Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Síða 56
föstudagur 23. mars 200756 Helgarblað DV
TónlisT
„Þetta verður almennilega kassa-
gítarstemning,“ segir Valur Gunn-
arsson, tónlistarmaður, um tónleik-
ana á Rósenberg í kvöld og morgun.
Fram koma ásamt Vali, hljómsveit-
in Misery Loves Company og skoski
tónlistarmaðurinn Jamie Lowe. Sá
var nýlega valinn einn af fimm efni-
legustu listamönnum Edinborgar af
blaðinu Inside+Out sem lýsti tónlist
hans sem „tilfinninganæmri, Cohen-
legri og kraftmikilli, en með svörtum
húmor og eftirminnilegum laglín-
um.“ Jamie gefur út sína fyrstu plötu í
ágúst og mun hann væntanlega taka
efni af henni. „Það eru allir tónlist-
armennirnir að gefa út plötu í sum-
ar. Ég gef út plötuna Vodka Songs og
tek nokkur lög af henni,“ segir Valur,
en hann ætlar líka að spila eitthvað
af Leonard Cohen lögum á bæði ís-
lensku og norsku. Hljómsveitin Mis-
ery Loves Company hefur lengi vel
verið þekkt fyrir að flytja Tom Waits
lög af mikilli sannfæringu, en í sum-
ar kemur út þeirra fyrsta plata Bott-
leful of Dreams. Tónleikarnir hefjast
klukkan níu bæði kvöldin og standa
fram yfir miðnætti og frítt inn. Einn-
ig ber að nefna að Valur spilar ásamt
James Lowe í Edingborg, í Jamhouse
þann 1.apríl.
Fyrrum Bítillinn Paul McCartney gefur út plötu í
sumar. Paul hefur ekki gefið út heilsteypta plötu
í um tvö ár, en aðeins ný og frumsamin lög verða
á gripnum. Það er hið nýstofnaða útgáfu fyrirtæki
Hear Music, sem mun gefa Paul út, en fyrirtæk-
ið er samstarfsverkefni Starbucks kaffihúsanna og
Concord Music Group. Mun þá diskur McCartneys
verða seldur á öllum kaffihúsum Starbucks, sem
má finna um næstum allan heim og í hefðbundn-
um plötubúðum. McCartney fagnar því að vera
kominn yfir á nýtt útgáfufyrirtæki. „Það besta fyrir
mig er auðvitað þær skuldbindingar, ástríða og ást
á tónlist sem fólkið á Hear Music hefur sýnt. Sem
listamaður er alltaf best að sjá það,“segir Paul. Enn-
fremur tekur hann því fagnand að nú verði tón-
list hans seld á jafn
mörgum sölustöð-
um og raun ber vitni.
„Við lifum á nýjum
tímum og þess vegna
þarf fólk sífellt að
upphugsa nýjar leið-
ir til þess að koma
tónlist sinni á fram-
fræri. Það hefur allt-
af verið mitt mark-
mið.“ Lítið er vitað
um innihald plöt-
unnar og enn hefur
ekki verið gefinn upp formlegur útgáfudagur. Glen
Barros formaður Concord Music Group, hafði þó
þetta um plötuna að segja. „McCartney aðdáend-
ur, eins og ég sjálfur munum elska þessa plötu, þar
sem hún býður upp á allt sem við höfum elskað við
Paul á ferli hans. Nú sýnir hann líka á sér nýjar og
ögn persónulegri hliðar og heldur áfram að þróast
sem listamaður. Þetta er í sannleika sagt alveg stór-
kostleg plata.“ Útgáfufyrirtækið Hear Music, mun
svo halda áfram að gefa út tónlist og mun því tón-
list fleiri listamanna verða seld samhliða einum
sjóðandi heitum með mola og rjóma.
dori@dv.is
Fyrrum Bítillinn Paul
McCartney gefur út plötu
í sumar, en hann hefur
ekki tekið upp plötu í ein
tvö ár. Það er nýtt útgáfu-
fyrirtæki sem gefur út
Paul, Hear Music, en það
er samstarfsverkefni Con-
cord Music Group og Star-
bucks-kaffihúsanna. Paul
er fyrsti listamaðurinn
sem New Hear gefur út, en
verður diskur hans seldur
samhliða kaffi á Star-
bucks. Segir forstjóri Con-
cord Music að nýji diskur-
inn sé stórkostlegur.
Lordi á Ozzfest
finnska rokksveitin Lordi og
sigurvegarar Eurovision 2006 er ein
af aðal númerunum á hinni árlegu
rokktónlistarhátíð Ozzfest. Ásamt
Lordi verða Lamb Of god og
Hatebreed í aðalhlutverki. Ozzfest
tónleikatúrinn hefst 12. júlí og verður
spilað í 24 borgum Bandaríkjanna.
túrinn átti á hefjast 7. júlí en var
frestað vegna þess að Evrópu-túr
Ozzy mun dragast á langinn. Ozzfest
sem var fyrst haldin 1996 hefur verið
lyftistöng fyrir hljómsveitir eins og
Linkin Park og Incubus.
Nýtt frá
Chemi-cal
Brothers
Nýja platan frá Chemical Brothers er
væntanleg í verslanir í byrjun júní.
Chemical Brothers gáfu seinast út
plötuna Push the Button árið 2005
en nýja platan ber heitið We are the
Night. tom rowlands and Ed simons
sem skipa Chemical Brothers hafa
gefið út þá yfirlýsingu að þeir muni
leika á einum tónleikum í London 31.
maí rétt áður en platan kemur út.
miðasala á tónleikana hófst í gær á
Aukatónleikar á Wembley
tónlistarmaðurinn george michael hefur ákveðið að bæta við aukatónleikum á
hinum nýja Wembley leikvangi í Lundúnum. michael ætlar að halda tónleika
víðsvegar um Bretland í sumar og þar í landi er eftirspurnin meiri en framboðið á
tónleika hans. fyrr í þessum mánuði fór miðasala á tónleika hans á Wembley 9. júní
af stað og í dag má nálgast miða á tónleikana á vefsíðunni E-bay fyrir 300 pund.
söngvarinn geðþekki ákvað þá að bæta við sérstökum aukatónleikum 10. júní fyrir
dygga aðdáendur sína. Á ferðalagi sínu um Bretlandseyjar mun hann einnig halda
tónleika í glasgow, manchester, Plymouth og Norwich.
Vodkalög á kassagítar
Missti næstum
af Eminem
samkvæmt bókinni dr. dre: the
Biography eftir rithöfundin ronin ro
munaði minnstu að dr.dre hefði ekki
gefið rapparanum Eminem samning
hjá fyrirtækinu sínu aftermath vegna
þess að hann er hvítur á hörund.
Þegar dr.dre heyrði fyrst í Eminem
var hann viss að að kauði væri svartur
og brá í brún þegar þeir hittust fyrst.
Eftir að þeir fóru að vinna saman var
aldrei aftur snúið jafnvel þótt að
forstjóri aftermath hafi reynt að telja
dre af samstarfinu.
Paul gefur út nýja plötu
í sumar
Starbucks
Útbreiddasta kaffihúsakeðja í
heiminum, dembir sér beint í
tónlistarbransann.
Paul McCartney
gefur út nýjan disk í sumar, en
það er hans fyrsti í rúm tvö ár.
Heather Mills
Hefur eflaust haft mikil áhrif á listsköpun Pauls, en
sagt er að nýja platan sé afar persónuleg.
Valur GunnarSSon gEfur Út PLötuNa VOdka sONgs í sumar.