Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Blaðsíða 8
Finnum bannað að reykja Frá og með fyrsta júní verða allar reykingar bannaðar á finnskum börum og veitinga- húsum. Þeir sem streitast á móti þessum nýju lögum eiga á hættu að verða sektaðir af lögreglu. Starfsmenn veitinga- staða eiga að passa upp á að gestir þeirra virði lögin og eins treysta yfirvöld á að almenn- ingur láti vita ef einhver vertinn tekur bannið ekki alvarlega. Á sama tíma og finnskir veitinga- staðir henda öskubökkunum ætla Danir að seinka gildistöku sambærilegra reykingalaga þar í landi til 1. ágúst. Ríkisstjórn Simbabve hefur lýst því yfir opinberlega að árið 2007 verði þurrkaár og að meirihluti þjóðar- innar muni þurfa hjálp til að halda lífi. Um leið var ítrekuð sú staðfasta ákvörðun ríkisstjórnarinnar að af- þakka hvers konar utanaðkomandi matvælaaðstoð, ríkið myndi sjá fyr- ir sínum. Maísinn visnaður Matsskýrsla ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós að flest héruð hafa feng- ið að kenna á alvarlegri þurrkatíð sem hafi drepið niður gróður víðast hvar og eyðilagt nærri alla maísupp- skeruna, sem er undirstaðan í mat- aræði Simbabvebúa. Landbúnaðar- ráðherra landsins segir hins vegar að ríkið ráði fyllilega við að metta maga þjóðarinnar. „Við höfum getu til þess og munum ekki þurfa utanaðkom- andi aðstoð,“ sagði hann við blaða- mann Reuters. Opinbera dagblaðið The Herald, sagði frá því í síðustu viku að ríkis- stjórnin myndi sjálf flytja inn 400 þúsund tonn af maísmjöli, aðal- lega frá Suður-Afríku, til þess að næra fólk þar sem uppskeran hefur brugðist. Fólk í suðurhluta landsins verður verst úti í uppskerubrestinum. Vinna fyrir matnum Þessi matvælaaðstoð ríkisins verður hins vegar ekki ókeypis nema í undantekningartilfellum. 50 kílóa poki mun kosta í kringum 185 krónur íslenskar. Þrátt fyrir að þetta sé ríflega niðurgreitt af ríkinu, þá er það engu að síður of dýrt fyrir marga Simbabve- búa. Þjóðin er ein sú allra fátækasta í heimi, 83 prósent þjóðarinnar dregur fram lífið á innan við 140 krónum á dag. Verðbólgan er sú mesta sem þekkist í heiminum, hún nemur um 1700 prósentum núna og er búist við að hún hækki jafnvel upp í 5.000 prósent fyrir árslok. Fátækir íbúar suðurhéraða Simbabve óttast því hung- ursneyð, jafnvel þó að mat sé að hafa í forðabúrum ríkisins og forsetinn hafi ekki áhyggjur af ástandinu. föstudagur 23. mars 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Mugabe aFþakkar Matvælaaðstoð Þurrkatíð hefur eyðilagt maísuppskeru Simbabvebúa og stefnir í að stór hluti þjóðar- innar þurfi matvælaaðstoð. Forsetinn Robert Mugabe hefur hins vegar afþakkað al- þjóðlega neyðarhjálp og segist geta séð um sína þjóð sjálfur. Matvælaaðstoð Mugabes verður hins vegar líklega of dýr fyrir eina fátækustu þjóð í heimi. HeRdís siguRgRíMsdóttiR blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Maísmjöl uppskerubrestur í maís kemur illa við simbabvebúa enda er maís uppistaðan í mataræði simbabvebúa. Robert Mugabe forseti simbabve hafnar boði um alþjóðlega matvælaaðstoð. búddalíkneski og berbrjósta konur valda reiði Stjórnarandstaðan á Mal- dív-eyjum gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afmælis- fagnaði breska auðkýfingsins Philip Green í landinu í síðustu viku. Risa búdda- líkneski, ber- brjósta sýninga- stúlkur og óhóflegt magn af áfengi í veislunni stríðir allt gegn þeim gildum sem hinir íhalds- ömu íbúar þessa strangtrúaða múslimaríkis hafa í heiðri. Þetta er haft eftir talsmanni stjórnar- andstöðunnar á fréttavef BBC. Skipuleggjendur veislunnar kunna einnig að hafa brotið lög landsins með því að flytja inn búddalíkneskið. Því öll tákn annarra trúarbragða en Múh- ameðstrúar eru bönnuð í land- inu og er farandverkamönn- um frá Sri Lanka meðal annars bannað að hafa litlar búdda- styttur í vösum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 29. tölublað (23.03.2007)
https://timarit.is/issue/364362

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

29. tölublað (23.03.2007)

Aðgerðir: