Læknablaðið - 15.11.1982, Blaðsíða 14
262
LÆKNABLAÐIÐ
eldri, sbr. 1. mynd. Hjá þeim, sem komnir eru
með drermyndun, (skv. fyrrgreindri skilgrein-
ingu), eru aðgerðarlíkurnar mun meiri eða 3-
4 % í öllum aldursflokkum, sbr. 11. töflu.
Við blindrakönnun hér á landi í árslok 1979
reyndust aðeins 5 vera blindir af ellidreri, sem
var 1.3 % af öllum blindum og hafði ekki verið
gerð aðgerð á þeim vegna ellihrumleika eða
að aukakvillar komu eftir aðgerð (10). Hér á
landi gangast því flestir undir dreraðgerð áður
en þeir teljast félagslega blindir og svarar sú
sjóndepra til 6/60 eða minni sjónar á betra
auga með besta gleri.
Dreifing dreraðgerða er nokkuð misjöfn
eftir landshlutum og endurspeglar augnlækn-
isþjónustuna a.m.k. hvað drerskurði snertir,
en þó ekki í öllum greinum almennrar augn-
læknisþjónustu. Nýgengi dreraðgerða er lang-
minnst í Suðurlandskjördæmi. Sennilegasta
orsökin er sú, að Suðurlandsundirlendi hefur far-
ið varhluta af augnlækningaferðum í nokkra
áratugi og erfitt hefur verið að ná fundi
augnlæknis í Reykjavík um árabil. Tíðni drer-
aðgerða hjá fólki annars staðar á landsbyggð-
inni sýnir gagnsemi augnlækningaferðalaga,
þar eð gamalt fólk á auðveldara með að ná
fundi augnlækna á ferðalögum, en fara til
Reykjavíkur eða Akureyrar, þar sem augn-
læknar eru staðsettir.
Hvað um samanburð dreraðgerða hér á
landi við önnur lönd ?
Lítið hefur verið skrifað um þennan þátt
augnlæknisfræðinnar, sem um ræðir í þessari
grein.
í Bandaríkjunum er talið, að 300-400 þúsund
dreraðgerðir séu gerðar þar árlega (11). Petta
er nýgengi 175 af 100.000, sem er þrisvar
sinnum meira en nýgengi dreraðgerða í Eng-
landi (12).
Nýgengi allra dreraðgerða hér á landi í
öllum aldursflokkum er (miðað við 166 aðgerð-
ir árlega) 72.5 á 100.000 íbúa eða mun lægra
en í Bandaríkjunum, en samt er talsvert um
blindu þar vegna ellidrers eða um 15.6 % af
öllum blindum, en aðeins 1.3 % hér á landi. Ef
þessi tala frá Bandaríkjunum á tíðni drerað-
gerða þar í landi er rétt, gæti það bent til þess,
að algengi ellidrers sé þar meira en hér, eða að
þeir geri dreraðgerðir oftar á báðum augum,
eða að þeir taki oftar drer af öðru auga meðan
hitt er sjáandi, en það er fremur sjaldgæft
hérlendis.
Brændstrup hefur í Danmörku gert athug-
anir á tíðni dreraðgerða á fyrra auga (13). Er
Percentage
Fig. 4. Prevalence (percentages) of senile cataract
or aphakia in the Borgarnes Eye Study, lceland
1977-1980 (Bo) and in the Framingham Study U.S.A.
1973-1975 (Fr).
Incidence per 10.000 population Ic
Fig. 5. The average annual incidence of senile cata-
ract of first eye per 10.000 population of both sexes
in age groups 50 years and older in Iceland (1978-
1980) (lc) and in Copenhagen) 1969, 1972-1973) (Co).
nýgengi ellidreraðgerða (meðaltal áranna
1969, 1972 og 1973) í Kaupmannahöfn sýnt á 5.
mynd. Aðgerðartíðni er svipuð hér á landi og í
Kaupmannahöfn til sjötugsaldurs, en meiri
hérlendis hjá öldruðu fólki. Með bættri aðgerð-
artækni á síðari árum eru aukakvillar orðnir
sjaldgæfir og sjúklingur hefur fótavist daginn
eftir aðgerð.
Dreraðgerðir hafa verulegan kostnað í för
með sér vegna hins háa legukostnaðar á