Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2007, Side 8
Finnum bannað að reykja Frá og með fyrsta júní verða allar reykingar bannaðar á finnskum börum og veitinga- húsum. Þeir sem streitast á móti þessum nýju lögum eiga á hættu að verða sektaðir af lögreglu. Starfsmenn veitinga- staða eiga að passa upp á að gestir þeirra virði lögin og eins treysta yfirvöld á að almenn- ingur láti vita ef einhver vertinn tekur bannið ekki alvarlega. Á sama tíma og finnskir veitinga- staðir henda öskubökkunum ætla Danir að seinka gildistöku sambærilegra reykingalaga þar í landi til 1. ágúst. Ríkisstjórn Simbabve hefur lýst því yfir opinberlega að árið 2007 verði þurrkaár og að meirihluti þjóðar- innar muni þurfa hjálp til að halda lífi. Um leið var ítrekuð sú staðfasta ákvörðun ríkisstjórnarinnar að af- þakka hvers konar utanaðkomandi matvælaaðstoð, ríkið myndi sjá fyr- ir sínum. Maísinn visnaður Matsskýrsla ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós að flest héruð hafa feng- ið að kenna á alvarlegri þurrkatíð sem hafi drepið niður gróður víðast hvar og eyðilagt nærri alla maísupp- skeruna, sem er undirstaðan í mat- aræði Simbabvebúa. Landbúnaðar- ráðherra landsins segir hins vegar að ríkið ráði fyllilega við að metta maga þjóðarinnar. „Við höfum getu til þess og munum ekki þurfa utanaðkom- andi aðstoð,“ sagði hann við blaða- mann Reuters. Opinbera dagblaðið The Herald, sagði frá því í síðustu viku að ríkis- stjórnin myndi sjálf flytja inn 400 þúsund tonn af maísmjöli, aðal- lega frá Suður-Afríku, til þess að næra fólk þar sem uppskeran hefur brugðist. Fólk í suðurhluta landsins verður verst úti í uppskerubrestinum. Vinna fyrir matnum Þessi matvælaaðstoð ríkisins verður hins vegar ekki ókeypis nema í undantekningartilfellum. 50 kílóa poki mun kosta í kringum 185 krónur íslenskar. Þrátt fyrir að þetta sé ríflega niðurgreitt af ríkinu, þá er það engu að síður of dýrt fyrir marga Simbabve- búa. Þjóðin er ein sú allra fátækasta í heimi, 83 prósent þjóðarinnar dregur fram lífið á innan við 140 krónum á dag. Verðbólgan er sú mesta sem þekkist í heiminum, hún nemur um 1700 prósentum núna og er búist við að hún hækki jafnvel upp í 5.000 prósent fyrir árslok. Fátækir íbúar suðurhéraða Simbabve óttast því hung- ursneyð, jafnvel þó að mat sé að hafa í forðabúrum ríkisins og forsetinn hafi ekki áhyggjur af ástandinu. föstudagur 23. mars 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Mugabe aFþakkar Matvælaaðstoð Þurrkatíð hefur eyðilagt maísuppskeru Simbabvebúa og stefnir í að stór hluti þjóðar- innar þurfi matvælaaðstoð. Forsetinn Robert Mugabe hefur hins vegar afþakkað al- þjóðlega neyðarhjálp og segist geta séð um sína þjóð sjálfur. Matvælaaðstoð Mugabes verður hins vegar líklega of dýr fyrir eina fátækustu þjóð í heimi. HeRdís siguRgRíMsdóttiR blaðamaður skrifar: herdis@dv.is Maísmjöl uppskerubrestur í maís kemur illa við simbabvebúa enda er maís uppistaðan í mataræði simbabvebúa. Robert Mugabe forseti simbabve hafnar boði um alþjóðlega matvælaaðstoð. búddalíkneski og berbrjósta konur valda reiði Stjórnarandstaðan á Mal- dív-eyjum gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afmælis- fagnaði breska auðkýfingsins Philip Green í landinu í síðustu viku. Risa búdda- líkneski, ber- brjósta sýninga- stúlkur og óhóflegt magn af áfengi í veislunni stríðir allt gegn þeim gildum sem hinir íhalds- ömu íbúar þessa strangtrúaða múslimaríkis hafa í heiðri. Þetta er haft eftir talsmanni stjórnar- andstöðunnar á fréttavef BBC. Skipuleggjendur veislunnar kunna einnig að hafa brotið lög landsins með því að flytja inn búddalíkneskið. Því öll tákn annarra trúarbragða en Múh- ameðstrúar eru bönnuð í land- inu og er farandverkamönn- um frá Sri Lanka meðal annars bannað að hafa litlar búdda- styttur í vösum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.