Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 31
DV Sport föstudagur 23. mars 2007 31 Hefur framtíðina í sínum höndum „Hann hefur tekið miklum framförum frá því hann kom til okkar frá Þór,“ segir Páll Ólafsson þjálfari Árna hjá Haukum. „Hann er líkamlega sterkur, er fljótur á löppunum, sterkur maður á móti manni og góður í hávörn.“ Árni er bróðir rúnars sig- tryggssonar þjálfara akureyrar sem Páll segir að sé einn besti varnarmaður sem Ísland hefur átt. „Hann á enn eitthvað í land til að ná bróður sínum, sem bet- ur fer því hann er bara 22. ára gamall. Árni tekur tilsögn vel, hann er að læra að spila vörn . Hann er að bæta sig á nokkrum sviðum varnarleiksins. Hann getur spilað bakvörð og miðjustöðuna í 6-0 vörn sem er kostur, því það er alltaf betra ef leikmenn geta spilað fleiri en eina stöðu í varnarleik. Árni hefur það umfram marga að hann er góður sóknarmaður. Hann hefur alla burði til að ná langt, það er bara undir honum sjálfum komið hvort hann nái að taka stökkið úr því að vera efni- legur í það að vera góður,“ segir Páll að lokum. Ætlar sér í atvinnumennsku „Jón er besti hafsent sem spilar á Íslandi í dag, ég er harð- ur á því,“ segir Erlendur Ísfeld þjálfari Ír-inga. Hafsent er leikmaður sem leikur fyrir miðri vörninnni. „Hann hefur allt að bera sem góður varnarmaður þarf að hafa. Það er gríðarleg vinnu- semi, fórnfýsi og eljusemi. Hann er sterkur og er með góðan leikskilning, sem skiptir miklu máli ef maður ætlar að vera góður varnarmaður. Það þýðir ekki bara að berja á mönnum. Hann er að þroskast hratt, strák- ur í góðu formi og meiðslalaus getur hann verið í handbolta í mörg ár til viðbótar. Hann er há- vaxinn og vill leggja allt í þetta og ætlar sér að komast út í at- vinnumennsku og við erum að reyna að hjálpa honum til þess. Hann er líka þrælgóður í sókn, hann er ekki eins og sverrir Björnsson sem getur ekki spilað sókn. Hann minnir um margt á róbert gunnarsson ef hann fær tuðruna í fangið, þá er hann ill viðráðanlegur.“ til gamans má geta að Jón kom til Ír í sumar og var kos- inn rússneskri kosningu fyrirliði liðsins skömmu síðar. Framtíðar maður „Þegar hann kemur til Ír frá Val er hann á skömmum tíma orðinn einn af burðarásum liðs- ins bæði í vörn og sókn,“ seg- ir Júlíus Jónasson fyrrum þjálf- ari fannars Þorbjörnssonar hjá Ír. „Hann er sterkur karakter, er mjög vinnusamur og það er gott að vinna með honum. Hann vantar aðeins meiri hraða en hann er fastur fyrir en oft verið dæmdur harkalega. Hann hefur liðið fyrir það að vera son- ur pabba síns,“ segir Júlíus en faðir fannars er Þorbjörn Jens- son fyrverandi landsliðsþjálfari og varnarjaxl. „Kallinn var fastur fyrir eins og fannar er, en fannar er heiðarleg- ur. Ekki það að ég sé að segja að Þorbjörn hafi verið óheiðarlegur en fannar er varnarmaður sem lætur finna fyrir sér. Og er nokk- uð lunkinn að lesa leikinn. Ég sé hann alveg fyrir mér sem framtíðarmann í varnarleik íslenska liðsins,“ segir Júlíus en hann var sjálfur einn besti varn- armaður íslenska landsliðsins um langt árabil. Á að geta spila með landsliðinu „markús er líkamlega sterkur og vel þjálfaður strákur,“ segir Ósk- ar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. „Hann á að vera góður í mað- ur á mann stöðu þannig ef mað- ur spilar 3-2-1 vörn þá getur hann klárað sinn mann. Hann getur spil- að allar stöður í vörn og er sterkur varnarlega.“ markús hefur verið lengi í ís- lenska landsliðinu þrátt fyrir ung- an aldur og leikið þar bæði í vörn og sókn. „markús á töluvert inni, hann þarf að fínpússa varnarleikinn sinn og hann á að geta miðað við styrk að spila á mjög góðum mælikvarða. Hann á að geta far- ið á það stig að geta komið inní vörn íslenska landsliðsins. Hann er ekki bara sóknar- maður. um leið og hann fínpúss- ar varnarleikinn kemst hann á næsta stig,“ segir Óskar að lok- um. Nafn: Árni Sigtryggsson Félag: Haukar „Hefur það umfram marga að vera góður sóknarmaður.“ Páll Ólafsson Nafn: Jón Heiðar Gunnarsson Félag: ÍR „Besti hafsent sem spilar á Íslandi í dag.“ Erlendur Ísfeld Nafn: Fannar Þorbjörnsson Félag: Fredericia „Hefur oft liðið fyrir að vera sonur Þorbjörns Jenssonar.“ Júlíus Jónasson Nafn: Markús Máni Michaelsson Félag: Valur „Um leið og hann fínpússar varnarleikinn kemst hann á næsta stig.“ Óskar Bjarni Óskarsson Framtíðar varnarmenn íslenska landsliðsins í Handbolta Þessir voru einnig tilnefndir: Hrafn Ingvarsson UMFA, Kári Kristjánsson Haukum, Haukur Sigurvinsson Fylkir Sigurgeir Árni Ægisson HK, Andri Berg Haraldsson Fram og Gunnar Harðarsson Valur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: