Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 6
föstudagur 23. mars 20076 Fréttir DV Fangelsin eru yfirfull og hafa þrír fangar, sem boðaðir höfðu verið í afplánun, orðið frá að hverfa frá sökum þess. Á næstunni fækkar plássum vegna framkvæmda og að kröfu heilbrigðisyfirvalda sem vilja ekki tveggja manna fangaklefa. Fangelsismálayfirvöld sóttust eftir því að fá Efri-Brú til afnota en fengu ekki. Þremur föngum, sem boðaðir hafa verið í afplánun, hefur verið vísað frá nýlega vegna plássleysis að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismála- stjóra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fangelsin eru yfirfull enda stendur það oft tæpt á álagstímum. Hann segir frávísanir líklega þýða seinkun á afplánun í um vikutíma. „Það þrengir að okkur og það er margt sem kemur þar til. Fangels- isplássum hefur ekki fjölgað í ára- tug og það stendur tæpt þegar koma toppar,“ segir Valtýr. Síðustu tvö ár hefur föngum með þunga dóma fjölgað og samanlagður fangelsis- tími þeirra sem afplána hefur hækk- að um tuttugur ár á þeim tíma. „Við misstum þrjú pláss í Byrginu þeg- ar það lokaði og fyrir um ári síðan hætti meðferðarstofnun í Krísu- vík að taka fanga í meðferð, “ segir Valtýr og bætir við að það hafi verið mikill missir því meðferðarúrræði til lengri tíma eins og þar var boðið upp á hentar sumum afar vel. Frekari plássleysi í vændum Það horfir til frekari vandræða í fangelsunum á næstunni þar sem ýmist þarf að fækka plássum eða loka tímabundið vegna fram- kvæmda. Heilbrigiðsyfirvöld í Reykjavík hafa krafist þess að pláss- um í Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustíg verði fækkað úr sextán í sex til tíu til þess að bæta að- stöðu í fangelsinu eins og fyrir íþróttaiðkun. Eins hefur verið tekið fyrir það að fleiri en einn séu í klefum en fjórir tveggja manna klefar eru í Hegning- arhúsinu. Loka þarf fangelsinu á Ak- ureyri í mánuð í júní vegna breytinga og þá þarf að koma þeim föngum sem þar vistast fyr- ir annarsstað- ar. Eftir áramót þarf svo að loka fangelsinu á Akureyri aft- ur og í fjóra til sex mán- uði í það skiptið en gjörbreyta á fang- elsinu og fjölga pláss- um. Valtýr segir að á pappírunum séu plássunum fjölgað um tvö en sé í raun meira því eins og staðan er í dag er ekki hægt að vista fleiri en sex til sjö fanga í plássunum átta sem þar eru. Tíu pláss verða því klár á Akureyri vorið 2008. Unnið er að teikningu og hönn- un vegna breytinga á Litla-Hrauni en ekki er gert ráð fyrir að fangaplássum þar fjölgi. Þessari vinnu á að vera lok- ið í byrjun næsta ár og þá verða framkvæmdirnar boðnar út en þær eiga að kosta rúmar fimm hundruð milljónir króna. Plássum á Kvíabryggju fjölgar um átta í september. Vildu Efri-Brú Fangelsis- málastofnun sóttist eft- ir því að fá Efri-Brú til afnota eft- ir að Byrg- ið hætti þar starfsemi, í kjölfar hneykslismálsins sem þar kom upp, en fékk ekki. Ákveðið hefur verið að Götusmiðjan fái Efri-Brú undir sína starfsemi. Atli Helgason, fangi á Litla- Hrauni, segir þá ákvörðun óskiljan- lega því hægt hefði verið að finna, góðri starfsemi Götusmiðjunnar, annan góðan stað til afnota. Finnst Atla að Ekron starfsþjálfun í sam- vinnu við Fangelsismálayfirvöld hefði átt að fá Efri-Brú til afnota því þörfin sé mikil. „Eins og staðan er núna eru menn sem sitja inni fyr- ir ölvunarakstur og vegna sekta á bak við þunga bláa öryggishurð hér inni á Litla-Hrauni,“ segir Atli. Tel- ur hann að menn sem sitja inni fyr- ir minni afbrot þurfi ekki að sitja í öryggisfangelsi, það sé fyrir þá sem hlotið hafa þyngri dóma. Vilja lögreglustöð og fangelsi saman Til hefur staðið að nýtt fang- elsi eigi að rísa á Hólmsheiði árið 2010 og er bygging þess í þarfagreiningu að sögn Valtýs Sigurðssonar og verður henni lokið í október. Hann og Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðis- ins settu fram tillögu þess efnis að nýtt fangelsi og ný lögreglustöð yrðu samtvinnuð. Að þeirri hugmynd vinna nú fjármála- ráðuneytið og dómsmálaráðuneyt- ið. Spurst hefur verið fyrir um lóð- ir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ og segir Stefán öll sveit- arfélögin hafa sýnt því áhuga. „Fyr- ir lögregluna skiptir máli að vera miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og í góðri tengingu við lykilumferð- aræðar,“ segir Stefán en hann tel- ur fangelsi og lögreglustöð fara vel saman. komust ekki í afplánun „Eins og staðan er núna eru menn sem sitja inni fyrir ölvunarakstur og vegna sekta á bak við þunga bláa öryggishurð hér inni á Litla-Hrauni.“ Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Valtýr sigurðsson fangelsismála- stjóri fangelsisplássum hefur ekki fjölgað í áratug. Yfirfull fangelsi Þungar öryggishurðir eru ekki bara til loka harðsvíraða glæpamenn inni heldur líka menn sem sitja af sér fésektir. Árið 2006 var versta umferðaár síðan árið 2000 sem var afar slæmt. „Við getum alls ekki sætt okkur við þessar niðurstöður,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og benti á að þær væru alls ekki í sam- ræmi við markmið umferðaráætlun- ar. 31 manneskja lét lífið í umferðinni í fyrra þar af tíu af völdum ofsaakst- urs, átta af völdum ölvunar og þrír á bifhjólum. Að sögn Sturlu þá er mörgum þáttum um að kenna þegar dauða- slys eiga sér stað en sá þáttur sem hann telur erfiðastan viðureign- ar er hegðun ökumanna. „Lögbrot í umferðinni eru óásættanleg,“ seg- ir Sturla og bendir á að fólk verði að taka þessi skilaboð til sín. Sigurður Helgason verkefnastjóri Umferðastofu bendir á hraðakstur á stofnbrautum Reykjavíkur sem ein af ástæðum þess að dauðaslys í Reykjavík voru jafnmörg á síðasta ári og öll fjögur árin þar á undan til samans, eða þrjú talsins. Hann bendir á að verið sé að koma fyr- ir myndavélum í öllum bílum og á mótorhjólum lögreglunnar til að auðvelda lögreglu vinnu sína þar sem hægt verði að sanna hraðaakst- ur þótt einungis einn lögreglumað- ur sé vitni. Ölvunarakstur er orð- inn stórvandamál og segir Sigurður að lögreglan muni á næstu dögum fjölga áfengismælum og mæling- um, auk þess sem jákvæðri auglýs- ingaherferð hefur verið hrundið af stað. Bílbelti, sem Sigurður vill láta kalla lífbelti, eru talin hafa bjarg- að fjölda mannslífa á síðasta ári og einnig er talið að mörgum manns- lífum hefði mátt bjarga til viðbótar ef allir hefðu notað beltin. skorri@dv.is Síðasta ár það versta í umferðinni í 16 ár: Alltof mörg banaslys slæm ökuhegðun erfið viðureignar sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sigurður Helgason verkefnastjóri umferðastofu, ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Birgir Hákonarson framkvæmdastjóri umferðastofu. Hundur í handtöku Karlmaður um tvítugt var handtekinn í austurborginni í fyrrakvöld en í fórum hans fund- ust 2 grömm af ætluðu amfetam- íni. Í framhaldinu var leitað í bíl mannsins og þá fann lögreglu- hundur um 30 grömm til viðbót- ar af sama efni sem voru falin í ökutækinu. Um hádegisbilið fóru lög- reglumenn inn í íbúðahús í miðborginni og handtóku þrjá menn og eina konu. Þá var lög- regluhundurinn notaður til að leita að fíkniefnum innandyra og fundust ætluð fíkniefni og þýfi auk vopna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.