7 og 32,1 ±9,9 ár. Ef SS greindist á
undan IHSS var oftast um ofstarfsemi að ræða en
vanstarfsemi ef þessu var öfugt farið. 40 % sj. áttu
ættingja með IHSS og 46,7 % ættingja með SS. Tólf
af 15 sj. voru HLA-flokkaðir og var Bl5 og B8
ríkjandi. Meðaldagspörf insúlíns var 39,1 ± 17,5 ein.,
en ef 3 sj. er notuðu yfir 60 ein. er sleppt er útkoman
31,8±9,8 ein.. pannig notuðu 10 af 15 sj. minna en
40 ein. og 6 sj. að jafnaði minna en 35 ein .. IHSS
hafði að jafnaði staðið í 12,1 ±10,4 ár hjá hópnum.
Heildaralgengi sjónuskemmda (retinopathy) var
40 % og aðeins einn sj. með nýæðamyndun (proli-
ferative rp.). Enginn sj. var blindur og eggjahvítu-
miga (proteinuria) fannst ekki.
Álykta má að skjaldkirtilssjúkdómar séu a.m.k. 10
sinnum algengari hjá IHSS hér á landi en öðrum.
Konur eru i áberandi meirihluta (80 %) og IHSS og
SS greinast yfirleitt á þrítugsaldrinum. Ættarsaga er
áberandi svo og ákveðin HLA-gerð. Sykursýkis-
fylgikvillar eru ekki sérstaklega áberandi hjá hópn-
um. Hugsanlega er nokkur eigin insúlinframleiðsla al-
gengari hjá þessum hópi IHSS. Rannsóknin stað-
festir þannig að til sé undirhópur IHSS (teg. I b.) er
hafi ákveðin sérkenni. Orsök IHSS hjá þessum sj.
gæti hugsanlega verið önnur en hjá hinum »klass-
ísku juvenil« sykursjúkum (teg. I a.).