Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 2
Ómar Ragnarsson er formaður Ís- landshreyfingarinnar - lifandi land og Margrét Sverrisdóttir varafor- maður flokksins. Árið 2007 verða að snúast um landið sjálft sagði Ómar við góðar undirtektir á blaðamanna- fundi þegar framboðið var kynnt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. „Ég geri ráð fyrir því að við Ómar munum leiða listana í Reykjavíkur- kjördæmunum eins og staðan er í dag en það er ekki búið að fara end- anlega yfir þessi mál,“ sagði Margrét Sverrisdóttir að fundinum loknum. Hún segir hreyfinguna komna með fjölmarga til að raða á lista flokksins en segir of snemmt að nefna nöfn í því samhengi. Hún segist þó gera fastega ráð fyrir því að Jakob Frí- mann Magnússon, sem nýlega gekk úr Samfylkingunni, muni verða í framboði og afar líklegt sé að hann muni leið lista í einhverju kjördæm- anna en vill þó ekkert fullyrða. Með formanni og varaformanni í stjórn flokksins eru þau Ósk Vilhjálmsdótt- ir, sem einnig er í stjórn Framtíðar- landsins, Jakob Frímann Magnús- son, Svanur Sigurbjörnsson læknir, Snorri Sigurjónsson lögreglumaður og Sólborg Pétursdóttir. Gerðist af sjálfu sér Ómar segist ekki hafa sótt það fast að verða formaður flokksins held- ur hafi það meira gerst af sjálfu sér eins og í göngunni og öðru því sem hann hafi verið að gera. „Það liggur gríðarleg vinna að baki og þetta varð niðurstaðan. Það var fyrir nokkrum dögum sem þetta þróaðist í þessa átt,“ segir Ómar Ragnarsson. Hann segir gríðarlegt verk hafa falist í því að búa til nýtt stjórnmálaafl og það hafi tekið tíma. Flokksfélagar hafi sett metnað sinn í að búa til afl sem stæði jafnfætis og framar örðum stjórnmálafokkum jafnframt því að skera sig úr hópnum. „Þetta framboð varð til þó flestir hefðu verið búnir að afskrifa það.“ Ómar segir stefnu flokksins vera skýra í öllum málaflokkum og hann hefur ekki áhyggjur af því að ekki tak- ist að fylla lista í öllum kjördæmum. Fyllum í tómarúm „Við erum að fylla í ákveðið tóma- rúm í pólitíkinni sem ég trúi að sér á hægri vængnum og þangað ætlum við að sækja fylgið og til ungs fólks og allra þeirra sem vilja endurnýj- un í íslenskum stjórnmálum,“ segir Margrét Sverrisdóttir. Aðspurð hvort fæðing heyfingarinnar hafi verið erf- ið segist hún halda að meðgöngu- tíminn hafi verið eðlilegur. Hún hafi ekki vitað til þess að hann hafi verið mældur og segir þetta hafa þurft sinn tíma og afraksturinn sé eftir því. „Við ætlum að sækja fylgið frá miðju og aðeins til hægri og af því einkennist stefnumiðunin aðeins. Við viljum frjálsræði, styðjum einka- framtakið og frelsi einstaklingsins.“ Ástæða þess að félagar hreyfing- arinnar hafi ekki fundið sér farveg í öðrum stjórnmálaflokkum kom skýrt fram á blaðamannafundinu. Þar sagði Margrét Sjálfstæðis og Fram- sóknarflokk vera stjóriðjuflokka og Frjálslyndir bæru með sér stóriðju- blæ og ekki gengi að fá þessa þrjá flokka saman í stjórn. Þá sagði hún Samfylkinguna hafa græna stefnu á málefnaskránni en flokkurinn ætti í vandræðum í Hafnarfirði þar sem meirihlutinn styður stækkun álvers- ins í Straumsvík. Hvað varðar Vinstri græna segir hún stefnu flokkana samræmast í umhverfimálum en þau hafi ekki fundið sér farveg með sósíallistunum. föstudagur 23. mars 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Íslandshreyfingin - lifandi land hefur kynnt framboð sitt. Hreyfingin ætlar að leggja áherslu á umhverfismál, bætta hagstjórn, bætt kjör aldraðra og öryrkja og nýsköpun. Ómar Ragn- arsson er formaður flokksins og segir það hafa gerst af sjálfu sér. Margrét Sverrisdóttir er varaformaður. Ómar og margrét leiða í reykjavík „Þetta framboð varð til þó flestir hefðu verið búnir að afskrifa það.“ HjöRdÍS Rut SiGuRjÓnSdÓttiR blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Íslandshreyfingin lifandi land Hreyfingin hefur fengið listabókstafinn I skráðann en ekki er leyfilegt að nota broddstafi, reynt verður að fá leyfi fyrir listabókstafnum Í. Margrét og Ómar Þau segja að hugsa þurfi minna um hvað sé til hægri og vinstri og hugsa meira um hvað sé grænt og hvað sé grátt. Reykjavíkurborg styrkir Hinsegin daga um tólf milljónir Drottning og borgarstjóri í kaffisamsæti Um það leyti sem Bretadrottning fékk sér te í Windsorkastala klukkan fjögur síðdegis í gær, settust borgar- stjórinn í Reykjavík og forseti Hins- egin daga í turnherbergi Ráðhúss Reykjavíkur og fengu sér kaffi og kransakökur með drottningunni af Viðey. Drottningin steig á land í Reykja- vík í gær til að vera viðstödd undirrit- un samnings milli Reykjavíkurborgar og Hinsegin daga, en samningur- inn er til þriggja ára og styrkir borg- in Hinsegin daga um tólf milljónir króna. Þetta mun vera mesti fjárstyrk- ur sem borgin hefur staðið fyrir til styrktar hátíð samkynhneigðra í borginni frá því Ingólfur gaf þræl- um sínum Þverbrekku og Þvergirð- ingi fjórar ær og mysukút árið 875. Hinsegin dagar hafa gert Reykjavík að borg fjölmenningar og skilnings, gleði og hamingju og frá því fyrsta hátíðin var haldin fyrir níu árum með 1.500 gestum mæta nú ekki færri en fimmtíu þúsund manns á Hinseg- in daga á hverju sumri. Þetta er því með fjölmennustu hátíðum ársins á hverju ári. Drottningin ljómaði af gleði og stolti yfir þessu framtaki borgarinnar og sér fram á að hirðlíf verði endur- reist í Reykjavíkurborg. drottningin af Viðey. sér fram á enn litríkari ágústdaga eftir að þriggja ára samstarfssamningur reykjavíkurborgar og Hinsegin daga var undirritaður í gær, með tólf milljón króna fjárframlagi borgarinnar. H&N-mynd Stefán Dýrasta kaffi í heimi „Nú gefst sælkerum einstakt tækifæri til að bragða Luwak kattakaffi og styðja við bakið á langveikum börnum í leiðinni,“ segir Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Te og kaffi. Verðmætasta kaffi í heimi, Luwak kaffi frá Indónesíu, verður selt meðan birgðir endast í Te og kaffi til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. Ársuppsker- an af kattakaffinu aðeins um 200 kíló og kostar kílóið í kringum áttatíu þúsund krónur. „Hver bolli kostar 690 krónur og rennur allur ágóði til Um- hyggju,“ segir Benedikt. Birtu mynd af þjófinum Stjórnendur Svartækni gáfu ekkert eftir þegar þjófur gekk inn í búðina fyrr í vikunni og tók 140 þúsund króna mynd- varpa ófrjálsri hendi. Þeir náðu mynd af þjófinum og birtu hana á heimasíðu sinni í von um að hafa upp á honum. Það gekk vel því einni og hálfri klukku- stund eftir að myndin birtist á vefnum barst ábending um hver þjófurinn er, að sögn fram- kvæmdastjóra búðarinnar. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu og komu stjórnendur búðarinnar upplýsingum til lög- reglu um hver þjófurinn er. Lyf reglulega misnotuð „Það kemur alltaf upp reglulega þar sem grunur leik- ur á misnotkun slíkra lyfja. Frá áramótum höfum við ekki orð- ið varir við mál af þessu tagi,“ segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn höfuðborgarlögreglunnar. Landlæknir og Lyfjastofnun vara við misnotkun á svefn- lyfi sem hefur sljóvgandi áhrif og valda minnisleysi hjá þeim sem neyta þess. Annað lyf með samskonar áhrif, Rohybnol, var tekið af markaði eftir að því hafði í nokkrum tilfellum ver- ið laumað í drykki kvenna og þeim nauðgað í kjölfarið. Netverjar skrifi undir nafni „Ísland er fjölmenningar- samfélag hvort sem fólki líkar betur eða verr og því verð- ur ekki breytt,“ segir Guðrún D. Guðmundsdótt- ir, framkvæmda- stjóri Mannrétt- indaskrifstofu. Ein leið til að stemma stigu við útbreiðslu kynþáttahaturs og fordóma á Netinu er að fjölmiðl- ar og aðrir, sem gefa út netmiðla, geri það að skilyrði að bloggarar birti athugasemdir undir fullu nafni. „Auðvitað er þetta engin töfralausn en vonandi mun það færa umræðuna á hærra plan og líkast til hugsar venjulegt fólk sig tvisvar um áður en það birtir alþjóð haturspistla undir fullu nafni,“ bendir Guðrún á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.