Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 44
föstudagur 23. mars 200744 Helgarblaðið DV Matgæðingur síðustu viku, Gunnar M. Erlingsson, endurskoðandi skoraði á frænku sína Hrafnhildi Hákonardóttur, einkaþjálfara að gefa uppskriftir í DV í dag. Um Hrafnhildi sagði Gunnar að hún væri ekki bara besta frænka sín, heldur góður vinur líka. „Hún er frábær kokkur og kemur manni sífellt á óvart með framandi og spennandi réttum,“ sagði Gunnar. Hrafnhildur brást vel við bón frænda síns og gefur hér uppskriftir að sannkallaðri hollustu. „Matseðillinn er salat – nema hvað!“ sagði Hrafnhildur en í ljós kom að hún býður upp á fleira. Salat með lime Safa l romanie salat. l skalottulaukur brytjaður ofaná, l Pipar l 1-2 avocado „DreSSing“ l safi úr einum lime ávexti l smá börkur af lime rifinn út í. l salt l græn ólífuolía l Kóríander l fersk mynta. l Hellt yfir salatið. l steikja Puppudums Nan brauð í olíu, 2-4 stykki og brytja út á salatið. KvölDverður að hætti habbýar: l Eggaldin skorin langsum í flísar. sett í eldfast form í heitan ofn þar til fer að linast. SóSa l saffran leyst upp í vatni (ekki nauðsynlegt!) l fersk mynta l ristaðar furuhnetur l Laukur l Lífrænt ræktuð melónujógúrt l Pipar l salt l öllu blandað saman og hellt yfir eggaldinið. sett aftur í ofn. furu- hnetum og ferskum myntulaufum stráð yfir. Marineraðar kjúklingabringur að hætti læknisins Þau leiðu mistök urðu þegar sigurjón Vilbergsson læknir var matgæðingur vikunnar í dV, að uppskrift að aðalrétti hans fór ekki inn á síðuna. Við bætum úr því hér, enda boðið upp á lystaukandi kvöldverð. Marineraðar kjúklingabringur (má einnig nota lambafilé) (fyrir fjóra) l 6-8 kjúklingabringur eða 800 gr af lambafilé marinering: l 6 matskeiðar af extra virgin ólífuolíu l 1 matskeið af fínhökkuðu rósmarín l ½ -1 matskeið af grófmöluðum svörtum pipar l ½ glas af aceto Balsamico l 1 glas af rauðvíni Blandið kryddblönduna vel saman og leggið kjötið í löginn í um það bil 2 tíma. snöggsteikið kjötið á pönnu þannig að það brúnist en haldi safanum. til að fá kraft í sósu er notað eitt glas af rauðvíni og hálft glas af aceto Balsamico sett á pönnuna og látið sjóða. Ef notaðar eru kjúklingabringur er gott að skera í þær miðjar og setja til dæmis ólífupestó á milli. Kjötið er sett í ofn á 180° C í um það bil 10 mínútur. takið kjötið út og látið það standa svolitla stund. Berist fram með ofnsteiktum kartöflubátum, grænmeti og rauðvíns/balsamicosósu. U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Rauðvínsmolar Það er vissulega kostur að hægt sé að kaupa rauðvín á litlum flöskum, sérstaklega þegar vínið skal eingöngu notast sem bragðefni í sósur eða annað. Hins vegar bregður oftar en ekki við að afgangur verður af víninu og í stað þess að hella því niður er til einföld og snjöll lausn. setjið afgangs vínið í ísmolapoka í frysti. Þannig er alltaf til rauðvín í sósuna þegar þörf er á. Hrafnhildur Hákonardóttir einkaþjálfari Matgæðingurinn Hollir réttirendurskoðandansSpeltmuffins með banana, hnetum og súkkulaði tólf til Sextán StyKKi l 3 dl hrásykur l 150 g smjör l 4 stór egg l 3 dl spelthveiti, sigtað l 2 tsk lyftiduft l 2 þroskaðir bananar, stappaðir l 1 dl dökkt súkkulaði, hakkað l 50 g heslihnetur, hakkaðar Hrærið sykur saman við bráðið smjörið, bætið eggjunum út í og hrærið vel. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við og að lokum bananastöppunni, súkku- laðinu og hnetunum. setjið blönduna í muffinsform og bakið við 180 gráður, þar til að þau verða gyllt. Það tekur u. þ.b. 20 mínútur. Borðið volg með heitu tei. Þau haldast fersk í tvo daga ef geymd í góðu íláti. Hrafnhildur skorar á vinkonu sína, Guðnýju Aradóttur, sem gegnir mörgum störfum. Hún er starfsmað- ur Íslandspósts, einkaþjálfari í hjá- verkum og stafgönguleiðbeinandi. „Ég skora á Guðnýju því hún er allt- af að hóta því að bjóða mér í mat en stendur aldrei við það!“ segir Hrafn- hildur. Leitað er að blaðamönnum til að skrifa innlendar fréttir, erlendar fréttir og dægurmál. Reynsla af blaðamennsku er æskileg en ekki skilyrði. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hað störf hið fyrsta. Áhugasamir sendi umsóknir á brynjolfur@dv.is eða hringi í síma 512 7000 og tali við Brynjólf eða Sigurjón. DV vantar blaðamenn til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.